Ein þjóð í einu landi Þorgrímur Sigmundsson skrifar 28. ágúst 2024 12:32 Öryggi Ítrekað hefur verið sýnt fram á áhugaleysi núverandi stjórnvalda á málefnum landsbyggðarinnar þrátt fyrir allar þær tekjur sem hún skaffar ríkissjóði. Má þar t.d.benda á tekjur ríkisins er berast frá Fjarðabyggð sem skilar einna hæstu tekjum í ríkissjóð per íbúa. Hvað fær Fjarðabyggð til baka í þjónustu frá hinu opinbera t.d. í formi heilbrigðisþjónustu, skólaþjónustu eða samgöngumálum? Þau atriði sem brenna m.a. á landsbyggðarfólki eru samgöngur sem hafa að vísu farið mjög batnandi á hluta Suðurlands (í kjördæmi fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra) undanfarin fjögur eða fimm ár en aðrir landshlutar búa enn við lélega og jafnvel ónýta vegi, jafnvel lífshættulega. Það er öryggismál. En nú rétt þremur vikum áður en þing kemur saman birtist þjóðinni endurskoðaður samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins og viðbótin hljóðar uppá 141 milljarð þ.e. rúmar eitthundrað fjörtíu og eitt þúsund milljónir. Sem þýðir að heildaráætlunin hljóðar uppá 311 milljarða eða rúmlega þrjúhundruð og ellefu þúsund milljónir í stað þeirra 120 milljarða sem áætlaðir voru 2019. Á sama tíma bíða nauðsynlegar vegabætur á austurlandi og nýjar brýr yfir Skjálfandafljót við Húsabakka og við Goðafoss (þjóðvegur 1) frestast. Þá eru auk þess boðað af fyrrverandi innviðaráðherra (núverandi fjármálaráðherra) að hefja gjaldtöku í öll jarðgöng og hugsanlega víðar. Og það þrátt fyrir að hafa verið afar skýrmæltur í kosningabaráttu um að ekki kæmi til greina að leggja vegtolla á vegfarendur „Getum við ekki verið öll sammála um það?“ Tvískinnungur Nú eru að berast þau skilaboð frá stjórnvöldum að leggja skuli kílómetragjald á bifreiðar. Skynsamir sjá að landsbyggðarfólk þarf að sækja sér aðdrætti um langan veg sem stærstur hluti landsmanna þarf ekki. Það skýtur því skökku við að áformað kílómetragjald skulu leggjast þyngst á landsbyggðina og íbúa hennar, fólkið sem þarf að skrölta lökustu vegina. Notkun bifreiða fer ekki eingöngu eftir eknum kílómetrum heldur einnig tíma sem bílvél er í gangi t.d. í umferðarteppu eða á rauðu ljósi en það telur ekki í þessum 101 miðuðu útfærslum. Núverandi tillögur um kílómetragjald munu vega þyngst á landsbyggðinni enda allir aðdrættir komnir um langan veg. Hugmyndir stjórnvalda varðandi bann við nýskráningu bensín og dísel bíla eru í besta falli skýjaborgir sem allir heilvita menn sjá að eru óraunhæfar a.m.k. næstu áratugi. Frasar á borð að þeir borgi sem noti eru í besta falli aðhlátursefni, enda gildir það lögmál nú þegar í núverandi kerfi. Þeir sem aka mest og á þyngstu bílunum nota mesta eldsneytið og greiða þ.a.l. mest í ríkissjóð. Sama gildir um innanlandsflugið þrátt fyrir misheppnaða tilraun varðandi loftbrú er það vart á færi venjulegs fólks að fljúga innanlands og það neyðist því til að keyra illa farna vegi landsins gegn vilja stjórnvalda ( sem vilja draga úr umferð) á boðuðu kílómetragjaldi. Allt er þetta hinn mesti tvískinnungur. Vegna þess að þessi akstur og eða flugferðir eru oftar en ekki ekkert val. Þetta er pólitísk stefna. Stefna sem um langt skeið hefur snúist um að þjappa nauðsynlegri opinberri þjónustu á höfuðborgarsvæðið með tilheyrandi kostnaði samanber uppbyggingu Landsspítalans á umferðareyju við Hringbraut. Landsbyggðin þarf ekki fleiri þverhandarþykkar skýrslur um stöðu mála. Heldur miklu frekar almennar aðgerðir sem gera hana eftirsóknarverðari fyrir fólk og fyrirtæki. Við erum ein þjóð í einu landi Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Miðflokkurinn Þorgrímur Sigmundsson Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Öryggi Ítrekað hefur verið sýnt fram á áhugaleysi núverandi stjórnvalda á málefnum landsbyggðarinnar þrátt fyrir allar þær tekjur sem hún skaffar ríkissjóði. Má þar t.d.benda á tekjur ríkisins er berast frá Fjarðabyggð sem skilar einna hæstu tekjum í ríkissjóð per íbúa. Hvað fær Fjarðabyggð til baka í þjónustu frá hinu opinbera t.d. í formi heilbrigðisþjónustu, skólaþjónustu eða samgöngumálum? Þau atriði sem brenna m.a. á landsbyggðarfólki eru samgöngur sem hafa að vísu farið mjög batnandi á hluta Suðurlands (í kjördæmi fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra) undanfarin fjögur eða fimm ár en aðrir landshlutar búa enn við lélega og jafnvel ónýta vegi, jafnvel lífshættulega. Það er öryggismál. En nú rétt þremur vikum áður en þing kemur saman birtist þjóðinni endurskoðaður samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins og viðbótin hljóðar uppá 141 milljarð þ.e. rúmar eitthundrað fjörtíu og eitt þúsund milljónir. Sem þýðir að heildaráætlunin hljóðar uppá 311 milljarða eða rúmlega þrjúhundruð og ellefu þúsund milljónir í stað þeirra 120 milljarða sem áætlaðir voru 2019. Á sama tíma bíða nauðsynlegar vegabætur á austurlandi og nýjar brýr yfir Skjálfandafljót við Húsabakka og við Goðafoss (þjóðvegur 1) frestast. Þá eru auk þess boðað af fyrrverandi innviðaráðherra (núverandi fjármálaráðherra) að hefja gjaldtöku í öll jarðgöng og hugsanlega víðar. Og það þrátt fyrir að hafa verið afar skýrmæltur í kosningabaráttu um að ekki kæmi til greina að leggja vegtolla á vegfarendur „Getum við ekki verið öll sammála um það?“ Tvískinnungur Nú eru að berast þau skilaboð frá stjórnvöldum að leggja skuli kílómetragjald á bifreiðar. Skynsamir sjá að landsbyggðarfólk þarf að sækja sér aðdrætti um langan veg sem stærstur hluti landsmanna þarf ekki. Það skýtur því skökku við að áformað kílómetragjald skulu leggjast þyngst á landsbyggðina og íbúa hennar, fólkið sem þarf að skrölta lökustu vegina. Notkun bifreiða fer ekki eingöngu eftir eknum kílómetrum heldur einnig tíma sem bílvél er í gangi t.d. í umferðarteppu eða á rauðu ljósi en það telur ekki í þessum 101 miðuðu útfærslum. Núverandi tillögur um kílómetragjald munu vega þyngst á landsbyggðinni enda allir aðdrættir komnir um langan veg. Hugmyndir stjórnvalda varðandi bann við nýskráningu bensín og dísel bíla eru í besta falli skýjaborgir sem allir heilvita menn sjá að eru óraunhæfar a.m.k. næstu áratugi. Frasar á borð að þeir borgi sem noti eru í besta falli aðhlátursefni, enda gildir það lögmál nú þegar í núverandi kerfi. Þeir sem aka mest og á þyngstu bílunum nota mesta eldsneytið og greiða þ.a.l. mest í ríkissjóð. Sama gildir um innanlandsflugið þrátt fyrir misheppnaða tilraun varðandi loftbrú er það vart á færi venjulegs fólks að fljúga innanlands og það neyðist því til að keyra illa farna vegi landsins gegn vilja stjórnvalda ( sem vilja draga úr umferð) á boðuðu kílómetragjaldi. Allt er þetta hinn mesti tvískinnungur. Vegna þess að þessi akstur og eða flugferðir eru oftar en ekki ekkert val. Þetta er pólitísk stefna. Stefna sem um langt skeið hefur snúist um að þjappa nauðsynlegri opinberri þjónustu á höfuðborgarsvæðið með tilheyrandi kostnaði samanber uppbyggingu Landsspítalans á umferðareyju við Hringbraut. Landsbyggðin þarf ekki fleiri þverhandarþykkar skýrslur um stöðu mála. Heldur miklu frekar almennar aðgerðir sem gera hana eftirsóknarverðari fyrir fólk og fyrirtæki. Við erum ein þjóð í einu landi Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun