Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 19:34 Salym Albyouk faðir 16 ára palestínsks drengs sem var stunginn um helgina segir árásina mikið áfall. Hann hélt að hann væri kominn með fjölskyldu sína til friðsamasta lands í heimi en óttast nú um son sinn. Vísir/Arnar Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. Sextán ára íslenskur drengur var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði til 30. ágúst grunaður um alvarlega hnífaárás á tvær 16 ára íslenskar stúlkur og jafnaldra þeirra, dreng frá Palestínu á menningarnótt. Gríðarlegt áfall Önnur stúlkan er í lífshættu á gjörgæsludeild Landspítalans. Hin stúlkan hlaut minni áverka og hefur verið útskrifuð þaðan. Palestínski drengurinn liggur hins vegar enn á barnadeild Hringsins en hann var stunginn nokkrum sinnum og er með skurðsár í handarkrika, við brjóst og á hönd. Hann flúði hingað til lands frá Gaza fyrir þremur árum. Foreldrar hans og systkini komu svo hingað fyrir einu og hálfu ári á grundvelli fjölskyldusameiningar. Salym Albyouk faðir hans segir árásina mikið áfall. „Ég hélt að þetta land væri friðsamasta land í heimi og ég væri að bjarga lífi barnanna minni með því að flytja hingað frá Gasa. Eftir árásina finnst mér við ekki lengur örugg. Ég mun þurfa að fylgjast með hverju skrefi sonar míns því ég óttast um líf hans.“ Gerandinn stakk af Salym segist hafa gefið syni sínum leyfi til að fara á hátíðarhöldin um helgina ásamt vinum sínum. „Hann hlakkaði mikið til og var svo ánægður því við gáfum honum ný föt og rakspíra að þessu tilefni,“ segir hann. Sonur hans hafi svo verið á heimleið í bíl frá miðbænum ásamt tveimur íslenskum vinkonum og palestínskum vini sem ók bílnum þegar árásin hófst. „Þau sátu öll inni í bílnum þegar annar strákur kom hlaupandi að og braut rúðu í honum. Eftir það byrjaði hann að stinga þau og stakk svo af,“ segir hann. Hélt að sonurinn væri látinn Salym gagnrýnir að lögregla hafi til að byrja með gefið þær upplýsingar að brotaþolar væru allir íslenskir ríkisborgarar. Þá hafi honum verið tilkynnt í fyrstu að sonur hans væri látinn eftir stunguárásina. „Þegar þeir hringdu sögðu þeir til að byrja með að sonur minn væri látinn. Ég varð frávita af sorg á spítalanum. Læknarnir komu svo og sögðu mér að hann væri í aðgerð,“ segir hann. Honum hafi eðlilega létt mikið þegar í ljós kom að sonur hans var á lífi. Búist er við að hann verði útskrifaður af spítalanum á næstu dögum. Fjölmargir yfirheyrðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur yfirheyrt fjölmörg vitni að árásinni á menningarnótt. Grímur Grímsson segir að rannsókn málsins miði vel. Að svo stöddu sé ekki horft til þess að ásetningur hennar varði hatursglæp. Lögreglumál Landspítalinn Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Sextán ára íslenskur drengur var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði til 30. ágúst grunaður um alvarlega hnífaárás á tvær 16 ára íslenskar stúlkur og jafnaldra þeirra, dreng frá Palestínu á menningarnótt. Gríðarlegt áfall Önnur stúlkan er í lífshættu á gjörgæsludeild Landspítalans. Hin stúlkan hlaut minni áverka og hefur verið útskrifuð þaðan. Palestínski drengurinn liggur hins vegar enn á barnadeild Hringsins en hann var stunginn nokkrum sinnum og er með skurðsár í handarkrika, við brjóst og á hönd. Hann flúði hingað til lands frá Gaza fyrir þremur árum. Foreldrar hans og systkini komu svo hingað fyrir einu og hálfu ári á grundvelli fjölskyldusameiningar. Salym Albyouk faðir hans segir árásina mikið áfall. „Ég hélt að þetta land væri friðsamasta land í heimi og ég væri að bjarga lífi barnanna minni með því að flytja hingað frá Gasa. Eftir árásina finnst mér við ekki lengur örugg. Ég mun þurfa að fylgjast með hverju skrefi sonar míns því ég óttast um líf hans.“ Gerandinn stakk af Salym segist hafa gefið syni sínum leyfi til að fara á hátíðarhöldin um helgina ásamt vinum sínum. „Hann hlakkaði mikið til og var svo ánægður því við gáfum honum ný föt og rakspíra að þessu tilefni,“ segir hann. Sonur hans hafi svo verið á heimleið í bíl frá miðbænum ásamt tveimur íslenskum vinkonum og palestínskum vini sem ók bílnum þegar árásin hófst. „Þau sátu öll inni í bílnum þegar annar strákur kom hlaupandi að og braut rúðu í honum. Eftir það byrjaði hann að stinga þau og stakk svo af,“ segir hann. Hélt að sonurinn væri látinn Salym gagnrýnir að lögregla hafi til að byrja með gefið þær upplýsingar að brotaþolar væru allir íslenskir ríkisborgarar. Þá hafi honum verið tilkynnt í fyrstu að sonur hans væri látinn eftir stunguárásina. „Þegar þeir hringdu sögðu þeir til að byrja með að sonur minn væri látinn. Ég varð frávita af sorg á spítalanum. Læknarnir komu svo og sögðu mér að hann væri í aðgerð,“ segir hann. Honum hafi eðlilega létt mikið þegar í ljós kom að sonur hans var á lífi. Búist er við að hann verði útskrifaður af spítalanum á næstu dögum. Fjölmargir yfirheyrðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur yfirheyrt fjölmörg vitni að árásinni á menningarnótt. Grímur Grímsson segir að rannsókn málsins miði vel. Að svo stöddu sé ekki horft til þess að ásetningur hennar varði hatursglæp.
Lögreglumál Landspítalinn Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira