Sænski miðillinn Sportbladet greinir frá. Þar segir að liðið hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér í viðtölum eftir leik vegna „öryggisástæðna.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmanni liðsins berst hótun en fyrir leik gegn Häcken síðasta vor þá var einum leikmanni hótað lífláti.
Håkan Wifvesson, formaður Rosengård, staðfesti í viðtali við Aftonbladet að um nýja hótun væri að ræða og því hefið verið ákveðið að gefa ekki viðtöl eftir leikinn. Hann staðfesti einnig að málið hefði verið tilkynnt til lögreglunnar sem og sænska knattspyrnusambandið hefði verið látið vita.
Rosengård har polisanmält nya hot mot spelare. Efter vinsten mot Häcken stoppade man alla intervjuer: ”Vi har polisanmält”, säger ordförande Håkan Wifvesson. https://t.co/4EEbi5cfmc
— Sportbladet (@sportbladet) August 26, 2024
Sigur Rosengård var sá 16. í röð og trónir liðið á toppi sænsku deildarinnar. Guðrún og stöllur eru með níu stiga forystu og virðist fátt geta komið í veg fyrir að liðið hirði meistaratitilinn af Hammarby sem vann hann á síðustu leiktíð.