Þjóðin hefur hlegið saman að þjáningum kvenna í áraraðir Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 2. september 2024 10:01 Ekki fyrir löngu síðan skrifaði ég pistil þar sem ég gagnrýni nauðgunarbrandara um botnlausa tjaldið og hvernig sú orðræða hefur fengið að lifa í áranna rás. Þegar við förum að kafa aðeins dýpra í menninguna okkar sjáum við að í raun hefur kynbundið ofbeldi verið efni í hvern grínþáttinn á fætur öðrum til lengri tíma. Samt erum við svo hissa yfir stöðunni í samfélaginu í dag þar sem kvenfyrirlitning finnst víða og ofbeldi er nær daglegt brauð. Frá því ég var lítil hef ég haft gaman að því að horfa á grínþætti. Fjölskyldan horfði saman á Spaugstofuna sem framan af var stærsta samansafn landsins af pabbabröndurum sem öll gátu hlegið að. En síðan kárnar gamanið þegar horft er á síðari seríur og vitna ég í atriði frá árunum 2005-2006. Þar er Pálmi Gestsson í gervi Guðmundar í Byrginu, hann situr við tölvu og skrifar eftirfarandi: „Vaknaði í morgun og fékk mér kaffi og ristað brauð. Ætlaði að smyrja brauðið með smjöri en smurði það óvart með smjörsýru. Í kjölfarið var mér nauðgað fjórum sinnum. Ætlaði að kæra en sá að þetta hlaut að flokkast undir líknarstarf. Var nauðgað tvisvar í viðbót í kjölfarið. Misnotaði sjálfan mig í þágu Byrgisins í beinu framhaldi. Rifjaðist upp fyrir mér hvað þetta er bindandi starf. Framkvæmdi síðan nákvæma læknisskoðun á sjálfum mér með nýja GSM símanum og með þessu móti spara ég gífurlegan lækniskostnað. Hef hugsanlega óvart sent læknisskoðunina sem myndskilaboð.“ Persónulegi trúbadorinn ætlaði að mæta í Kvennaathvarfið Eins og flestum er minnisstætt var Guðmundur í Byrginu dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot í starfi. Átta konur kærðu hann en mál fjögurra voru felld niður. Þar af var ein þeirra undir lögaldri þegar brotin voru framin. Þetta þótti efni í opnunaratriði Spaugstofunnar á sama tíma og málið var til meðferðar í réttarkerfinu okkar. Þetta mál var eitt það viðamesta sinnar tegunar á þeim tíma og án efa snerti við mörgum persónulega. En hvar fórum við út af sporinu í gríninu og hvers vegna er þjáningar kvenna að finna þar? Meira að segja Fóstbræður gengu svo langt að leika senu þar sem körlum er kennt að beita konurnar sínar líkamlegu ofbeldi svo sjáist ekki á þeim. Helgi persónulegi trúbadorinn söng afsökunarbeiðni til konunnar sinnar fyrir að hafa rotað hana því hann missti stjórn á skapinu sínu. Í texta lagsins segir að nú sé honum runnin reiðin og þegar þátturinn er búinn ætlar hann að koma í Kvennaathvarfið og ná í hana. Flagari Steinda Jr. sem byrlaði Siggu Kling Fyrir nýlegu forsetakosningarnar okkar var Jón Gnarr í viðtali þar sem hann var spurður meðal annars út í lag Tvíhöfða þar sem hann söng „En ég er kominn að skemmta mér, ég vona að enginn nauðgi mér, já ég er kominn að skemmta mér, á ég kannski að nauðga þér?“ Jón hló þegar hann hlustaði á upptökuna og sagði engan ásetning hafa verið á bak við orðin. En hvað er svona fyndið við þetta? Það virðist vera mjög íslenskt fyrirbæri í nútíma menningu að syngja um ofbeldi gegn konum og sýna það jafnvel í myndböndum á borð við Flagarann með Steinda Jr. Þar byrlar hann Siggu Kling og fer heim með hana til að nauðga henni. Er það líka fyndið? Að byrla og nauðga? Hvenær hætti ofbeldi að vera ofbeldi og varð að gríni sem fólk hlær að? Húmor verður að orðræðu. Orðræða verður að menningu. Við sjáum þetta allt í kring um okkur og þessi orðræða hefur færst okkur mun nær eftir því sem árin líða. Áður fyrr var þetta í línulegri dagskrá og í útvarpinu. Ungmenni í dag hafa ekki einungis mörg hver alist upp við óminn af fyrrgreindum þáttum og lögum. Þau fá beint í æð á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum fyrirmyndirnar sínar tala um neyslusögur og ofbeldi sem hefur verið sett í glansbúning. Þetta geta þau hlustað og horft á allan sólarhringinn, alla daga. Samfélagsmiðlar gegnsósa af kvenfyrirlitningu og ofbeldi „Var með eina tvítuga í læstri hliðarlegu á áfangaheimili í gærkvöldi í gömlum leðursófa yndislegt kvöld #þakklátur“. „Náði í mína í Konukoti þær eru game í allt“. Samfélagsmiðlarnir eru gegnsósa af kvenfyrirlitningu og ofbeldi - en hvar er ábyrgðin? Eftir nýlega atburði í samfélaginu okkar, samfélagi þar sem ofbeldi hefur færst í aukana, erum við enn og aftur alltaf að bregðast við hlutum eftir á. Að karlar séu núna að ávarpa unga menn um vopnaburð og fordæma ofbeldi þegar það versta hefur nú þegar gerst er lítill plástur á það gapandi sár sem þessi faraldur er sem við horfum upp á. Þetta vandamál er ekki nýtt og vopnaburður barna og ungmenna raunveruleg staðreynd sem hefur verið áberandi undanfarin ár. Brotið kerfi sem hvorki fyrirbyggir ofbeldi né dregur menn til ábyrgðar Við höfum öll samfélagslegri ábyrgð að mæta, bæði í orði og í verki. Við getum valið að gefa ekki fólki sem viðheldur kvenfyrirlitningu og upphefur neyslu og ofbeldi raddir í samfélaginu okkar. Við getum valið að sniðganga þau sem tala niður til þolenda og þau sem horfast ekki í augu við það að ofbeldið er ekki innfluttur vandi heldur spyr hvorki um aldur, stétt né uppruna. Við getum þrýst á yfirvöldin okkar til að auka fjármagn til fræðslu ungmenna og efla löggæslu í landinu. Við getum þrýst á yfirvöldin til að auka fjármagn til heilbrigðiskerfisins sem á að grípa börnin okkar áður en þau missa tökin. Það er skammarlegt að á meðan ríkisstjórnin skerðir fjárframlag til grunnþjónustu borgara og átök lögreglunnar gegn ofbeldi snúast um það að spyrja náungann hvort sé allt í góðu, eru börn að bera vopn og ofbeldi sjaldan verið jafn sýnilegt og algengt sem nú. Við erum með brotið kerfi sem hvorki tekst að fyrirbyggja ofbeldi né draga ofbeldismenn til ábyrgðar þannig að nei, það er ekki allt í góðu! Við berum öll ábyrgð. Grín að nauðgunum, deilingar af skjáskotum á samfélagsmiðlum af hótunum um ofbeldi vegna fíkniefnaskulda eru normalíseraðar, ofbeldismennirnir sem vilja alltaf fá að „leiðrétta misskilninginn“ um að þeir séu ofbeldismenn og niðrandi tal um þolendur og femínísta eru allt hlutir sem ýta undir kynbundið ofbeldi. Það er enginn að hlæja lengur, núna er tíminn til að taka ábyrgð og hætta að gera lítið úr ofbeldi! Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ekki fyrir löngu síðan skrifaði ég pistil þar sem ég gagnrýni nauðgunarbrandara um botnlausa tjaldið og hvernig sú orðræða hefur fengið að lifa í áranna rás. Þegar við förum að kafa aðeins dýpra í menninguna okkar sjáum við að í raun hefur kynbundið ofbeldi verið efni í hvern grínþáttinn á fætur öðrum til lengri tíma. Samt erum við svo hissa yfir stöðunni í samfélaginu í dag þar sem kvenfyrirlitning finnst víða og ofbeldi er nær daglegt brauð. Frá því ég var lítil hef ég haft gaman að því að horfa á grínþætti. Fjölskyldan horfði saman á Spaugstofuna sem framan af var stærsta samansafn landsins af pabbabröndurum sem öll gátu hlegið að. En síðan kárnar gamanið þegar horft er á síðari seríur og vitna ég í atriði frá árunum 2005-2006. Þar er Pálmi Gestsson í gervi Guðmundar í Byrginu, hann situr við tölvu og skrifar eftirfarandi: „Vaknaði í morgun og fékk mér kaffi og ristað brauð. Ætlaði að smyrja brauðið með smjöri en smurði það óvart með smjörsýru. Í kjölfarið var mér nauðgað fjórum sinnum. Ætlaði að kæra en sá að þetta hlaut að flokkast undir líknarstarf. Var nauðgað tvisvar í viðbót í kjölfarið. Misnotaði sjálfan mig í þágu Byrgisins í beinu framhaldi. Rifjaðist upp fyrir mér hvað þetta er bindandi starf. Framkvæmdi síðan nákvæma læknisskoðun á sjálfum mér með nýja GSM símanum og með þessu móti spara ég gífurlegan lækniskostnað. Hef hugsanlega óvart sent læknisskoðunina sem myndskilaboð.“ Persónulegi trúbadorinn ætlaði að mæta í Kvennaathvarfið Eins og flestum er minnisstætt var Guðmundur í Byrginu dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot í starfi. Átta konur kærðu hann en mál fjögurra voru felld niður. Þar af var ein þeirra undir lögaldri þegar brotin voru framin. Þetta þótti efni í opnunaratriði Spaugstofunnar á sama tíma og málið var til meðferðar í réttarkerfinu okkar. Þetta mál var eitt það viðamesta sinnar tegunar á þeim tíma og án efa snerti við mörgum persónulega. En hvar fórum við út af sporinu í gríninu og hvers vegna er þjáningar kvenna að finna þar? Meira að segja Fóstbræður gengu svo langt að leika senu þar sem körlum er kennt að beita konurnar sínar líkamlegu ofbeldi svo sjáist ekki á þeim. Helgi persónulegi trúbadorinn söng afsökunarbeiðni til konunnar sinnar fyrir að hafa rotað hana því hann missti stjórn á skapinu sínu. Í texta lagsins segir að nú sé honum runnin reiðin og þegar þátturinn er búinn ætlar hann að koma í Kvennaathvarfið og ná í hana. Flagari Steinda Jr. sem byrlaði Siggu Kling Fyrir nýlegu forsetakosningarnar okkar var Jón Gnarr í viðtali þar sem hann var spurður meðal annars út í lag Tvíhöfða þar sem hann söng „En ég er kominn að skemmta mér, ég vona að enginn nauðgi mér, já ég er kominn að skemmta mér, á ég kannski að nauðga þér?“ Jón hló þegar hann hlustaði á upptökuna og sagði engan ásetning hafa verið á bak við orðin. En hvað er svona fyndið við þetta? Það virðist vera mjög íslenskt fyrirbæri í nútíma menningu að syngja um ofbeldi gegn konum og sýna það jafnvel í myndböndum á borð við Flagarann með Steinda Jr. Þar byrlar hann Siggu Kling og fer heim með hana til að nauðga henni. Er það líka fyndið? Að byrla og nauðga? Hvenær hætti ofbeldi að vera ofbeldi og varð að gríni sem fólk hlær að? Húmor verður að orðræðu. Orðræða verður að menningu. Við sjáum þetta allt í kring um okkur og þessi orðræða hefur færst okkur mun nær eftir því sem árin líða. Áður fyrr var þetta í línulegri dagskrá og í útvarpinu. Ungmenni í dag hafa ekki einungis mörg hver alist upp við óminn af fyrrgreindum þáttum og lögum. Þau fá beint í æð á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum fyrirmyndirnar sínar tala um neyslusögur og ofbeldi sem hefur verið sett í glansbúning. Þetta geta þau hlustað og horft á allan sólarhringinn, alla daga. Samfélagsmiðlar gegnsósa af kvenfyrirlitningu og ofbeldi „Var með eina tvítuga í læstri hliðarlegu á áfangaheimili í gærkvöldi í gömlum leðursófa yndislegt kvöld #þakklátur“. „Náði í mína í Konukoti þær eru game í allt“. Samfélagsmiðlarnir eru gegnsósa af kvenfyrirlitningu og ofbeldi - en hvar er ábyrgðin? Eftir nýlega atburði í samfélaginu okkar, samfélagi þar sem ofbeldi hefur færst í aukana, erum við enn og aftur alltaf að bregðast við hlutum eftir á. Að karlar séu núna að ávarpa unga menn um vopnaburð og fordæma ofbeldi þegar það versta hefur nú þegar gerst er lítill plástur á það gapandi sár sem þessi faraldur er sem við horfum upp á. Þetta vandamál er ekki nýtt og vopnaburður barna og ungmenna raunveruleg staðreynd sem hefur verið áberandi undanfarin ár. Brotið kerfi sem hvorki fyrirbyggir ofbeldi né dregur menn til ábyrgðar Við höfum öll samfélagslegri ábyrgð að mæta, bæði í orði og í verki. Við getum valið að gefa ekki fólki sem viðheldur kvenfyrirlitningu og upphefur neyslu og ofbeldi raddir í samfélaginu okkar. Við getum valið að sniðganga þau sem tala niður til þolenda og þau sem horfast ekki í augu við það að ofbeldið er ekki innfluttur vandi heldur spyr hvorki um aldur, stétt né uppruna. Við getum þrýst á yfirvöldin okkar til að auka fjármagn til fræðslu ungmenna og efla löggæslu í landinu. Við getum þrýst á yfirvöldin til að auka fjármagn til heilbrigðiskerfisins sem á að grípa börnin okkar áður en þau missa tökin. Það er skammarlegt að á meðan ríkisstjórnin skerðir fjárframlag til grunnþjónustu borgara og átök lögreglunnar gegn ofbeldi snúast um það að spyrja náungann hvort sé allt í góðu, eru börn að bera vopn og ofbeldi sjaldan verið jafn sýnilegt og algengt sem nú. Við erum með brotið kerfi sem hvorki tekst að fyrirbyggja ofbeldi né draga ofbeldismenn til ábyrgðar þannig að nei, það er ekki allt í góðu! Við berum öll ábyrgð. Grín að nauðgunum, deilingar af skjáskotum á samfélagsmiðlum af hótunum um ofbeldi vegna fíkniefnaskulda eru normalíseraðar, ofbeldismennirnir sem vilja alltaf fá að „leiðrétta misskilninginn“ um að þeir séu ofbeldismenn og niðrandi tal um þolendur og femínísta eru allt hlutir sem ýta undir kynbundið ofbeldi. Það er enginn að hlæja lengur, núna er tíminn til að taka ábyrgð og hætta að gera lítið úr ofbeldi! Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun