Vildarpunktarnir eru runnir út Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 2. september 2024 08:03 Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um helgina og er eitt sem stendur upp úr að fundi loknum. Vildarpunktar forystu Sjálfstæðisflokksins eru runnir út. Markmið fundarins var að ræða stöðu flokksins við forystuna. Ég spyr þá: Hvar átti sú umræða sér stað? Talað var um að opin umræða myndi eiga sér stað þar sem fundargestum gæfist færi á því að spyrja forystuna út í stöðu flokksins. Sú umræða hefur greinilega átt sér stað í lokuðu herbergi utan fundarins þar sem að eini maðurinn sem tók á móti spurningum var Óli Björn Kárason, fyrrverandi formaður þingflokksins. Það tengdist breytingartillögum vegna stjórnmálaályktunar. Ungir sjálfstæðismenn fengu ekki að taka til máls í pontu á fundinum en fengu þó klukkutíma pláss í beinni útsendingu á Youtube-rás flokksins. Sjálfur ætlaði ég að taka viðtal við sveitarstjórnarmenn um stöðu flokksins og hvaða breytingar þeir teldu að þyrfti að eiga sér stað til að endurheimta fylgi flokksins. Valhöll fékk sendar upplýsingar um umræðuefni og viðmælendur og ekki leið á löngu þar til að Valhöll hafði samband til baka og greindi frá því að að flokkurinn vildi ekki að staða flokksins yrði rædd út á við. Því þyrfti að taka fyrir annað umræðuefni. Þess í stað lagði starfsmaður Valhallar góðlátlega til að við myndum ræða fasteignamarkaðinn. Það er alveg með ólíkindum að flokkur sem státar sig af því að hafa fært Íslendingum frjálst útvarp stundi ritskoðun á sínum eigin fjölmiðlavettvangi. Stórir flokkar með skýra hugsjón - eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem ég skráði mig í var - eiga ekki að óttast opinskáar umræður um hvað megi betur fara. Það var óþægileg spenna í loftinu þar sem að menn biðu örvæntingarfullir eftir því að sjá hver viðbrögð forystu flokksins yrðu við könnun Maskínu, þar sem að Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Formaður flokksins reyndi þó að bæta fyrir ábyrgðarleysið, sem borið hefur á undanfarin ár, með því að segja að staðan sé að mestu leyti honum sjálfum að kenna. Hann notaði einnig þá myndlíkingu að Sjálfstæðisflokkurinn væri eins og íþróttalið sem má ekki bara leggjast í jörðina og grenja, heldur verður hann að standa af sér strauminn og þétta raðirnar til að ná betri árangri. Ef líkja á Sjálfstæðisflokknum við íþróttalið þá myndu allir íþróttasérfræðingar landsins vera sammála mér í því að „liðið“ þarf hreinlega að skipta um þjálfara. Ef þjálfarinn er ekki tilbúinn að láta af störfum þá er eðlilegt fyrir aðdáendur að krefjast þess að hann skipti um leikplan eða að leikmönnum sé skipt út. Það þarf allavega mikið að gerast ef að liðið á að komast á verðlaunapall þegar að leiktíðinni er lokið. Ungir sjálfstæðismenn leigðu út skilti þar sem stóð „13,9% - Hvað er planið?“. Niðurstaða fundarins bendir til þess að planið sé að vonast eftir því að Bjarni verði vinsæll eða að syndakladdi flokksins þurrkist út þegar að Bjarni fer. Það er álíka bjartsýnt og að bíða eftir því að Sigmundur Davíð eldi hakkið sitt. Staðan er einfaldlega sú að vildarpunktarnir eru runnir út og við erum á leið í næsta flug. Ef eitthvað á að breytast fyrir kosningar þá þurfa sjálfstæðismenn að vera samstíga í því að hreinsa húsið þannig hægt sé að taka á móti nýjum gestum. Fyrsta skrefið við að leysa vandamál er að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna vandamálið sem er fyrir hendi. Við getum ekki lengur lifað í búbblu Valhallar. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um helgina og er eitt sem stendur upp úr að fundi loknum. Vildarpunktar forystu Sjálfstæðisflokksins eru runnir út. Markmið fundarins var að ræða stöðu flokksins við forystuna. Ég spyr þá: Hvar átti sú umræða sér stað? Talað var um að opin umræða myndi eiga sér stað þar sem fundargestum gæfist færi á því að spyrja forystuna út í stöðu flokksins. Sú umræða hefur greinilega átt sér stað í lokuðu herbergi utan fundarins þar sem að eini maðurinn sem tók á móti spurningum var Óli Björn Kárason, fyrrverandi formaður þingflokksins. Það tengdist breytingartillögum vegna stjórnmálaályktunar. Ungir sjálfstæðismenn fengu ekki að taka til máls í pontu á fundinum en fengu þó klukkutíma pláss í beinni útsendingu á Youtube-rás flokksins. Sjálfur ætlaði ég að taka viðtal við sveitarstjórnarmenn um stöðu flokksins og hvaða breytingar þeir teldu að þyrfti að eiga sér stað til að endurheimta fylgi flokksins. Valhöll fékk sendar upplýsingar um umræðuefni og viðmælendur og ekki leið á löngu þar til að Valhöll hafði samband til baka og greindi frá því að að flokkurinn vildi ekki að staða flokksins yrði rædd út á við. Því þyrfti að taka fyrir annað umræðuefni. Þess í stað lagði starfsmaður Valhallar góðlátlega til að við myndum ræða fasteignamarkaðinn. Það er alveg með ólíkindum að flokkur sem státar sig af því að hafa fært Íslendingum frjálst útvarp stundi ritskoðun á sínum eigin fjölmiðlavettvangi. Stórir flokkar með skýra hugsjón - eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem ég skráði mig í var - eiga ekki að óttast opinskáar umræður um hvað megi betur fara. Það var óþægileg spenna í loftinu þar sem að menn biðu örvæntingarfullir eftir því að sjá hver viðbrögð forystu flokksins yrðu við könnun Maskínu, þar sem að Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Formaður flokksins reyndi þó að bæta fyrir ábyrgðarleysið, sem borið hefur á undanfarin ár, með því að segja að staðan sé að mestu leyti honum sjálfum að kenna. Hann notaði einnig þá myndlíkingu að Sjálfstæðisflokkurinn væri eins og íþróttalið sem má ekki bara leggjast í jörðina og grenja, heldur verður hann að standa af sér strauminn og þétta raðirnar til að ná betri árangri. Ef líkja á Sjálfstæðisflokknum við íþróttalið þá myndu allir íþróttasérfræðingar landsins vera sammála mér í því að „liðið“ þarf hreinlega að skipta um þjálfara. Ef þjálfarinn er ekki tilbúinn að láta af störfum þá er eðlilegt fyrir aðdáendur að krefjast þess að hann skipti um leikplan eða að leikmönnum sé skipt út. Það þarf allavega mikið að gerast ef að liðið á að komast á verðlaunapall þegar að leiktíðinni er lokið. Ungir sjálfstæðismenn leigðu út skilti þar sem stóð „13,9% - Hvað er planið?“. Niðurstaða fundarins bendir til þess að planið sé að vonast eftir því að Bjarni verði vinsæll eða að syndakladdi flokksins þurrkist út þegar að Bjarni fer. Það er álíka bjartsýnt og að bíða eftir því að Sigmundur Davíð eldi hakkið sitt. Staðan er einfaldlega sú að vildarpunktarnir eru runnir út og við erum á leið í næsta flug. Ef eitthvað á að breytast fyrir kosningar þá þurfa sjálfstæðismenn að vera samstíga í því að hreinsa húsið þannig hægt sé að taka á móti nýjum gestum. Fyrsta skrefið við að leysa vandamál er að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna vandamálið sem er fyrir hendi. Við getum ekki lengur lifað í búbblu Valhallar. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun