Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2024 21:32 Þorvaldur segir fyrsta skrefið hafa verið tekið. Vísir/Stöð 2 „Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll. Í dag var greint frá því að svokallað hybrid gras, blanda af grasi og gervigrasi, yrði lögð á Laugardalsvöll. Þá yrði völlurinn alfarið tileinkaður fótbolta. „Ég og Freyr (Ólafsson, formaður FRÍ) í Frjálsíþróttasambandinu höfum átt gott samtal og höfum komið virkilega góðri hreyfingu á málið með ráðherrum,“ bætti Þorvaldur við. Ífyrramálið, þriðjudag, birtist viðtal við Frey hér á Vísi. Þorvaldur segir þetta mál hafa átt hug hans allan sem og tíma síðan hann var kosinn í embætti. „Síðan hefur okkar ágæti Einar borgarstjóri verið mjög hjálplegur í því. Bjarni er gamall fótboltamaður og hjálpar okkur í þessu öllu sem og allir ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar líka, held að öll séu mjög jákvæð á að klára þetta.“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun viljayfirlýsingar á Laugardalsvelli í dag.vísir/Arnar Hvernig voru samtölin við FRÍ og hvað er verið að líta á til framtíðar hvað varðar þjóðarleikvang knattspyrnu annars vegar og frjálsra íþrótta hins vegar? „Ef við horfum á völlinn núna er ekkert að gerast hvorki knattspyrnuna né frjálsíþrótta-sambandið. Til að við horfum fram veginn þurfum við að láta boltann rúlla saman og nú fær frjálsíþróttasambandið vonandi sinn eigin heimavöll á næstu árum. Að sama skapi getum við horft til framtíðar með að hafa knattspyrnuna hér.“ „Hybrid-gras er byrjunin og svo erum við í að horfa á að endurnýja byggingar og annað. Það segir sig sjálft að ef maður byrjar með svona verkefni þá horfir maður til lengri tíma en með mjög jákvæðum huga.“ Um undirlag Laugardalsvallar „Erum með undirlag frá 1958 og gras síðan ég veit ekki hvenær. Erum ekki með undirhita búandi á Íslandi, það er 2024 og að við höfum verið stopp í svona mörg ár er svolítið sorglegt.“ Laugardalsvöllur er ekki svona grænn allan ársins hring.Vísir/Vilhelm „Það sem var jákvæðast við allt þegar við fórum af stað var hvað hljómgrunnurinn var jákvæður með þær hugmyndir sem við settum fram. Raunhæfar hugmyndir sem öll geta sætt sig við en að sama skapi sjá menn fram á að hér verði mjög góður og fallegur völlur.“ „Þetta er þjóðarleikvangurinn, auðvitað talar fólk um hvort annarstaðar eigi að vera annar völlur en það er langtímaplan. Þetta er framtíðarplanið okkar hér.“ „Margar góðar og skemmtilegar minningar, bæði sem leikmaður og áhorfandi. Þetta er góður staður að vera á og gaman að vera hér en það er óþarfi að hafa sömu búningsklefa og þegar ég var að spila,“ sagði Þorvaldur brosandi. Aukinn fjöldi Evrópuleikja og A-landslið kvenna á Kópavogsvelli Staðan á Laugardalsvelli var orðin það slæm að A-landslið kvenna þurfti að leika á Kópavogsvelli og hefur tímabilið karla megin lengst til muna með þátttöku Breiðabliks og síðar í ár Víkings í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Við þurfum að horfa til framtíðar. Þetta er ekki bara mikilvægt fyrir Knattspyrnusambandið heldur alla hreyfinguna. Við sáum það þá - þegar Breiðablik tók þátt í riðlakeppni - að við þurfum að gera eitthvað.“ „Ég veit að öll félögin eru tilbúin að hjálpast að, á einhverjum tímapunkti verður hikst með að færa leiki en við aðlögum okkur að því sem hreyfing og vinnum saman. Þetta eru hagsmunir allra.“ Klippa: Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu Að endingu sagðist Þorvaldur vonast til að framkvæmdir hefjist í haust. „Vonast til að við getum byrjað að grafa og moka. Maður mætir hér með skóflu en við skulum sjá. Það er komið skref, nú byrjum við næsta. Við erum komin af stað.“ Jafnframt sagði formaðurinn að sambandið væri að vinna með Víkingum í hvar liðið myndi spila heimaleiki sína í Sambandsdeild Evrópu þar sem Laugardalsvöllur væri ekki leikfær. Viðtalið við Þorvald má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur Frjálsar íþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Sjá meira
Í dag var greint frá því að svokallað hybrid gras, blanda af grasi og gervigrasi, yrði lögð á Laugardalsvöll. Þá yrði völlurinn alfarið tileinkaður fótbolta. „Ég og Freyr (Ólafsson, formaður FRÍ) í Frjálsíþróttasambandinu höfum átt gott samtal og höfum komið virkilega góðri hreyfingu á málið með ráðherrum,“ bætti Þorvaldur við. Ífyrramálið, þriðjudag, birtist viðtal við Frey hér á Vísi. Þorvaldur segir þetta mál hafa átt hug hans allan sem og tíma síðan hann var kosinn í embætti. „Síðan hefur okkar ágæti Einar borgarstjóri verið mjög hjálplegur í því. Bjarni er gamall fótboltamaður og hjálpar okkur í þessu öllu sem og allir ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar líka, held að öll séu mjög jákvæð á að klára þetta.“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun viljayfirlýsingar á Laugardalsvelli í dag.vísir/Arnar Hvernig voru samtölin við FRÍ og hvað er verið að líta á til framtíðar hvað varðar þjóðarleikvang knattspyrnu annars vegar og frjálsra íþrótta hins vegar? „Ef við horfum á völlinn núna er ekkert að gerast hvorki knattspyrnuna né frjálsíþrótta-sambandið. Til að við horfum fram veginn þurfum við að láta boltann rúlla saman og nú fær frjálsíþróttasambandið vonandi sinn eigin heimavöll á næstu árum. Að sama skapi getum við horft til framtíðar með að hafa knattspyrnuna hér.“ „Hybrid-gras er byrjunin og svo erum við í að horfa á að endurnýja byggingar og annað. Það segir sig sjálft að ef maður byrjar með svona verkefni þá horfir maður til lengri tíma en með mjög jákvæðum huga.“ Um undirlag Laugardalsvallar „Erum með undirlag frá 1958 og gras síðan ég veit ekki hvenær. Erum ekki með undirhita búandi á Íslandi, það er 2024 og að við höfum verið stopp í svona mörg ár er svolítið sorglegt.“ Laugardalsvöllur er ekki svona grænn allan ársins hring.Vísir/Vilhelm „Það sem var jákvæðast við allt þegar við fórum af stað var hvað hljómgrunnurinn var jákvæður með þær hugmyndir sem við settum fram. Raunhæfar hugmyndir sem öll geta sætt sig við en að sama skapi sjá menn fram á að hér verði mjög góður og fallegur völlur.“ „Þetta er þjóðarleikvangurinn, auðvitað talar fólk um hvort annarstaðar eigi að vera annar völlur en það er langtímaplan. Þetta er framtíðarplanið okkar hér.“ „Margar góðar og skemmtilegar minningar, bæði sem leikmaður og áhorfandi. Þetta er góður staður að vera á og gaman að vera hér en það er óþarfi að hafa sömu búningsklefa og þegar ég var að spila,“ sagði Þorvaldur brosandi. Aukinn fjöldi Evrópuleikja og A-landslið kvenna á Kópavogsvelli Staðan á Laugardalsvelli var orðin það slæm að A-landslið kvenna þurfti að leika á Kópavogsvelli og hefur tímabilið karla megin lengst til muna með þátttöku Breiðabliks og síðar í ár Víkings í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Við þurfum að horfa til framtíðar. Þetta er ekki bara mikilvægt fyrir Knattspyrnusambandið heldur alla hreyfinguna. Við sáum það þá - þegar Breiðablik tók þátt í riðlakeppni - að við þurfum að gera eitthvað.“ „Ég veit að öll félögin eru tilbúin að hjálpast að, á einhverjum tímapunkti verður hikst með að færa leiki en við aðlögum okkur að því sem hreyfing og vinnum saman. Þetta eru hagsmunir allra.“ Klippa: Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu Að endingu sagðist Þorvaldur vonast til að framkvæmdir hefjist í haust. „Vonast til að við getum byrjað að grafa og moka. Maður mætir hér með skóflu en við skulum sjá. Það er komið skref, nú byrjum við næsta. Við erum komin af stað.“ Jafnframt sagði formaðurinn að sambandið væri að vinna með Víkingum í hvar liðið myndi spila heimaleiki sína í Sambandsdeild Evrópu þar sem Laugardalsvöllur væri ekki leikfær. Viðtalið við Þorvald má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur Frjálsar íþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Sjá meira