„Við munum ekkert fá mörg svona mörk“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2024 19:52 Jökull var eðlilega sáttur með stigin þrjú. Vísir/Diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega sáttur með leik sinna manna eftir 3-0 sigur gegn FH í 21. umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þrátt fyrir þriggja marka sigur þurftu Stjörnumenn að hafa fyrir hlutunum í kvöld. FH-ingar voru hættulegri framan af leik, en eftir að gestirnir úr Garðabænum komust yfir eftir um klukkutíma leik fór allt að smella fyrir þá bláklæddu. „Við vorum svolítið lengi að aðlaga okkur að því hvernig þeir sátu bara í blokkinni sinni og fórum að reyna erfiða hluti sem endaði með því að við vorum í rauninni að rétta þeim alltaf boltann,“ sagði Jökull í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur og það er alltaf mjög erfitt að koma hingað. Það er alltaf erfitt að spila á móti FH. Þeir fengu slatta af færum, mikið úr hornspyrnum, svona klafs, og svo spörkum við honum einu sinni bara beint til þeirra og komast í færi.“ „En fyrir utan það og í seinni hálfleik fannst mér okkur líða vel og við vera með tök á leiknum.“ Þá hrósaði Jökull varnarleik sinna manna. „Ég var mjög ánægður með hvað mér fannst þeir skapa lítið seinni hluta leiks. Liðið var bara þétt, en á tímabili í seinni hálfleik föllum við svolítið aftarlega og erum aðeins passívir í varnarleiknum. En við löguðum það og stigum upp og þá bara bættum við við mörkum.“ Mörkin sem Óli Valur og Guðmundur Baldvin skoruðu fyrir Stjörnuna í kvöld komu bæði með skoti fyrir utan teig. Jökull segir að það sé ekki endilega eitthvað sem liðið vilji treysta á, en að það hafi vissulega verið skemmtilegt að sjá boltann syngja í netinu. „Þetta var skemmtilegt. Þetta eru tveir öflugir spyrnumenn og bara öflugir leikmenn. Mér fannst þetta samt bara vera þannig að við værum búnir að vinna fyrir þessu og mér fannst við eiga þetta skilið. En við munum ekkert fá mörg svona mörk, ég held að það sé alveg ljóst.“ Sigur Stjörnunnar þýðir að liðið er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp. Jökull segir þó að liðið sé bara að einbeita sér að næsta leik, frekar en að vera að horfa á mögulegt Evrópusæti. „Við horfum bara á næsta leik og ætlum að vera betri en við vorum í dag. Við erum að fara að spila á móti Vestra sem er bara erfitt lið að eiga við og brjóta niður og mjög hættulegir fram á við. Þeir eru með öfluga menn þar. Við þurfum bara að vera betri og ef við gerum það þá verð ég sáttur,“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Þrátt fyrir þriggja marka sigur þurftu Stjörnumenn að hafa fyrir hlutunum í kvöld. FH-ingar voru hættulegri framan af leik, en eftir að gestirnir úr Garðabænum komust yfir eftir um klukkutíma leik fór allt að smella fyrir þá bláklæddu. „Við vorum svolítið lengi að aðlaga okkur að því hvernig þeir sátu bara í blokkinni sinni og fórum að reyna erfiða hluti sem endaði með því að við vorum í rauninni að rétta þeim alltaf boltann,“ sagði Jökull í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur og það er alltaf mjög erfitt að koma hingað. Það er alltaf erfitt að spila á móti FH. Þeir fengu slatta af færum, mikið úr hornspyrnum, svona klafs, og svo spörkum við honum einu sinni bara beint til þeirra og komast í færi.“ „En fyrir utan það og í seinni hálfleik fannst mér okkur líða vel og við vera með tök á leiknum.“ Þá hrósaði Jökull varnarleik sinna manna. „Ég var mjög ánægður með hvað mér fannst þeir skapa lítið seinni hluta leiks. Liðið var bara þétt, en á tímabili í seinni hálfleik föllum við svolítið aftarlega og erum aðeins passívir í varnarleiknum. En við löguðum það og stigum upp og þá bara bættum við við mörkum.“ Mörkin sem Óli Valur og Guðmundur Baldvin skoruðu fyrir Stjörnuna í kvöld komu bæði með skoti fyrir utan teig. Jökull segir að það sé ekki endilega eitthvað sem liðið vilji treysta á, en að það hafi vissulega verið skemmtilegt að sjá boltann syngja í netinu. „Þetta var skemmtilegt. Þetta eru tveir öflugir spyrnumenn og bara öflugir leikmenn. Mér fannst þetta samt bara vera þannig að við værum búnir að vinna fyrir þessu og mér fannst við eiga þetta skilið. En við munum ekkert fá mörg svona mörk, ég held að það sé alveg ljóst.“ Sigur Stjörnunnar þýðir að liðið er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp. Jökull segir þó að liðið sé bara að einbeita sér að næsta leik, frekar en að vera að horfa á mögulegt Evrópusæti. „Við horfum bara á næsta leik og ætlum að vera betri en við vorum í dag. Við erum að fara að spila á móti Vestra sem er bara erfitt lið að eiga við og brjóta niður og mjög hættulegir fram á við. Þeir eru með öfluga menn þar. Við þurfum bara að vera betri og ef við gerum það þá verð ég sáttur,“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira