Alsæl með meiri svefn: „Þessi hálftími gerir mjög mikið!“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 20:02 Þau Vésteinn, Katla og steinunn eru glöð með breytinguna og finna mun á sér að geta sofið aðeins lengur á morgnanna. Vísir/Sigurjón Tíundu bekkingar í Hagaskóla hoppa hæð sína yfir að fá nú að sofa hálftíma lengur eftir breytingu hjá Reykjavíkurborg. Svefnsérfræðingur bindur vonir við að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Þær breytingar urðu nú á haustönn í unglingadeildum Reykjavíkurborgar að skóladeginum seinkar og hefst nú klukkan níu á morgnanna en ekki hálf níu líkt og var. Borgarráð samþykkti tillögu skóla- og frísundasviðs þess efnis í ársbyrjun eftir tilraunaverkefni og samráð. Nemendur í Hagaskóla finna mikinn mun á sér eftir breytinguna þótt skammt sé liðið á önnina. „Þessi hálftími gerir mjög mikið. Ég man að í áttunda bekk var smá mygluvesen hérna í Hagaskóla og þá þurftum við að taka rútu upp í Korpu og þá fengum við að sofa jafnvel minna og það korter gerði mig alveg úrvinda,“ segir Vésteinn, sem var að byrja í 10. bekk í Hagaskóla og bekkjarsystur hans Katla og Steinunn taka undir með honum. Munurinn sé mikill og muni þær miklu að fá auka hálftíma. Mikilvægast að framhaldsskólar breyti skólabyrjun Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum fagnar þessu og vonar að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Unglingar séu almennt mjög vansvefta. „Um helmingur unglinga í áttunda til tíunda bekk er að sofa of lítið og meirihluti í framhaldsskóla. Þetta er einn liður í því að hjálpa unglingum að fá betri svefn sem auðvitað styður síðan við bæði líkamlega heilsu, andlega vellíðan, námsárangur og fleira.“ Erla vill að framhaldsskólarnir seinki líka skólabyrjun. „Af því að vandinn er meiri þar, álagið er mjög mikið. Þetta er oft mjög mikið stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla þannig að það væri virkilega jákvætt ef við myndum sjá framhaldsskólana íhuga að gera slíkt hið sama.“ En hvernig ætla nemendurnir að nýta hálftímann? „Ég persónulega nýt þess að taka minn tíma heima, mér finnst það mjög næs því ef maður vaknar í stressi þá er maður svolítið daufur í skólanum,“ segir Katla. „Ég er sofandi allan hálftímann,“ segir Vésteinn. Þú nýtir hverja einustu mínútu? „Jebb,“ segir Vésteinn og glottir. Svefn Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Framhaldsskólar Tengdar fréttir Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. 9. júní 2023 08:07 Breyttur kennslutími í grunnskólum borgarinnar Töluverðar breytingar verða á skólatíma barna í öðrum til fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur, sem verða settir eftir helgi. Í sumum tilvikum seinkar skólabyrjun um hátt í klukkustund, en víðast styttist dagurinn í hinn endann. Frístundaheimili eiga að taka við börnum fyrr en áður. 19. ágúst 2009 12:32 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
Þær breytingar urðu nú á haustönn í unglingadeildum Reykjavíkurborgar að skóladeginum seinkar og hefst nú klukkan níu á morgnanna en ekki hálf níu líkt og var. Borgarráð samþykkti tillögu skóla- og frísundasviðs þess efnis í ársbyrjun eftir tilraunaverkefni og samráð. Nemendur í Hagaskóla finna mikinn mun á sér eftir breytinguna þótt skammt sé liðið á önnina. „Þessi hálftími gerir mjög mikið. Ég man að í áttunda bekk var smá mygluvesen hérna í Hagaskóla og þá þurftum við að taka rútu upp í Korpu og þá fengum við að sofa jafnvel minna og það korter gerði mig alveg úrvinda,“ segir Vésteinn, sem var að byrja í 10. bekk í Hagaskóla og bekkjarsystur hans Katla og Steinunn taka undir með honum. Munurinn sé mikill og muni þær miklu að fá auka hálftíma. Mikilvægast að framhaldsskólar breyti skólabyrjun Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum fagnar þessu og vonar að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Unglingar séu almennt mjög vansvefta. „Um helmingur unglinga í áttunda til tíunda bekk er að sofa of lítið og meirihluti í framhaldsskóla. Þetta er einn liður í því að hjálpa unglingum að fá betri svefn sem auðvitað styður síðan við bæði líkamlega heilsu, andlega vellíðan, námsárangur og fleira.“ Erla vill að framhaldsskólarnir seinki líka skólabyrjun. „Af því að vandinn er meiri þar, álagið er mjög mikið. Þetta er oft mjög mikið stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla þannig að það væri virkilega jákvætt ef við myndum sjá framhaldsskólana íhuga að gera slíkt hið sama.“ En hvernig ætla nemendurnir að nýta hálftímann? „Ég persónulega nýt þess að taka minn tíma heima, mér finnst það mjög næs því ef maður vaknar í stressi þá er maður svolítið daufur í skólanum,“ segir Katla. „Ég er sofandi allan hálftímann,“ segir Vésteinn. Þú nýtir hverja einustu mínútu? „Jebb,“ segir Vésteinn og glottir.
Svefn Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Framhaldsskólar Tengdar fréttir Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. 9. júní 2023 08:07 Breyttur kennslutími í grunnskólum borgarinnar Töluverðar breytingar verða á skólatíma barna í öðrum til fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur, sem verða settir eftir helgi. Í sumum tilvikum seinkar skólabyrjun um hátt í klukkustund, en víðast styttist dagurinn í hinn endann. Frístundaheimili eiga að taka við börnum fyrr en áður. 19. ágúst 2009 12:32 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. 9. júní 2023 08:07
Breyttur kennslutími í grunnskólum borgarinnar Töluverðar breytingar verða á skólatíma barna í öðrum til fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur, sem verða settir eftir helgi. Í sumum tilvikum seinkar skólabyrjun um hátt í klukkustund, en víðast styttist dagurinn í hinn endann. Frístundaheimili eiga að taka við börnum fyrr en áður. 19. ágúst 2009 12:32