Óttast að raforkuverð fjórfaldist án inngrips Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 08:30 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, kallar eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda til að koma í veg fyrir frekari hækkun raforkuverðs. Vísir/Einar Formaður Neytendasamtakanna óttast að raforkuverð allt að fjórfaldist verði ekkert gert. Hann segir dæmi um það víða um heim að þak sé sett á raforkuverð fyrir heimilin. „Við töluðum við Alþingismenn núna í haust þegar nýtt frumvarp til raforkulaga var til umræðu um að það þyrfti að setja hámark á raforkuverð til heimila. Heimilin nota bara fimm prósent af raforku sem er framleidd á Íslandi þannig að það ætti að vera lítið mál að selja þá raforku á því sem næst kostnaðarverði,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í Reykjavík síðdegis í gær. Fram kom í nýrri mælingu Hagstofunnar gær að rafmagn og hiti hefði hækkað um 3,3 prósent á milli mánaða. Breki segir þetta áhyggjuefni og nefnir að bæði í Bretlandi og Evrópu hafi verið sett þak á raforkuverð til heimilanna. „Við getum alveg gert það og til dæmis eins og er með vatn: Öll sveitarfélög eru skyldug til að selja öllum heimilum í sveitarfélaginu vatn og mega taka af því tvö prósent arðsemi.“ Vill að lögum verði breytt Hann bætir vðað af heitu vatni megi taka sjö prósent arðsemi og flutningur rafmagns megi skila fimm prósent arðsemi. „Sama á að gilda um raforkusölu til heimilanna. Þetta er bara sjálfsagt mál og ætti að vera lítið mál að leiða í lög.“ Ef ekkert verður að gert, heldurðu að þetta haldi áfram að rjúka svona upp? „Við erum hrædd um það að ef ekkert verður að gert muni aðstaðan hjá okkur verða svipuð og í Norður-Evrópu þar sem raforka hækkaði fyrir nokkrum árum þrefalt, fjórfalt og hefur ekki náð að lækka aftur. Þetta getum við komið í veg fyrir ef við viljum.“ Neytendur Orkumál Tengdar fréttir „Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. 29. ágúst 2024 12:24 Líkur á vaxtalækkun í nóvember aukist vegna minni verðbólgu Líkur hafa aukist á vaxtalækkun í nóvember enda gæti verðbólga hafa hjaðnað í 5,6 prósent í október. Matvælaverðbólga dróst saman hraustlega í nýrri mælingu. „Þótt freistandi sé að þakka innkomu Prís þessa lækkun þykir okkur líklegra að óvænt hækkun liðarins i júlí hafi einfaldlega verið frávik vegna tímabundinna þátta“ sem hafi gengið til ágústmælingu verðbólgu, segir í viðbrögðum frá markaðsviðskiptum Kviku banka. 29. ágúst 2024 16:12 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
„Við töluðum við Alþingismenn núna í haust þegar nýtt frumvarp til raforkulaga var til umræðu um að það þyrfti að setja hámark á raforkuverð til heimila. Heimilin nota bara fimm prósent af raforku sem er framleidd á Íslandi þannig að það ætti að vera lítið mál að selja þá raforku á því sem næst kostnaðarverði,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í Reykjavík síðdegis í gær. Fram kom í nýrri mælingu Hagstofunnar gær að rafmagn og hiti hefði hækkað um 3,3 prósent á milli mánaða. Breki segir þetta áhyggjuefni og nefnir að bæði í Bretlandi og Evrópu hafi verið sett þak á raforkuverð til heimilanna. „Við getum alveg gert það og til dæmis eins og er með vatn: Öll sveitarfélög eru skyldug til að selja öllum heimilum í sveitarfélaginu vatn og mega taka af því tvö prósent arðsemi.“ Vill að lögum verði breytt Hann bætir vðað af heitu vatni megi taka sjö prósent arðsemi og flutningur rafmagns megi skila fimm prósent arðsemi. „Sama á að gilda um raforkusölu til heimilanna. Þetta er bara sjálfsagt mál og ætti að vera lítið mál að leiða í lög.“ Ef ekkert verður að gert, heldurðu að þetta haldi áfram að rjúka svona upp? „Við erum hrædd um það að ef ekkert verður að gert muni aðstaðan hjá okkur verða svipuð og í Norður-Evrópu þar sem raforka hækkaði fyrir nokkrum árum þrefalt, fjórfalt og hefur ekki náð að lækka aftur. Þetta getum við komið í veg fyrir ef við viljum.“
Neytendur Orkumál Tengdar fréttir „Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. 29. ágúst 2024 12:24 Líkur á vaxtalækkun í nóvember aukist vegna minni verðbólgu Líkur hafa aukist á vaxtalækkun í nóvember enda gæti verðbólga hafa hjaðnað í 5,6 prósent í október. Matvælaverðbólga dróst saman hraustlega í nýrri mælingu. „Þótt freistandi sé að þakka innkomu Prís þessa lækkun þykir okkur líklegra að óvænt hækkun liðarins i júlí hafi einfaldlega verið frávik vegna tímabundinna þátta“ sem hafi gengið til ágústmælingu verðbólgu, segir í viðbrögðum frá markaðsviðskiptum Kviku banka. 29. ágúst 2024 16:12 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
„Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. 29. ágúst 2024 12:24
Líkur á vaxtalækkun í nóvember aukist vegna minni verðbólgu Líkur hafa aukist á vaxtalækkun í nóvember enda gæti verðbólga hafa hjaðnað í 5,6 prósent í október. Matvælaverðbólga dróst saman hraustlega í nýrri mælingu. „Þótt freistandi sé að þakka innkomu Prís þessa lækkun þykir okkur líklegra að óvænt hækkun liðarins i júlí hafi einfaldlega verið frávik vegna tímabundinna þátta“ sem hafi gengið til ágústmælingu verðbólgu, segir í viðbrögðum frá markaðsviðskiptum Kviku banka. 29. ágúst 2024 16:12