Handtekin grunuð um innbrot á 22 lúxus heimili á Ibiza Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2024 08:01 Á þessari stillu sést hvernig heimilismaður kemur að þjófunum en honum virðist hafa tekist að reka þá á brott. Guardia Civil Lögregluyfirvöld á Spáni hafa handtekið þrjá, tvo menn og konu, sem eru grunuð um að hafa brotist inn í fjölda íbúða á Ibiza og notað gas til að slæva heimilisfólk. Ránin eru sögð hafa staðið yfir í nokkur ár. Samkvæmt umfjöllun Guardian braust fólkið inn í lúxusíbúðir um miðja nótt, klædd svörtu og með andlit sín hulin. Oft komst það á brott með mikil verðmæti en þegar lögreglu bar að sögðu íbúar svipaða sögu af því að hafa vaknað um morguninn hálf sljóir og utan við sig. Lögreglu fór þá að gruna að þjófarnir beittu gasi áður en þeir létu til skarar skríða. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa rænt að minnsta kosti 22 heimili á Ibiza yfir fimm ára tímabil. #OperacionesGCDetenida una banda de ladrones de viviendas de lujo en Ibiza, utilizaban algún tipo de gas que producía somnolencia para no despertar a los moradores que se encontraban durmiendo en el momento de los roboshttps://t.co/N1NbHM5G2O pic.twitter.com/okc7d9DeA8— Guardia Civil (@guardiacivil) September 1, 2024 Fólkið var handtekið viku eftir innbrot í villu Nick Grimshaw, stjórnanda morgunþáttar Radio 1 á Bretlandseyjum, en hann og fjölskylda hans sváfu á meðan farið var ránshendi um heimilið. Guardian segir þó ekki staðfest að handteknu séu grunuð um það innbrot. Lögregla telur að á umræddum fimm árum hafi verðmæti þýfisins sem fólkið hafði á brott með sér numið um það bil 100 milljóna króna. Þjófarnir náðust eftir að lögreglu tókst að rekja nokkur stolin farartæki. Við húsleit fannst fjöldi hluta sem var saknað eftir innbrotin. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Ránin eru sögð hafa staðið yfir í nokkur ár. Samkvæmt umfjöllun Guardian braust fólkið inn í lúxusíbúðir um miðja nótt, klædd svörtu og með andlit sín hulin. Oft komst það á brott með mikil verðmæti en þegar lögreglu bar að sögðu íbúar svipaða sögu af því að hafa vaknað um morguninn hálf sljóir og utan við sig. Lögreglu fór þá að gruna að þjófarnir beittu gasi áður en þeir létu til skarar skríða. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa rænt að minnsta kosti 22 heimili á Ibiza yfir fimm ára tímabil. #OperacionesGCDetenida una banda de ladrones de viviendas de lujo en Ibiza, utilizaban algún tipo de gas que producía somnolencia para no despertar a los moradores que se encontraban durmiendo en el momento de los roboshttps://t.co/N1NbHM5G2O pic.twitter.com/okc7d9DeA8— Guardia Civil (@guardiacivil) September 1, 2024 Fólkið var handtekið viku eftir innbrot í villu Nick Grimshaw, stjórnanda morgunþáttar Radio 1 á Bretlandseyjum, en hann og fjölskylda hans sváfu á meðan farið var ránshendi um heimilið. Guardian segir þó ekki staðfest að handteknu séu grunuð um það innbrot. Lögregla telur að á umræddum fimm árum hafi verðmæti þýfisins sem fólkið hafði á brott með sér numið um það bil 100 milljóna króna. Þjófarnir náðust eftir að lögreglu tókst að rekja nokkur stolin farartæki. Við húsleit fannst fjöldi hluta sem var saknað eftir innbrotin.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira