„Létum bara vaða og það datt inn í dag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2024 19:40 Óli Valur mundar skotfótinn fyrr í sumar. Vísir/Diego Óli Valur Ómarsson kom Stjörnumönnum á bragðið með glæsilegu marki eftir tæplega klukkutíma leik í 3-0 sigri Stjörnunnar gegn FH í kvöld. Lengi vel virtist fátt benda til þess að Stjarnan myndi taka stigin þrjú á Kaplakrikavelli í kvöld, en mark Óla Vals gaf Stjörnumönnum byr undir báða vængi. „Þeir byrjuðu mjög þétt og við vorum í erfiðleikum með að brjóta þá. Við komumst í ágætar stöður inn á milli, en náðum ekki að nýta það,“ sagði Óli Valur í viðtali við Vísi í leikslok. „Síðan þegar þeir urðu þreyttir og við héldum meira í boltann þá náðum við að opna meira svæði og þá lak þetta inn.“ Óli Valur kom Stjörnunni yfir með góðu skoti af löngu færi og liðsfélagi hans, Guðmundur Baldvin Nökkvason, skoraði svo keimlíkt mark rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Óli segir að mögulega hafi liðinu einmitt bara vantað gott langskot til að brjóta ísinn. „Við vorum búnir að keyra mikið á þá og áttum bara eftir að klára sóknirnar okkar. Við létum bara vaða og það datt inn í dag.“ Þá segir hann Stjörnuliðið einnig hafa unnið góða varnarvinnu í leik kvöldsins. „Við vorum helvíti þéttir í dag. Þeir komust kannski í eitthvað svona klafs inni í teignum, en fyrir utan það voru engin færi sem ég man eftir þar sem maður var eitthvað skelkaður. Varnarlega gerðum við virkilega vel í dag.“ Að lokum vildi hann svo ekkert gefa fyrir hitann sem færðist í leikinn eftir því sem á leið og vildi frekar einbeita sér að því að Stjarnan á enn nokkuð góðan möguleika á Evrópusæti. „Þetta er bara hluti af leiknum. Það er alltaf gaman að spila þegar eitthvað er undir og þá verður hiti í mönnum. Það var klárlega þannig í dag.“ „Það er allavega möguleiki á Evrópusæti og við erum allavga í topp sex. Það er bara markmiðið eins og staðan er núna að bara vinna þá leiki sem eftir eru,“ sagði Óli að lokum. Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Lengi vel virtist fátt benda til þess að Stjarnan myndi taka stigin þrjú á Kaplakrikavelli í kvöld, en mark Óla Vals gaf Stjörnumönnum byr undir báða vængi. „Þeir byrjuðu mjög þétt og við vorum í erfiðleikum með að brjóta þá. Við komumst í ágætar stöður inn á milli, en náðum ekki að nýta það,“ sagði Óli Valur í viðtali við Vísi í leikslok. „Síðan þegar þeir urðu þreyttir og við héldum meira í boltann þá náðum við að opna meira svæði og þá lak þetta inn.“ Óli Valur kom Stjörnunni yfir með góðu skoti af löngu færi og liðsfélagi hans, Guðmundur Baldvin Nökkvason, skoraði svo keimlíkt mark rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Óli segir að mögulega hafi liðinu einmitt bara vantað gott langskot til að brjóta ísinn. „Við vorum búnir að keyra mikið á þá og áttum bara eftir að klára sóknirnar okkar. Við létum bara vaða og það datt inn í dag.“ Þá segir hann Stjörnuliðið einnig hafa unnið góða varnarvinnu í leik kvöldsins. „Við vorum helvíti þéttir í dag. Þeir komust kannski í eitthvað svona klafs inni í teignum, en fyrir utan það voru engin færi sem ég man eftir þar sem maður var eitthvað skelkaður. Varnarlega gerðum við virkilega vel í dag.“ Að lokum vildi hann svo ekkert gefa fyrir hitann sem færðist í leikinn eftir því sem á leið og vildi frekar einbeita sér að því að Stjarnan á enn nokkuð góðan möguleika á Evrópusæti. „Þetta er bara hluti af leiknum. Það er alltaf gaman að spila þegar eitthvað er undir og þá verður hiti í mönnum. Það var klárlega þannig í dag.“ „Það er allavega möguleiki á Evrópusæti og við erum allavga í topp sex. Það er bara markmiðið eins og staðan er núna að bara vinna þá leiki sem eftir eru,“ sagði Óli að lokum.
Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira