Treyja Babe Ruth orðin langdýrasti íþróttasafngripur sögunnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2024 23:01 Treyja Babe Ruth seldist á rúmlega 3,3 milljarða króna. AP Photo/LM Otero Treyjan sem hafnaboltagoðsögnin Babe Ruth lék í er New York Yankees tryggði sér sigurinn í úrslitum MLB-deildarinnar í hafnabolta árið 1932 er orðin dýrasti íþróttasafngripur sögunnar. Treyjan seldist á uppboði um liðna helgi fyrir 24,12 milljónir dollara, sem samsvarar rúmlega 3,3 milljörðum króna. Áður var dýrasti íþróttasafngripur sögunnar Topps-hafnaboltaspil með mynd af Mickey Mantle, útherja New York Yankees. Spilið seldist fyrir 12,6 milljónir dollara árið 2022 og er treyja Ruth því ekki aðeins dýrasti íþróttasafngripur sögunnar, heldur sá langdýrasti. Áður en treyja Ruth seldist um helgina var treyja Michael Jordan frá úrslitum NBA-deildarinnar dýrasta treyja sögunnar, en hún seldist á 10,1 milljón dollara árið 2022. Eftir söluna sagði Chris Ivy, yfirmaður íþróttauppboða hjá Heritage Auctions, að treyjan væri „mikilvægasti íþróttasafngripur sem hefði nokkurn tíman verið boðinn upp.“ „Ef þetta væri listaverk væri þetta Mona Lisa,“ bætti Ivy við. Ruth klddist treyjunni í þriðja leik New York Yankees gegn Chicago Cubs í úrslitum MLB-deildarinnar árið 1932. Í þeim leik á Ruth að hafa „kallað skotið“ þar sem hann benti yfir miðjan völlinn áður en hann sló heimahögg. Ruth og félagar unnu einvígið að lokum 7-5 og þetta var hans síðasta heimahögg í úrslitakeppni MLB-deildarinnar. Ruth er af mörgum talinn besti hafnaboltamaður allra tíma. Hann hóf feril sinn árið 1914, lagði kylfuna á hilluna árið 1935 og fagnaði sigri í úrslitakeppni MLB-deildarinnar sjö sinnum. Hann lést úr krabbameini árið 1948, aðeins 53 ára að aldri. Hafnabolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira
Treyjan seldist á uppboði um liðna helgi fyrir 24,12 milljónir dollara, sem samsvarar rúmlega 3,3 milljörðum króna. Áður var dýrasti íþróttasafngripur sögunnar Topps-hafnaboltaspil með mynd af Mickey Mantle, útherja New York Yankees. Spilið seldist fyrir 12,6 milljónir dollara árið 2022 og er treyja Ruth því ekki aðeins dýrasti íþróttasafngripur sögunnar, heldur sá langdýrasti. Áður en treyja Ruth seldist um helgina var treyja Michael Jordan frá úrslitum NBA-deildarinnar dýrasta treyja sögunnar, en hún seldist á 10,1 milljón dollara árið 2022. Eftir söluna sagði Chris Ivy, yfirmaður íþróttauppboða hjá Heritage Auctions, að treyjan væri „mikilvægasti íþróttasafngripur sem hefði nokkurn tíman verið boðinn upp.“ „Ef þetta væri listaverk væri þetta Mona Lisa,“ bætti Ivy við. Ruth klddist treyjunni í þriðja leik New York Yankees gegn Chicago Cubs í úrslitum MLB-deildarinnar árið 1932. Í þeim leik á Ruth að hafa „kallað skotið“ þar sem hann benti yfir miðjan völlinn áður en hann sló heimahögg. Ruth og félagar unnu einvígið að lokum 7-5 og þetta var hans síðasta heimahögg í úrslitakeppni MLB-deildarinnar. Ruth er af mörgum talinn besti hafnaboltamaður allra tíma. Hann hóf feril sinn árið 1914, lagði kylfuna á hilluna árið 1935 og fagnaði sigri í úrslitakeppni MLB-deildarinnar sjö sinnum. Hann lést úr krabbameini árið 1948, aðeins 53 ára að aldri.
Hafnabolti Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira