Ronaldo vantar 101 mark til að ná markmiði sínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2024 07:31 Stefnir á að skora alls 1000 mörk á ferlinum áður en hann leggur skóna á hilluna. Emin Sansar/Getty Images Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo virðist ekki vera farinn að íhuga það að leggja skóna á hilluna. Hann er einu marki frá marki númer 900 á ferlinum en hann stefnir á að skora 1000 mörk áður en skórnir fara upp í hillu. Það sem meira er, öll mörkin til þessa eru til á myndbandi. Ronaldo ræddi við sinn fyrrum félaga Rio Ferdinand á dögunum en þeir spiluðu lengi vel saman hjá Manchester United. Þar fór hinn nærri fertugi Ronaldo, sem í dag spilar með Al Nassr í Sádi-Arabíu yfir draum sinn um að skora 1000 mörk. „Ef ég helst heill og sleppi við öll meiðsli þá er þetta það mikilvægasta fyrir mig. Fyrir mér væri þetta það merkasta sem ég gæti gert í fótbolta, fyrst að skora 900 mörk og eftir það væri markmiðið að skora 1000 mörk.“ Ronaldo fór um víðan völl í viðtalinu en mörk skoruð eru honum ofarlega í huga. Hann var þá fljótur að benda á að hans myndbönd eru öll til á myndbandi en það verður ekki sagt um aðra leikmenn sem eru taldir meðal markahæstu manna knattspyrnunnar frá upphafi. Þar má til að mynda nefna Pele og Aldredo Di Stefano. Cristiano Ronaldo wants to make sure there’s evidence of every single one of his goals 😅 pic.twitter.com/YsIM6Dt15Z— ESPN UK (@ESPNUK) August 28, 2024 „Öll mörk sem ég hef skoðað eru til á myndbandi. Hlustaðu, ég virði þá báða og ef þú vilt fleiri mörk get ég sýnt þér myndbönd af mörkum á æfingu. Fólk er hrifið af þessum leikmanni eða telur þennan þann besta, mér er alveg sama um það,“ sagði Ronaldo enn fremur sem virðist ætla leggja allt í sölurnar til að skora mörkin þúsund. Þessi magnaði framherji telur að hann gæti náð þeim áfanga á næstu tveimur árum eða svo, það er ef hann sleppur við meiðsli. Hér að neðan má sjá útlistun á mörkunum 899 sem hann hefur skorað til þessa. Tölfræðin er tekin af vefsíðunni Transfermarkt. Lið: Leikir, mörk og stoðsendingar Al Nassr: 68 leikir, 62 mörk og 17 stoðsendingar Juventus: 134 leikir, 101 mark og 22 stoðsendingar Real Madríd: 438 leikir, 450 mörk og 131 stoðsending Manchester United: 346 leikir, 145 mörk og 64 stoðsendingar Sporting: 31 leikur, 5 mörk og 6 stoðsendingar Portúgal (A-landslið, U-21 og U-20): 230 leikir: 136 mörk (Fjöldi stoðsendinga ekki á skrá) Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Ronaldo ræddi við sinn fyrrum félaga Rio Ferdinand á dögunum en þeir spiluðu lengi vel saman hjá Manchester United. Þar fór hinn nærri fertugi Ronaldo, sem í dag spilar með Al Nassr í Sádi-Arabíu yfir draum sinn um að skora 1000 mörk. „Ef ég helst heill og sleppi við öll meiðsli þá er þetta það mikilvægasta fyrir mig. Fyrir mér væri þetta það merkasta sem ég gæti gert í fótbolta, fyrst að skora 900 mörk og eftir það væri markmiðið að skora 1000 mörk.“ Ronaldo fór um víðan völl í viðtalinu en mörk skoruð eru honum ofarlega í huga. Hann var þá fljótur að benda á að hans myndbönd eru öll til á myndbandi en það verður ekki sagt um aðra leikmenn sem eru taldir meðal markahæstu manna knattspyrnunnar frá upphafi. Þar má til að mynda nefna Pele og Aldredo Di Stefano. Cristiano Ronaldo wants to make sure there’s evidence of every single one of his goals 😅 pic.twitter.com/YsIM6Dt15Z— ESPN UK (@ESPNUK) August 28, 2024 „Öll mörk sem ég hef skoðað eru til á myndbandi. Hlustaðu, ég virði þá báða og ef þú vilt fleiri mörk get ég sýnt þér myndbönd af mörkum á æfingu. Fólk er hrifið af þessum leikmanni eða telur þennan þann besta, mér er alveg sama um það,“ sagði Ronaldo enn fremur sem virðist ætla leggja allt í sölurnar til að skora mörkin þúsund. Þessi magnaði framherji telur að hann gæti náð þeim áfanga á næstu tveimur árum eða svo, það er ef hann sleppur við meiðsli. Hér að neðan má sjá útlistun á mörkunum 899 sem hann hefur skorað til þessa. Tölfræðin er tekin af vefsíðunni Transfermarkt. Lið: Leikir, mörk og stoðsendingar Al Nassr: 68 leikir, 62 mörk og 17 stoðsendingar Juventus: 134 leikir, 101 mark og 22 stoðsendingar Real Madríd: 438 leikir, 450 mörk og 131 stoðsending Manchester United: 346 leikir, 145 mörk og 64 stoðsendingar Sporting: 31 leikur, 5 mörk og 6 stoðsendingar Portúgal (A-landslið, U-21 og U-20): 230 leikir: 136 mörk (Fjöldi stoðsendinga ekki á skrá)
Lið: Leikir, mörk og stoðsendingar Al Nassr: 68 leikir, 62 mörk og 17 stoðsendingar Juventus: 134 leikir, 101 mark og 22 stoðsendingar Real Madríd: 438 leikir, 450 mörk og 131 stoðsending Manchester United: 346 leikir, 145 mörk og 64 stoðsendingar Sporting: 31 leikur, 5 mörk og 6 stoðsendingar Portúgal (A-landslið, U-21 og U-20): 230 leikir: 136 mörk (Fjöldi stoðsendinga ekki á skrá)
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira