Best í heimi? Kristín Björnsdóttir skrifar 2. september 2024 14:00 Í skólastarfi er mikið um alls kyns álitamál. Reyndar svo mikið að á köflum getur það reynst yfirþyrmandi. Ýmsir aðilar takast opinberlega á um skólamálin með kröfur um árangur á fjölbreyttum sviðum. Stjórnmálamenn, fræðingar, spekúlantar og sjálfskipaðir sérfræðingar. Við viljum skora hátt á matslistum og í alþjóðlegum könnunum. Við viljum vera best. En hvernig getum við skorað hátt og orðið best? Hvernig getum við komist á þann stað að samræmdu mælingarnar séu okkur í hag? Hérlendis verður enginn fagmenntaður grunnskólakennari án þess að ganga í gegnum fimm ára háskólanám sem skilar meistaragráðu í fræðunum. Grunnskólakennarar eru vel menntaðir og þeir eru sérfræðingar í kennslu. Einhverra hluta vegna skila þessir vel menntuðu grunnskólakennarar sér ekki til starfa í grunnskólunum. Staðan er sú að grunnskólakennarar fást ekki til starfa og mörg dæmi eru um það að enginn sæki um auglýstar stöður kennara. Þessi alvarlega staða hefur bein áhrif á fagmennsku í skólastarfi og gæði þess. Til að bæta gráu ofan á svart þá er íslenskt námsefni úrelt að miklu leyti og hefur endurnýjun og útgáfu nýs efnis verið verulega ábótavant í mörg ár. Þá er vel við hæfi að velta upp þeirri spurningu hvort starfsaðstæður kennara geri þeim raunverulega kleift að bjóða nemendum upp á bestu mögulegu menntun og hífa okkur upp á fyrrnefndum matslistum og könnunum. Hvað heldur þú? Lesandi góður, þú þarft að gera upp við þig hvað þú vilt bjóða barninu þínu, barnabarninu eða börnum annarra upp á. Íslenskt samfélag þarf að sameinast í því að fjárfesta í kennurum og skapa þeim viðunandi starfsaðstæður til framtíðar. Þá fyrst eigum við möguleika á að verða best í heimi. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í skólastarfi er mikið um alls kyns álitamál. Reyndar svo mikið að á köflum getur það reynst yfirþyrmandi. Ýmsir aðilar takast opinberlega á um skólamálin með kröfur um árangur á fjölbreyttum sviðum. Stjórnmálamenn, fræðingar, spekúlantar og sjálfskipaðir sérfræðingar. Við viljum skora hátt á matslistum og í alþjóðlegum könnunum. Við viljum vera best. En hvernig getum við skorað hátt og orðið best? Hvernig getum við komist á þann stað að samræmdu mælingarnar séu okkur í hag? Hérlendis verður enginn fagmenntaður grunnskólakennari án þess að ganga í gegnum fimm ára háskólanám sem skilar meistaragráðu í fræðunum. Grunnskólakennarar eru vel menntaðir og þeir eru sérfræðingar í kennslu. Einhverra hluta vegna skila þessir vel menntuðu grunnskólakennarar sér ekki til starfa í grunnskólunum. Staðan er sú að grunnskólakennarar fást ekki til starfa og mörg dæmi eru um það að enginn sæki um auglýstar stöður kennara. Þessi alvarlega staða hefur bein áhrif á fagmennsku í skólastarfi og gæði þess. Til að bæta gráu ofan á svart þá er íslenskt námsefni úrelt að miklu leyti og hefur endurnýjun og útgáfu nýs efnis verið verulega ábótavant í mörg ár. Þá er vel við hæfi að velta upp þeirri spurningu hvort starfsaðstæður kennara geri þeim raunverulega kleift að bjóða nemendum upp á bestu mögulegu menntun og hífa okkur upp á fyrrnefndum matslistum og könnunum. Hvað heldur þú? Lesandi góður, þú þarft að gera upp við þig hvað þú vilt bjóða barninu þínu, barnabarninu eða börnum annarra upp á. Íslenskt samfélag þarf að sameinast í því að fjárfesta í kennurum og skapa þeim viðunandi starfsaðstæður til framtíðar. Þá fyrst eigum við möguleika á að verða best í heimi. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar