Kortleggja brotamenn með tengsl við Suður-Ameríku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 19:58 Runólfur Þórhallsson hjá ríkislögreglustjóra ræddi brotastarfsemi í Reykjavík síðdegis. vísir Aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra segir um fimmtán til tuttugu brotahópa starfa með skipulögðum hætti hérlendis. Um fjölþjóðlega hópa sé að ræða, en nýlega hafi lögregla fengið upplýsingar um brotamenn hér á landi með tengsl við Suður-Ameríku. „Okkar gögn benda eindregið til þess að þetta umhverfi hafi breyst mikið á undanförnum árum. Við erum að sjá hópa frá Asíu, Afríku, Mið-Evrópu og Suðaustur-Evrópu, Suður-Ameríku. Skipulagðir hópar frá þessum svæðum,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis. Tilefni umræðunnar er fréttaflutningur DV af því að albanska mafían hefði tekið hér öll völd í skipulagðri brotastarfsemi. Hafði miðillinn það eftir ónafngreindum Íslendingi innan undirheima sem sagði meiri hörku gæta meðal erlendra brotahópa. Margskonar starfsemi „Vissulega er hægt að taka umræðuna sérstaklega um albönsku mafíuna og allt sem henni tengist,“ segir Runólfur sem bendir samt sem áður á að brotamenn séu frá ansi mörgum löndum innan hópana. Þá séu íslenskir hópar sömuleiðis með ítök. „Stórar haldlagningar tengjast Íslendingum. Bæði hið svokallaða saltdreifaramál, 100 kíló af kókaíni. Íslendingar hafa verið í þeim málum. Þetta er mjög fjölbreytt umhverfi og breyst mikið á nokkrum árum.“ Lögreglan telji að hóparnir, sem starfi samkvæmt ákveðnu skipulagi, vera á bilinu fimmtán til tuttugu. „Þeir hafa talsverð ítök og eru í margskonar brotastarfsemi, ekki bara fíkniefnum.“ „Það er vændi, mansal, netbrot, svik, bótasvik,“ segir Runólfur beðinn um að nefna dæmi um starfsemi. „Bara þar sem hægt er að búa til peninga. Við sáum til dæmis í Covid, þar svoru glæpahópar snöggir að búa sér til pening úr því ástandi. Selja óvottaðar grímur, fölsuð lyf og annað.“ Sækja brotin Hópunum hafi einnig fjölgað. Runólfur segir lögreglu nýlega hafa fengið upplýsingar um einstaklinga með tengsl við glæpahópa í Suður Ameríku. „Þetta er bara eitthvað sem við erum að kortleggja þessa dagana. Flóran bara stækkar hjá okkur.“ Bæði sé fólk tælt til að vinna fyrir hópana eða þvingað. „Það er erfitt að negla niður fjölda hvers hóps fyrir sig. Þetta er marglaga og flókið.“ Til að ráðast gegn hópunum segir hann að lögregla þurfi að hafa getu til að sinna frumkvæðislöggæslu. Sömuleiðis verði málsmeðferðartími að vera í lagi. „Ef við getum tekið frá lögreglumenn og sérfræðinga sem eru ekki reaktívir, heldur próaktífir. Sækja brotin út á götu eins og við höfum hvatt til þess að sé gert. Við verðum hins vegar að forgangsraða og útköllum hefur fjölgað, en þetta eru þessir meginstólpar ef lögreglan á að geta náð einhverjum árangri.“ Lögreglumál Lögreglan Fíkniefnabrot Reykjavík síðdegis Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Okkar gögn benda eindregið til þess að þetta umhverfi hafi breyst mikið á undanförnum árum. Við erum að sjá hópa frá Asíu, Afríku, Mið-Evrópu og Suðaustur-Evrópu, Suður-Ameríku. Skipulagðir hópar frá þessum svæðum,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis. Tilefni umræðunnar er fréttaflutningur DV af því að albanska mafían hefði tekið hér öll völd í skipulagðri brotastarfsemi. Hafði miðillinn það eftir ónafngreindum Íslendingi innan undirheima sem sagði meiri hörku gæta meðal erlendra brotahópa. Margskonar starfsemi „Vissulega er hægt að taka umræðuna sérstaklega um albönsku mafíuna og allt sem henni tengist,“ segir Runólfur sem bendir samt sem áður á að brotamenn séu frá ansi mörgum löndum innan hópana. Þá séu íslenskir hópar sömuleiðis með ítök. „Stórar haldlagningar tengjast Íslendingum. Bæði hið svokallaða saltdreifaramál, 100 kíló af kókaíni. Íslendingar hafa verið í þeim málum. Þetta er mjög fjölbreytt umhverfi og breyst mikið á nokkrum árum.“ Lögreglan telji að hóparnir, sem starfi samkvæmt ákveðnu skipulagi, vera á bilinu fimmtán til tuttugu. „Þeir hafa talsverð ítök og eru í margskonar brotastarfsemi, ekki bara fíkniefnum.“ „Það er vændi, mansal, netbrot, svik, bótasvik,“ segir Runólfur beðinn um að nefna dæmi um starfsemi. „Bara þar sem hægt er að búa til peninga. Við sáum til dæmis í Covid, þar svoru glæpahópar snöggir að búa sér til pening úr því ástandi. Selja óvottaðar grímur, fölsuð lyf og annað.“ Sækja brotin Hópunum hafi einnig fjölgað. Runólfur segir lögreglu nýlega hafa fengið upplýsingar um einstaklinga með tengsl við glæpahópa í Suður Ameríku. „Þetta er bara eitthvað sem við erum að kortleggja þessa dagana. Flóran bara stækkar hjá okkur.“ Bæði sé fólk tælt til að vinna fyrir hópana eða þvingað. „Það er erfitt að negla niður fjölda hvers hóps fyrir sig. Þetta er marglaga og flókið.“ Til að ráðast gegn hópunum segir hann að lögregla þurfi að hafa getu til að sinna frumkvæðislöggæslu. Sömuleiðis verði málsmeðferðartími að vera í lagi. „Ef við getum tekið frá lögreglumenn og sérfræðinga sem eru ekki reaktívir, heldur próaktífir. Sækja brotin út á götu eins og við höfum hvatt til þess að sé gert. Við verðum hins vegar að forgangsraða og útköllum hefur fjölgað, en þetta eru þessir meginstólpar ef lögreglan á að geta náð einhverjum árangri.“
Lögreglumál Lögreglan Fíkniefnabrot Reykjavík síðdegis Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira