Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2024 10:05 Ingunn var þungt haldin eftir árásina og þurfti að gangast undir nokkrar aðgerðir. Þá hefur hún glímt við andlegar afleiðingar. Ingunn Björnsdóttir Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. Randa sagði ljóst að maðurinn væri stórhættulegur. Saksóknarinn fór fram á fimm ára dóm að lágmarki en ef dómarinn fellst á kröfuna verður maðurinn ekki látinn laus nema að undangengnu mati. Um er að ræða svokallaða „öryggisvistun“, þar sem menn fá ekki að ganga lausir nema talið sé að samfélaginu stafi ekki lengur hætta af þeim. Maðurinn réðst á Ingunni og kollega hennar á fundi þar sem til umræðu var annað fall hans á prófi. Sagðist hann við réttarhöldinn hafa verið afar ósáttur við Ingunni og fundist hún tala niður til sín. Hann segist ekki iðrast gjörða sinna. Randa sagði við lok réttarhaldanna að árásin gæti aðeins flokkast sem tilraun til manndráps, þrátt fyrir að maðurinn hefði haldið því fram að hann hefði ekki haft í hyggju að myrða Ingunni. Hann skar Ingunni bæði á háls og stakk hana í kviðinn. Þá hélt hann áfram að veita henni áverka eftir að hún hafði dottið í gólfið en stungusárin eru sögð hafa verið á bilinu fimmtán til tuttugu. Randa sagði ljóst að maður sem gæti misst stjórn á skapi sínu með þessum afleiðingum mætti ekki ganga laus. Þá vísaði hann til afstöðu mannsins; að sú þjáning sem hann hefði valdið væri engu meiri en sú þjáning sem Ingunn hefði valdið honum. Saksóknarinn sagði enn fremur ljóst að maðurinn vildi ekki viðurkenna að hann ætti við vandamál að stríða, sem gerði það erfitt að veita honum meðferð. Ástæða væri til að óttast hvað hann myndi gera næst þegar hann lenti í erfiðum aðstæðum. Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Randa sagði ljóst að maðurinn væri stórhættulegur. Saksóknarinn fór fram á fimm ára dóm að lágmarki en ef dómarinn fellst á kröfuna verður maðurinn ekki látinn laus nema að undangengnu mati. Um er að ræða svokallaða „öryggisvistun“, þar sem menn fá ekki að ganga lausir nema talið sé að samfélaginu stafi ekki lengur hætta af þeim. Maðurinn réðst á Ingunni og kollega hennar á fundi þar sem til umræðu var annað fall hans á prófi. Sagðist hann við réttarhöldinn hafa verið afar ósáttur við Ingunni og fundist hún tala niður til sín. Hann segist ekki iðrast gjörða sinna. Randa sagði við lok réttarhaldanna að árásin gæti aðeins flokkast sem tilraun til manndráps, þrátt fyrir að maðurinn hefði haldið því fram að hann hefði ekki haft í hyggju að myrða Ingunni. Hann skar Ingunni bæði á háls og stakk hana í kviðinn. Þá hélt hann áfram að veita henni áverka eftir að hún hafði dottið í gólfið en stungusárin eru sögð hafa verið á bilinu fimmtán til tuttugu. Randa sagði ljóst að maður sem gæti misst stjórn á skapi sínu með þessum afleiðingum mætti ekki ganga laus. Þá vísaði hann til afstöðu mannsins; að sú þjáning sem hann hefði valdið væri engu meiri en sú þjáning sem Ingunn hefði valdið honum. Saksóknarinn sagði enn fremur ljóst að maðurinn vildi ekki viðurkenna að hann ætti við vandamál að stríða, sem gerði það erfitt að veita honum meðferð. Ástæða væri til að óttast hvað hann myndi gera næst þegar hann lenti í erfiðum aðstæðum.
Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira