Lýsir ófremdarástandi í skilum ársreikninga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2024 10:22 Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun lítur mjög alvarlegum augum að tæplega fjórðungur sjóða og stofnana sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá hafa skilað ársreikningi. Frestur til skila var þann 30. júní síðastliðinn. „Ófremdarástand í skilum ársreikninga sjóða og sjálfseignarstofnana“ segir á vefsíðu Ríkisendurskoðunar. Samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, ber þeim sem bera ábyrgð á sjóði eða stofnun að senda Ríkisendurskoðun ársreikning sjóðs eða stofnunar ásamt skýrslu um hvernig fé hefur verið ráðstafað. Einungis 155 aðilar höfðu uppfyllt skilaskyldu sína þann 1. júlí sl. eða um 23% þeirra sjóða og stofnana sem voru á skrá fyrir árið 2023. Skilin á sama tíma árið 2023 voru um 22% og um 30% árið 2022. „Því er ljóst að skil sjóða hafa farið versnandi síðastliðin ár,“ segir í tilkynningu. Vanskil hafa aukist undanfarin ár. Vanskil í ár eru á pari við það sem var í fyrra.Ríkisendurskoðun Ríkisendurskoðun lítur þetta mjög alvarlegum augum og ekki hvað síst í ljósi þess að í nýjasta áhættumati Ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka sem gefið var út í desember 2023, er sérstaklega fjallað um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og ófullnægjandi skil þeirra á ársreikningum síðustu ár. Athygli stjórnvalda hefur á undanförnum árum verið vakin á slælegum skilum og skorti Ríkisendurskoðunar á úrræðum vegna þessa. Þann 22. júní síðastliðinn voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá sem taka munu gildi 1. janúar 2025. Lögin fela í sér talsverðar breytingar og mun sýslumaður taka alfarið við málaflokknum, m.a. móttöku og yfirferð ársreikninga. Ríkisendurskoðun mun fyrir árslok birta útdrátt úr þeim ársreikningum sjálfseignarstofnana og sjóða fyrir rekstrarárið 2023 sem borist hafa sem og lista yfir þá sjóði sem eru í vanskilum. Alþingi Lífeyrissjóðir Ríkisendurskoðun Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Ófremdarástand í skilum ársreikninga sjóða og sjálfseignarstofnana“ segir á vefsíðu Ríkisendurskoðunar. Samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, ber þeim sem bera ábyrgð á sjóði eða stofnun að senda Ríkisendurskoðun ársreikning sjóðs eða stofnunar ásamt skýrslu um hvernig fé hefur verið ráðstafað. Einungis 155 aðilar höfðu uppfyllt skilaskyldu sína þann 1. júlí sl. eða um 23% þeirra sjóða og stofnana sem voru á skrá fyrir árið 2023. Skilin á sama tíma árið 2023 voru um 22% og um 30% árið 2022. „Því er ljóst að skil sjóða hafa farið versnandi síðastliðin ár,“ segir í tilkynningu. Vanskil hafa aukist undanfarin ár. Vanskil í ár eru á pari við það sem var í fyrra.Ríkisendurskoðun Ríkisendurskoðun lítur þetta mjög alvarlegum augum og ekki hvað síst í ljósi þess að í nýjasta áhættumati Ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka sem gefið var út í desember 2023, er sérstaklega fjallað um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og ófullnægjandi skil þeirra á ársreikningum síðustu ár. Athygli stjórnvalda hefur á undanförnum árum verið vakin á slælegum skilum og skorti Ríkisendurskoðunar á úrræðum vegna þessa. Þann 22. júní síðastliðinn voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá sem taka munu gildi 1. janúar 2025. Lögin fela í sér talsverðar breytingar og mun sýslumaður taka alfarið við málaflokknum, m.a. móttöku og yfirferð ársreikninga. Ríkisendurskoðun mun fyrir árslok birta útdrátt úr þeim ársreikningum sjálfseignarstofnana og sjóða fyrir rekstrarárið 2023 sem borist hafa sem og lista yfir þá sjóði sem eru í vanskilum.
Alþingi Lífeyrissjóðir Ríkisendurskoðun Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira