Börnin höfðu ekki trú á Gauff en voru rekin í burtu Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 08:01 Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Coco Gauff sem nær ekki að verja titil sinn á US Open. Getty/Luke Hales Bandaríska tenniskonan Coco Gauff nær ekki að verja risatitil sinn á US Open í ár því hún féll í gær úr keppni eftir tap gegn löndu sinni, Emmu Navarro. Ungir krakkar settu svip sinn á lokakafla leiksins. Gauff kom inn í mótið sem sú þriðja besta í heima en tapaði fyrir Navarro, sem er í 13. sæti, í fjórðu umferð mótsins. Navarro vann fyrsta settið 6-3 en Gauff jafnaði með 6-4 sigri. Börn sem að fylgdust með leiknum virtust hins vegar ekki hafa mikla trú á Gauff í oddasettinu því í stöðunni 5-3 fyrir Navarro, þegar Gauff undirbjó uppgjöf, hópuðust börn saman neðst í stúkunni, með risatennisbolta, og gerðu sig klár í að fá eiginhandaráritun að leik loknum. Myndband af þessu má sjá hér að neðan. Coco Gauff's first serve is so shaky that kids are already coming down to get tennis balls signed at 5-3 😂 (Spoiler: She did get broken for the match) pic.twitter.com/xaoMZfwmn6— Sideline Films (@SidelineFilmz) September 1, 2024 Þetta hafði augljós áhrif á Gauff og öryggisverðir sáu á endanum til þess að börnin færu aftur í sín sæti. Gauff tók sér svo sinn tíma í að hefja leik að nýju en það breytti því þó ekki að börnin virtust hafa haft rétt fyrir sér, því Navarro vann settið 6-3 og þar með leikinn. „Í lokin á leikjum þá er börnum leyft að koma með risavaxna tennisbolta til að fá eiginhandaráritun, til marks um að talið sé að leiknum sé alveg að ljúka,“ sagði Chris Fowler í sjónvarpsútsendingu. „Coco sér þetta og hálfpartinn starir á þau til að snúa þeim við, og fer í burtu frá línunni. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Fowler og félagi hans, Chris Evert, tók undir: „Verðirnir hefðu átt að koma í veg fyrir þetta.“ Tapaði í fyrstu umferð síðustu tvö ár í borginni sinni Á meðan að fátt gekk upp hjá Gauff, sem alls nítján sinnum gaf Navarro stig með misheppnuðum uppgjöfum, þá var hin 23 ára Navarro í skýjunum eftir leik: „Ég tapaði í fyrstu umferð síðustu tvö ár svo það er frekar klikkað að vera núna komin í átta manna úrslitin,“ sagði Navarro í New York í gær. Emma Navarro er á heimavelli á US Open.Getty/Fatih Aktas „Þetta er borgin sem ég fæddist í og manni finnst það alveg einstakt að spila hérna,“ sagði Navarro sem einnig vann Gauff í 16 manna úrslitum á Wimbledon-mótinu fyrir tveimur mánuðum. Hún sýndi andstæðingi sínum virðingu og sagði: „Coco er stórkostlegur spilari. Ég ber endalausa virðingu fyrir henni og ég veit að hún á eftir að koma hingað aftur og vinna þetta mót að nýju.“ Tennis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Gauff kom inn í mótið sem sú þriðja besta í heima en tapaði fyrir Navarro, sem er í 13. sæti, í fjórðu umferð mótsins. Navarro vann fyrsta settið 6-3 en Gauff jafnaði með 6-4 sigri. Börn sem að fylgdust með leiknum virtust hins vegar ekki hafa mikla trú á Gauff í oddasettinu því í stöðunni 5-3 fyrir Navarro, þegar Gauff undirbjó uppgjöf, hópuðust börn saman neðst í stúkunni, með risatennisbolta, og gerðu sig klár í að fá eiginhandaráritun að leik loknum. Myndband af þessu má sjá hér að neðan. Coco Gauff's first serve is so shaky that kids are already coming down to get tennis balls signed at 5-3 😂 (Spoiler: She did get broken for the match) pic.twitter.com/xaoMZfwmn6— Sideline Films (@SidelineFilmz) September 1, 2024 Þetta hafði augljós áhrif á Gauff og öryggisverðir sáu á endanum til þess að börnin færu aftur í sín sæti. Gauff tók sér svo sinn tíma í að hefja leik að nýju en það breytti því þó ekki að börnin virtust hafa haft rétt fyrir sér, því Navarro vann settið 6-3 og þar með leikinn. „Í lokin á leikjum þá er börnum leyft að koma með risavaxna tennisbolta til að fá eiginhandaráritun, til marks um að talið sé að leiknum sé alveg að ljúka,“ sagði Chris Fowler í sjónvarpsútsendingu. „Coco sér þetta og hálfpartinn starir á þau til að snúa þeim við, og fer í burtu frá línunni. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Fowler og félagi hans, Chris Evert, tók undir: „Verðirnir hefðu átt að koma í veg fyrir þetta.“ Tapaði í fyrstu umferð síðustu tvö ár í borginni sinni Á meðan að fátt gekk upp hjá Gauff, sem alls nítján sinnum gaf Navarro stig með misheppnuðum uppgjöfum, þá var hin 23 ára Navarro í skýjunum eftir leik: „Ég tapaði í fyrstu umferð síðustu tvö ár svo það er frekar klikkað að vera núna komin í átta manna úrslitin,“ sagði Navarro í New York í gær. Emma Navarro er á heimavelli á US Open.Getty/Fatih Aktas „Þetta er borgin sem ég fæddist í og manni finnst það alveg einstakt að spila hérna,“ sagði Navarro sem einnig vann Gauff í 16 manna úrslitum á Wimbledon-mótinu fyrir tveimur mánuðum. Hún sýndi andstæðingi sínum virðingu og sagði: „Coco er stórkostlegur spilari. Ég ber endalausa virðingu fyrir henni og ég veit að hún á eftir að koma hingað aftur og vinna þetta mót að nýju.“
Tennis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira