Ein óvæntustu úrslit sögunnar: „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 07:32 Carlos Alcaraz tapaði úrslitaleik Ólympíuleikanna í París og er nú úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í annarri umferð. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Carlos Alcaraz er úr leik á Opna bandaríska risamótinu í tennis eftir mjög óvænt tap á móti Hollendingnum Botic Van De Zandschulp í annarri umferð í nótt. Þriðji efsti maður heimslistans þótti líklegur til afreka á mótinu í New York en var ólíkur sjálfum sér í þessum leik. Van De Zandschulp, sem er aðeins í 74. sæti á heimslistans, vann leikinn í þremur settum 6-1, 7-5 og 6-4. Hollendingurinn Botic van De Zandschulp fagnar sigri sínum á Carlos Alcaraz í nótt.EPA-EFE/SARAH YENESEL Með þessu endaði fimmtán leikja sigurganga Alcaraz á risamótum í ár en hann var búinn að vinna bæði Opna franska og Wimbledon mótið á þessu ári. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við „Ég var að keppa við sjálfan mig, í huganum, allan leikinn. Í tennis ertu að spila við mótherja sem vill það sama og þú, sem er að vinna. Þú verður að halda ró þinni og reyna að gera góða hluti. Í dag var ég að spila á móti mótherja mínum en líka að spila við sjálfan mig í huganum. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við,“ sagði Carlos Alcaraz. Botic van de Zandschulp just knocked Carlos Alcaraz out of the US Open! pic.twitter.com/QK3ZrkoPgx— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2024 Alcaraz hefur spilað marga leiki í sumar því hann vann Opna franska í júní og Wimbledon í júlí. Hann fékk síðan silfur á Ólympíuleikunum í París eftir tap á móti Novak Djokovic í úrslitaleiknum. „Líklegast mætti ég ekki með þá orku sem ég þurfti að hafa. Ég vil samt ekki nota það sem afsökun,“ sagði Alcaraz. Ótrúlegt kvöld fyrir mig Mótherji hans var í skýjunum eftir sigurinn. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna ef ég segi alveg eins og er. Þetta hefur verið ótrúlegt kvöld fyrir mig,“ sagði Botic Van De Zandschulp sem kom sér heldur betur á tenniskortið með þessum sigri. Þetta er í fyrsta sinn frá 2006 þar sem einn af þremur efstu röðuðu körlunum á Opna bandaríska meistaramótinu tapar í fyrstu tveimur umferðunum. Í fyrsta sinn á þessari öld Þetta er líka í fyrsta sinn á þessari öld þar sem sigurstranglegasti keppandi mótsins tapar svona snemma. Það gerðist síðast árið 1999 þegar ríkjandi meistari, Patrick Rafter, hætti í annarri umferð vegna meiðsla. Fyrir leikinn í nótt var Alcaraz líka 25-1 á móti mönnum sem voru ekki meðal þeirra fimmtíu efstu í heimi. Eina tapið hafði komið á móti Mikael Ymer (þá í 95. sæti) á Opna ástralska mótinu árið 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Tennis Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Sjá meira
Þriðji efsti maður heimslistans þótti líklegur til afreka á mótinu í New York en var ólíkur sjálfum sér í þessum leik. Van De Zandschulp, sem er aðeins í 74. sæti á heimslistans, vann leikinn í þremur settum 6-1, 7-5 og 6-4. Hollendingurinn Botic van De Zandschulp fagnar sigri sínum á Carlos Alcaraz í nótt.EPA-EFE/SARAH YENESEL Með þessu endaði fimmtán leikja sigurganga Alcaraz á risamótum í ár en hann var búinn að vinna bæði Opna franska og Wimbledon mótið á þessu ári. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við „Ég var að keppa við sjálfan mig, í huganum, allan leikinn. Í tennis ertu að spila við mótherja sem vill það sama og þú, sem er að vinna. Þú verður að halda ró þinni og reyna að gera góða hluti. Í dag var ég að spila á móti mótherja mínum en líka að spila við sjálfan mig í huganum. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við,“ sagði Carlos Alcaraz. Botic van de Zandschulp just knocked Carlos Alcaraz out of the US Open! pic.twitter.com/QK3ZrkoPgx— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2024 Alcaraz hefur spilað marga leiki í sumar því hann vann Opna franska í júní og Wimbledon í júlí. Hann fékk síðan silfur á Ólympíuleikunum í París eftir tap á móti Novak Djokovic í úrslitaleiknum. „Líklegast mætti ég ekki með þá orku sem ég þurfti að hafa. Ég vil samt ekki nota það sem afsökun,“ sagði Alcaraz. Ótrúlegt kvöld fyrir mig Mótherji hans var í skýjunum eftir sigurinn. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna ef ég segi alveg eins og er. Þetta hefur verið ótrúlegt kvöld fyrir mig,“ sagði Botic Van De Zandschulp sem kom sér heldur betur á tenniskortið með þessum sigri. Þetta er í fyrsta sinn frá 2006 þar sem einn af þremur efstu röðuðu körlunum á Opna bandaríska meistaramótinu tapar í fyrstu tveimur umferðunum. Í fyrsta sinn á þessari öld Þetta er líka í fyrsta sinn á þessari öld þar sem sigurstranglegasti keppandi mótsins tapar svona snemma. Það gerðist síðast árið 1999 þegar ríkjandi meistari, Patrick Rafter, hætti í annarri umferð vegna meiðsla. Fyrir leikinn í nótt var Alcaraz líka 25-1 á móti mönnum sem voru ekki meðal þeirra fimmtíu efstu í heimi. Eina tapið hafði komið á móti Mikael Ymer (þá í 95. sæti) á Opna ástralska mótinu árið 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Tennis Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Sjá meira