Ferðamennirnir sem lentu undir ísnum bandarískt par Lovísa Arnardóttir skrifar 26. ágúst 2024 15:23 Umfangsmikil leit hefur farið fram síðasta sólarhringinn. Vísir/Vilhelm Ferðamaðurinn sem lést þegar hann varð undir ísfargi við Breiðamerkurjökul var bandarískur. Kona hans slasaðist alvarlega en líðan hennar er sögð stöðug. Leit á svæðinu hefur verið hætt. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að björgunaraðgerðum sé lokið á Breiðamerkurjökli og leit hafi verið afturkölluð. Enginn fannst undir ísnum í víðtækri leit sem hefur farið fram síðasta sólarhringinn. Áður var talið að 25 hefðu verið í hópnum en nú segir lögregla að um 23 einstaklinga hafi verið að ræða. Bandaríkjamaðurinn lést á vettvangi en konan var flutt á bráðamóttöku Landspítala. Líðan hennar er sögð stöðug og er hún ekki í lífshættu. Lögreglan mun áfram vinna að rannsókn á tildrögum slyssins. „Um miðjan dag í gær barst lögreglu á Suðurlandi hjálparbeiðni frá gönguhóp sem hafði verið á ferðinni í íshellaferð á Breiðamerkurjökli. Þær upplýsingar fengust að þarna hefðu verið 25 manns á ferð og hefðu fjórir orðið fyrir íshruni, tveir væru fyrir utan íshellinn, mikið slasaðir, en að tveir aðrir hefðu grafist undir ís sem féll niður úr hvelfingu sem gengið var um,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Allir tiltækir viðbragðsaðilar af Suðurlandi og björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hafi verið kallaðir til að viðbragsáætlun vegna hópslysa virkjuð. 23 í ferðinni en ekki 25 Þá kemur einnig fram að rannsóknarteymi frá lögreglunni á Suðurlandi hafi unnið að því að skýra lista yfir ferðamennina, ásamt ferðasöluaðila, um þá sem fóru í ferðina. Lögregla hafi vitað um afdrif 23 en ekki hafi verið hægt að finna upplýsingar um þá tvo sem var saknað í bókunum fyrirtækisins. „Nú fyrir stundu tilkynnti vettvangsstjóri lögreglunnar sem staðsettur er á vettvangi að búið sé að færa til allan þann ís sem talinn var hafa fallið á fólkið og falið það. Í ljós hefur komið að enginn hefur leynst undir ísnum og útilokað að það fólk sem leitað hefur verið að og talið að sé falið undir ís. Þar af leiðandi er ljóst að einungis 23 aðilar voru í þessari göngu í gær og þeir tveir, sem fundust slasaðir og látinn þeir einu sem urðu fyrir tjóni,“ segir í tilkynningunni. Skráning ekki nákvæm og misvísandi Það sé því ljóst að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni. „Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þótti ekki forsvaranlegt annað en að halda leit áfram þar til búið væri að fá fullvissu um að enginn væri undir ísfarginu. Björgunaraðgerðinni er nú lokið og leit hefur verið afturkölluð,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan. Um miðjan dag í gær barst lögreglu á Suðurlandi hjálparbeiðni frá gönguhóp sem hafði verið á ferðinni í íshellaferð á Breiðamerkurjökli. Þær upplýsingar fengust að þarna hefðu verið 25 manns á ferð og hefðu fjórir orðið fyrir íshruni, tveir væru fyrir utan íshellinn, mikið slasaðir, en að tveir aðrir hefðu grafist undir ís sem féll niður úr hvelfingu sem gengið var um. Allir tiltækir viðbragðsaðilar af Suðurlandi og björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til, en Viðbragðsáætlun vegna hópslyss á Suðurlandi var virkjuð. Nú í morgun var vitað um afdrif 23 aðila og voru 21 þeirra óslasaðir og fluttir til byggða, en leitað var áfram af þeim tveimur sem talið var að hefðu grafist undir ís. Leit stóð yfir fram til miðnættis í gærkvöld og hófst hún aftur um kl 07 í morgun. Rannsóknarteymi frá lögreglunni á Suðurlandi hefur unnið að því, ásamt ferðasöluaðilanum að skýra listann yfir þá sem fóru í ferðina, en ekki hefur verið hægt að finna upplýsingar um þá tvo sem saknað hefur verið, í bókunum fyrirtækisins. Nú fyrir stundu tilkynnti vettvangsstjóri lögreglunnar sem staðsettur er á vettvangi að búið sé að færa til allan þann ís sem talinn var hafa fallið á fólkið og falið það. Í ljós hefur komið að enginn hefur leynst undir ísnum og útilokað að það fólk sem leitað hefur verið að og talið að sé falið undir ís. Þar af leiðandi er ljóst að einungis 23 aðilar voru í þessari göngu í gær og þeir tveir, sem fundust slasaðir og látinn þeir einu sem urðu fyrir tjóni. Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni. Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þótti ekki forsvaranlegt annað en að halda leit áfram þar til búið væri að fá fullvissu um að enginn væri undir ísfarginu. Björgunaraðgerðinni er nú lokið og leit hefur verið afturkölluð. Þau sem lentu undir ísfarginu og náðust undan því í gær voru par, karlmaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi í gær, en konan flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi þar sem hún liggur. Líðan hennar er sem fyrr stöðug og ekki í lífshættu. Þau eru bandarískir ríkisborgarar. Hátt í 200 viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í þessari björgunar- og leitaraðgerð og má segja að mikið þrekvirki hafi verið unnið þarna á vettvangi, en búið er að brjóta niður og færa til gríðarlegt magn af ís og var það meira og minna allt gert með handafli. Lögreglan á Suðurlandi vill því þakka öllum þeim viðbragðsaðilum sem komu að leitar- og björgunaraðgerðinni. Það sýnir sig og sannar í verkefni sem þessu að við höfum á öflugu og lausnarmiðuðu fólki á að skipa þegar hætta steðjar að. Einnig vill lögreglan þakka þeim ferðaþjónustuaðilum í nágrenni slysstaðar sem aðstoðuðu leitar- og björgunar fólk með gistingu og mat síðast liðinn sólarhring. Lögreglan mun áfram vinna að rannsókn á tildrögum slyssins. Björgunarsveitir Slys á Breiðamerkurjökli Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Vaktin: Aðgerðir hafnar að nýju Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum. 26. ágúst 2024 07:35 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að björgunaraðgerðum sé lokið á Breiðamerkurjökli og leit hafi verið afturkölluð. Enginn fannst undir ísnum í víðtækri leit sem hefur farið fram síðasta sólarhringinn. Áður var talið að 25 hefðu verið í hópnum en nú segir lögregla að um 23 einstaklinga hafi verið að ræða. Bandaríkjamaðurinn lést á vettvangi en konan var flutt á bráðamóttöku Landspítala. Líðan hennar er sögð stöðug og er hún ekki í lífshættu. Lögreglan mun áfram vinna að rannsókn á tildrögum slyssins. „Um miðjan dag í gær barst lögreglu á Suðurlandi hjálparbeiðni frá gönguhóp sem hafði verið á ferðinni í íshellaferð á Breiðamerkurjökli. Þær upplýsingar fengust að þarna hefðu verið 25 manns á ferð og hefðu fjórir orðið fyrir íshruni, tveir væru fyrir utan íshellinn, mikið slasaðir, en að tveir aðrir hefðu grafist undir ís sem féll niður úr hvelfingu sem gengið var um,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Allir tiltækir viðbragðsaðilar af Suðurlandi og björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hafi verið kallaðir til að viðbragsáætlun vegna hópslysa virkjuð. 23 í ferðinni en ekki 25 Þá kemur einnig fram að rannsóknarteymi frá lögreglunni á Suðurlandi hafi unnið að því að skýra lista yfir ferðamennina, ásamt ferðasöluaðila, um þá sem fóru í ferðina. Lögregla hafi vitað um afdrif 23 en ekki hafi verið hægt að finna upplýsingar um þá tvo sem var saknað í bókunum fyrirtækisins. „Nú fyrir stundu tilkynnti vettvangsstjóri lögreglunnar sem staðsettur er á vettvangi að búið sé að færa til allan þann ís sem talinn var hafa fallið á fólkið og falið það. Í ljós hefur komið að enginn hefur leynst undir ísnum og útilokað að það fólk sem leitað hefur verið að og talið að sé falið undir ís. Þar af leiðandi er ljóst að einungis 23 aðilar voru í þessari göngu í gær og þeir tveir, sem fundust slasaðir og látinn þeir einu sem urðu fyrir tjóni,“ segir í tilkynningunni. Skráning ekki nákvæm og misvísandi Það sé því ljóst að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni. „Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þótti ekki forsvaranlegt annað en að halda leit áfram þar til búið væri að fá fullvissu um að enginn væri undir ísfarginu. Björgunaraðgerðinni er nú lokið og leit hefur verið afturkölluð,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan. Um miðjan dag í gær barst lögreglu á Suðurlandi hjálparbeiðni frá gönguhóp sem hafði verið á ferðinni í íshellaferð á Breiðamerkurjökli. Þær upplýsingar fengust að þarna hefðu verið 25 manns á ferð og hefðu fjórir orðið fyrir íshruni, tveir væru fyrir utan íshellinn, mikið slasaðir, en að tveir aðrir hefðu grafist undir ís sem féll niður úr hvelfingu sem gengið var um. Allir tiltækir viðbragðsaðilar af Suðurlandi og björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til, en Viðbragðsáætlun vegna hópslyss á Suðurlandi var virkjuð. Nú í morgun var vitað um afdrif 23 aðila og voru 21 þeirra óslasaðir og fluttir til byggða, en leitað var áfram af þeim tveimur sem talið var að hefðu grafist undir ís. Leit stóð yfir fram til miðnættis í gærkvöld og hófst hún aftur um kl 07 í morgun. Rannsóknarteymi frá lögreglunni á Suðurlandi hefur unnið að því, ásamt ferðasöluaðilanum að skýra listann yfir þá sem fóru í ferðina, en ekki hefur verið hægt að finna upplýsingar um þá tvo sem saknað hefur verið, í bókunum fyrirtækisins. Nú fyrir stundu tilkynnti vettvangsstjóri lögreglunnar sem staðsettur er á vettvangi að búið sé að færa til allan þann ís sem talinn var hafa fallið á fólkið og falið það. Í ljós hefur komið að enginn hefur leynst undir ísnum og útilokað að það fólk sem leitað hefur verið að og talið að sé falið undir ís. Þar af leiðandi er ljóst að einungis 23 aðilar voru í þessari göngu í gær og þeir tveir, sem fundust slasaðir og látinn þeir einu sem urðu fyrir tjóni. Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni. Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þótti ekki forsvaranlegt annað en að halda leit áfram þar til búið væri að fá fullvissu um að enginn væri undir ísfarginu. Björgunaraðgerðinni er nú lokið og leit hefur verið afturkölluð. Þau sem lentu undir ísfarginu og náðust undan því í gær voru par, karlmaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi í gær, en konan flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi þar sem hún liggur. Líðan hennar er sem fyrr stöðug og ekki í lífshættu. Þau eru bandarískir ríkisborgarar. Hátt í 200 viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í þessari björgunar- og leitaraðgerð og má segja að mikið þrekvirki hafi verið unnið þarna á vettvangi, en búið er að brjóta niður og færa til gríðarlegt magn af ís og var það meira og minna allt gert með handafli. Lögreglan á Suðurlandi vill því þakka öllum þeim viðbragðsaðilum sem komu að leitar- og björgunaraðgerðinni. Það sýnir sig og sannar í verkefni sem þessu að við höfum á öflugu og lausnarmiðuðu fólki á að skipa þegar hætta steðjar að. Einnig vill lögreglan þakka þeim ferðaþjónustuaðilum í nágrenni slysstaðar sem aðstoðuðu leitar- og björgunar fólk með gistingu og mat síðast liðinn sólarhring. Lögreglan mun áfram vinna að rannsókn á tildrögum slyssins.
Um miðjan dag í gær barst lögreglu á Suðurlandi hjálparbeiðni frá gönguhóp sem hafði verið á ferðinni í íshellaferð á Breiðamerkurjökli. Þær upplýsingar fengust að þarna hefðu verið 25 manns á ferð og hefðu fjórir orðið fyrir íshruni, tveir væru fyrir utan íshellinn, mikið slasaðir, en að tveir aðrir hefðu grafist undir ís sem féll niður úr hvelfingu sem gengið var um. Allir tiltækir viðbragðsaðilar af Suðurlandi og björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til, en Viðbragðsáætlun vegna hópslyss á Suðurlandi var virkjuð. Nú í morgun var vitað um afdrif 23 aðila og voru 21 þeirra óslasaðir og fluttir til byggða, en leitað var áfram af þeim tveimur sem talið var að hefðu grafist undir ís. Leit stóð yfir fram til miðnættis í gærkvöld og hófst hún aftur um kl 07 í morgun. Rannsóknarteymi frá lögreglunni á Suðurlandi hefur unnið að því, ásamt ferðasöluaðilanum að skýra listann yfir þá sem fóru í ferðina, en ekki hefur verið hægt að finna upplýsingar um þá tvo sem saknað hefur verið, í bókunum fyrirtækisins. Nú fyrir stundu tilkynnti vettvangsstjóri lögreglunnar sem staðsettur er á vettvangi að búið sé að færa til allan þann ís sem talinn var hafa fallið á fólkið og falið það. Í ljós hefur komið að enginn hefur leynst undir ísnum og útilokað að það fólk sem leitað hefur verið að og talið að sé falið undir ís. Þar af leiðandi er ljóst að einungis 23 aðilar voru í þessari göngu í gær og þeir tveir, sem fundust slasaðir og látinn þeir einu sem urðu fyrir tjóni. Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni. Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þótti ekki forsvaranlegt annað en að halda leit áfram þar til búið væri að fá fullvissu um að enginn væri undir ísfarginu. Björgunaraðgerðinni er nú lokið og leit hefur verið afturkölluð. Þau sem lentu undir ísfarginu og náðust undan því í gær voru par, karlmaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi í gær, en konan flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi þar sem hún liggur. Líðan hennar er sem fyrr stöðug og ekki í lífshættu. Þau eru bandarískir ríkisborgarar. Hátt í 200 viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í þessari björgunar- og leitaraðgerð og má segja að mikið þrekvirki hafi verið unnið þarna á vettvangi, en búið er að brjóta niður og færa til gríðarlegt magn af ís og var það meira og minna allt gert með handafli. Lögreglan á Suðurlandi vill því þakka öllum þeim viðbragðsaðilum sem komu að leitar- og björgunaraðgerðinni. Það sýnir sig og sannar í verkefni sem þessu að við höfum á öflugu og lausnarmiðuðu fólki á að skipa þegar hætta steðjar að. Einnig vill lögreglan þakka þeim ferðaþjónustuaðilum í nágrenni slysstaðar sem aðstoðuðu leitar- og björgunar fólk með gistingu og mat síðast liðinn sólarhring. Lögreglan mun áfram vinna að rannsókn á tildrögum slyssins.
Björgunarsveitir Slys á Breiðamerkurjökli Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Vaktin: Aðgerðir hafnar að nýju Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum. 26. ágúst 2024 07:35 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Vaktin: Aðgerðir hafnar að nýju Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum. 26. ágúst 2024 07:35