Létu ungmenni millifæra á sig fé með ofbeldi og hótunum Lovísa Arnardóttir skrifar 26. ágúst 2024 15:11 Mennirnir réðust að ungmennum við verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. september vegna gruns um ofbeldi, hótanir og þjófnað í garð barna og ungmenna í Hafnarfirði. Mennirnir eru fæddir árin 2003 og 2005 og eru því 21 árs og 19 ára. Þá hefur sá þriðji verið vistaður vegna sama máls á Stuðlum en ekki var hægt að úrskurða hann í gæsluvarðhald sökum aldurs. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum á föstudag og úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness um það á laugardag. Mennirnir hafa kært niðurstöðuna til Landsréttar að sögn Sævars Guðmundssonar, aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni í Hafnarfirði. Fyrst var fjallað um málið á vef mbl.is. Hann segir rannsókn miða vel og allt kapp lagt á að ljúka rannsókn á meðan mennirnir eru vistaðir í gæsluvarðhaldi. Lögregla hefur nýtt sér í rannsókninni gögn úr símum ungmennanna sem og upptökur úr öryggismyndavélum. Búið er að yfirheyra mennina og fjölda vitna að árásunum í síðustu viku. „Við leggjum allt kapp á að klára þau mál sem eru opin og eru til rannsóknar. Þannig þau verði kláruð áður en gæsluvarðhaldstíminn rennur út,“ segir Sævar en með þeim fyrirvara að Landsréttur eigi enn eftir að úrskurða um kæru mannanna. Ekki bundið við Hafnarfjörð Atvikin sem um ræðir áttu sér stað við verslunarmiðstöðina Fjörð, á Víðistaðatúni og við Hraunvallaskóla. Mennirnir hafa þá beitt börnin eða ungmennin ofbeldi eða hótað þeim til að fá þau til að millifæra á sig pening. „Þessi mál síðast voru í Hafnarfirði en þetta eru mál sem þeir eiga víðar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki bundið við Hafnarfjörð. En þeir hafa verið að veitast að unglingum sérstaklega og stela af þeim fjármunum. Neyða ungmennin til að framkvæma millifærslur úr símanum á reikningum sínum á aðra. Þeir hóta þeim líkamsmeiðingum og fleiru ef ekki er farið að kröfum þeirra,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Hann segir ungmennin sem hafa lent í mönnunum í viðkvæmri stöðu. „Þeir hafa orðið fyrir hótunum. Þetta eru ungt fólk, krakkar á unglingsaldri í flestum tilfellum. Við lítum það mjög alvarlegum augum að börn geti ekki leikið sér á skólalóð án þess að verða fyrir aðkasti og árásum.“ Sævar segir að í einhverjum tilfellum hafi slíkar millifærslur verið framkvæmdar en því miður sé oft lítið við því að gera. Óásættanlegt að börn geti ekki leikið sér úti „Það voru þessi þrjú mál í síðustu viku sem gerðu útslagið,“ segir Sævar og að þegar þau voru tilkynnt til lögreglu hafi verið ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Það var kornið sem fyllti mælinn, þessi mál í síðustu viku. Við gátum ekki annað en að láta á þetta reyna. Þetta hefur svo mikil áhrif á þessa krakka. Þau eru kannski í körfubolta þegar þeir koma að veitast að þeim. Við getum ekki þolað það að börnin geti ekki leikið sér í friði fyrir svona löguðu. Það er algjörlega óásættanlegt.“ Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Barnavernd Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum á föstudag og úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness um það á laugardag. Mennirnir hafa kært niðurstöðuna til Landsréttar að sögn Sævars Guðmundssonar, aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni í Hafnarfirði. Fyrst var fjallað um málið á vef mbl.is. Hann segir rannsókn miða vel og allt kapp lagt á að ljúka rannsókn á meðan mennirnir eru vistaðir í gæsluvarðhaldi. Lögregla hefur nýtt sér í rannsókninni gögn úr símum ungmennanna sem og upptökur úr öryggismyndavélum. Búið er að yfirheyra mennina og fjölda vitna að árásunum í síðustu viku. „Við leggjum allt kapp á að klára þau mál sem eru opin og eru til rannsóknar. Þannig þau verði kláruð áður en gæsluvarðhaldstíminn rennur út,“ segir Sævar en með þeim fyrirvara að Landsréttur eigi enn eftir að úrskurða um kæru mannanna. Ekki bundið við Hafnarfjörð Atvikin sem um ræðir áttu sér stað við verslunarmiðstöðina Fjörð, á Víðistaðatúni og við Hraunvallaskóla. Mennirnir hafa þá beitt börnin eða ungmennin ofbeldi eða hótað þeim til að fá þau til að millifæra á sig pening. „Þessi mál síðast voru í Hafnarfirði en þetta eru mál sem þeir eiga víðar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki bundið við Hafnarfjörð. En þeir hafa verið að veitast að unglingum sérstaklega og stela af þeim fjármunum. Neyða ungmennin til að framkvæma millifærslur úr símanum á reikningum sínum á aðra. Þeir hóta þeim líkamsmeiðingum og fleiru ef ekki er farið að kröfum þeirra,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Hann segir ungmennin sem hafa lent í mönnunum í viðkvæmri stöðu. „Þeir hafa orðið fyrir hótunum. Þetta eru ungt fólk, krakkar á unglingsaldri í flestum tilfellum. Við lítum það mjög alvarlegum augum að börn geti ekki leikið sér á skólalóð án þess að verða fyrir aðkasti og árásum.“ Sævar segir að í einhverjum tilfellum hafi slíkar millifærslur verið framkvæmdar en því miður sé oft lítið við því að gera. Óásættanlegt að börn geti ekki leikið sér úti „Það voru þessi þrjú mál í síðustu viku sem gerðu útslagið,“ segir Sævar og að þegar þau voru tilkynnt til lögreglu hafi verið ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Það var kornið sem fyllti mælinn, þessi mál í síðustu viku. Við gátum ekki annað en að láta á þetta reyna. Þetta hefur svo mikil áhrif á þessa krakka. Þau eru kannski í körfubolta þegar þeir koma að veitast að þeim. Við getum ekki þolað það að börnin geti ekki leikið sér í friði fyrir svona löguðu. Það er algjörlega óásættanlegt.“
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Barnavernd Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira