Kallaði borgina skítapleis og skoraði svo þrennu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2024 07:02 Noni Madueke verður líklega aldrei vinsælasti maðurinn í Wolverhampton. Shaun Botterill/Getty Images Noni Madueke, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, átti sannarlega viðburðarríkan dag í borginni Wolverhampton í gær. Madueke fékk að taka boltann með sér heim eftir 6-2 sigur Chelsea gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem enski vængmaðurinn skoraði þrennu fyrir Chelsea í síðari hálfleik. Þessi 22 ára gamli leikmaður var ekkert að tvínóna við hlutina og liðu aðeins 15 mínútur frá því að hann skoraði sitt fyrsta mark í leiknum og þar til að hann skoraði það þriðja. Með þrennunni breytti Madueke stöðunni úr 2-2 í 5-2, Chelsea í vil. Fyrir leik var Madueke langt frá því að vera vinsælasti maðurinn á Molineux-vellinum í Wolverhampton, og ekki varð hann vinsælli meðal stuðningsmanna Wolves þegar hann skoraði þrennuna. Á laugardaginn hafði Madueke nefnilega sett inn færslu á Instagram þar sem hann kalliði borgina skítapleis. „Það er allt skítt við þennan stað,“ skrifaði Madueke í sögu sína (e. Story) á Instagram og merkti borgina með. Madueke at 00.00am: “Everything about this place is s**t”, posted on Instagram by mistake talking about Wolverhampton 😅Madueke at 3.15pm: scores a goal against Wolves.Madueke at 3.23pm: scores again.Madueke at 3.27pm: hat-trick.Four goals in four days. 🔵🌪️ pic.twitter.com/nNl5VJG7fS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 25, 2024 Leikmaðurinn var þó fljótur að eyða færslunni, en stuðningsmenn Wolves bauluðu á hann frá fyrstu mínútu leiksins. Hann nýtti svo tækifærið og baðst afsökunar á færslunni í viðtali eftir leik. „Ég vil bara biðja alla þá sem ég gæti hafa móðgað afsökunar. Þetta voru mannleg mistök, algjört slys. Þetta átti ekki að birtast svona á samfélagsmiðlunum mínum. Ég er viss um að Wolverhampton er fínasta borg og ég biðst afssökunar,“ sagði Madueke. „Þetta voru mistök og maður lærir af þeim. Vonandi gerist ekkert svona aftur. Hvað baulið varðar þá er það eitthvað sem maður býst við og það er hluti af leiknum. Maður þarf að geta spilað undir svoleiðis pressu.“ Enski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjá meira
Madueke fékk að taka boltann með sér heim eftir 6-2 sigur Chelsea gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem enski vængmaðurinn skoraði þrennu fyrir Chelsea í síðari hálfleik. Þessi 22 ára gamli leikmaður var ekkert að tvínóna við hlutina og liðu aðeins 15 mínútur frá því að hann skoraði sitt fyrsta mark í leiknum og þar til að hann skoraði það þriðja. Með þrennunni breytti Madueke stöðunni úr 2-2 í 5-2, Chelsea í vil. Fyrir leik var Madueke langt frá því að vera vinsælasti maðurinn á Molineux-vellinum í Wolverhampton, og ekki varð hann vinsælli meðal stuðningsmanna Wolves þegar hann skoraði þrennuna. Á laugardaginn hafði Madueke nefnilega sett inn færslu á Instagram þar sem hann kalliði borgina skítapleis. „Það er allt skítt við þennan stað,“ skrifaði Madueke í sögu sína (e. Story) á Instagram og merkti borgina með. Madueke at 00.00am: “Everything about this place is s**t”, posted on Instagram by mistake talking about Wolverhampton 😅Madueke at 3.15pm: scores a goal against Wolves.Madueke at 3.23pm: scores again.Madueke at 3.27pm: hat-trick.Four goals in four days. 🔵🌪️ pic.twitter.com/nNl5VJG7fS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 25, 2024 Leikmaðurinn var þó fljótur að eyða færslunni, en stuðningsmenn Wolves bauluðu á hann frá fyrstu mínútu leiksins. Hann nýtti svo tækifærið og baðst afsökunar á færslunni í viðtali eftir leik. „Ég vil bara biðja alla þá sem ég gæti hafa móðgað afsökunar. Þetta voru mannleg mistök, algjört slys. Þetta átti ekki að birtast svona á samfélagsmiðlunum mínum. Ég er viss um að Wolverhampton er fínasta borg og ég biðst afssökunar,“ sagði Madueke. „Þetta voru mistök og maður lærir af þeim. Vonandi gerist ekkert svona aftur. Hvað baulið varðar þá er það eitthvað sem maður býst við og það er hluti af leiknum. Maður þarf að geta spilað undir svoleiðis pressu.“
Enski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti