Stúkan: Blikar öflugir án Jasonar Daða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2024 10:33 Jason Daði Svanþórsson yfirgaf Blika í sumar og samdi við enska félagið Grimsby. Vísir / Hulda Margrét Breiðablik missti einn sinn besta leikmann á miðju sumri en Blikar hafa þrátt fyrir það gefið í og eru nú komnir upp í toppsætið í Bestu deildinni. Stúkan ræddi Blikaliðið í nýjasta þætti sínum. „Blikar eru komnir á toppinn og það höfðu kannski ekki allir trú á því eftir að þeir misstu af einn af sínum aðalmönnum undanfarin tímabil. Jason Daði Svanþórsson fór til Grimsby. Það höfðu margir áhyggjur þá,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Þar á meðal ég „Já og þar á meðal ég. Ég taldi ekki líklegt að Blikar gætu barist um titilinn þegar þeir misstu Jason Daða. Þeir hafa heldur betur stigið upp,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. Stúkan sýndi tölfræði Blika í leikjum án Jasonar Daða. Liðið hefur spilað sjö leiki í Bestu deildinni án hans og ekki tapað enn. Samtals eru þeirra fimm sigrar, tvö jafntefli og átján mörk skoruð í sjö leikjum. Ísak Snær að nálgast sitt besta form „Auðvitað hafa aðrir stigið upp. Ísak Snær [Þorvaldsson] er að nálgast sitt besta form. Ef við tökum bara síðustu leiki hjá honum þá sækir hann tvö víti á móti Fylki, skorar mark gegn Stjörnunni, mark gegn Val og mark gegn Fram. Svo sækir hann víti í þessum leik. Davið Ingvarsson hefur líka komið sterkur inn,“ sagði Albert Brynjar. „Jason Daði er búinn að vera lykilmaður í þessu liði síðustu tímabil og ég held að flestir hafi verið þar að með því að missa hann þá voru þeir búnir að útiloka Blika í titilbaráttunni,“ sagði Albert. Gísli mikilvægur „Jason var mikið meiddur í fyrra og náði ekki að sýna sitt rétta andlit í fyrra. Það er frekar það að maður hefur verð að fylgjast með þeim jafna sig á því að Gísli [Eyjólfsson] fór. Gísli var gríðarlega mikilvægur fyrir þá,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Það má horfa á umfjöllunina um Breiðabliksliðið hér fyrir neðan. Klippa: Blikar öflugir án Jasons Besta deild karla Stúkan Breiðablik Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira
„Blikar eru komnir á toppinn og það höfðu kannski ekki allir trú á því eftir að þeir misstu af einn af sínum aðalmönnum undanfarin tímabil. Jason Daði Svanþórsson fór til Grimsby. Það höfðu margir áhyggjur þá,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Þar á meðal ég „Já og þar á meðal ég. Ég taldi ekki líklegt að Blikar gætu barist um titilinn þegar þeir misstu Jason Daða. Þeir hafa heldur betur stigið upp,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. Stúkan sýndi tölfræði Blika í leikjum án Jasonar Daða. Liðið hefur spilað sjö leiki í Bestu deildinni án hans og ekki tapað enn. Samtals eru þeirra fimm sigrar, tvö jafntefli og átján mörk skoruð í sjö leikjum. Ísak Snær að nálgast sitt besta form „Auðvitað hafa aðrir stigið upp. Ísak Snær [Þorvaldsson] er að nálgast sitt besta form. Ef við tökum bara síðustu leiki hjá honum þá sækir hann tvö víti á móti Fylki, skorar mark gegn Stjörnunni, mark gegn Val og mark gegn Fram. Svo sækir hann víti í þessum leik. Davið Ingvarsson hefur líka komið sterkur inn,“ sagði Albert Brynjar. „Jason Daði er búinn að vera lykilmaður í þessu liði síðustu tímabil og ég held að flestir hafi verið þar að með því að missa hann þá voru þeir búnir að útiloka Blika í titilbaráttunni,“ sagði Albert. Gísli mikilvægur „Jason var mikið meiddur í fyrra og náði ekki að sýna sitt rétta andlit í fyrra. Það er frekar það að maður hefur verð að fylgjast með þeim jafna sig á því að Gísli [Eyjólfsson] fór. Gísli var gríðarlega mikilvægur fyrir þá,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Það má horfa á umfjöllunina um Breiðabliksliðið hér fyrir neðan. Klippa: Blikar öflugir án Jasons
Besta deild karla Stúkan Breiðablik Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira