Næsthæsti maður heims þarf að sofa á gólfinu í París Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 08:33 Morteza Mehrzad er 246 sentímetrar og því mun hærri en flestir liðsfélagar hans. Getty/Jens Büttner Einn af þeim sem óhjákvæmilega vekja hvað mesta athygli á Ólympíumóti fatlaðra er Morteza Mehrzad enda er hann næsthávaxnasti maður heims, eða 2,46 metrar að hæð. Að vera svo hávaxinn hefur sína kosti og galla. Mehrzad keppir fyrir Íran í sitjandi blaki og þar gefur hæðin honum vissulega ákveðna kosti. Mehrzad er enda tvöfaldur ólympíumótsmeistari og stefnir á þriðja titilinn í París. En einn galli við það að vera svo hávaxinn er að rúmin í ólympíuþorpinu í París eru ekki nægilega stór og því þarf Mehrzad hreinlega að sofa á gólfinu. Fékk sérútbúið rúm í Tókýó „Í Tókýó [á ÓL 2021] voru þeir með sérútbúið rúm fyrir hann en því miður er það ekki þannig hérna,“ sagði Hadi Rezaeigarkani, aðalþjálfari íranska liðsins, við Olympics.com. „Þess vegna verður hann að sofa á gólfinu.“ „Hann er ekki með sérútbúið rúm en hann er með aðalmarkmiðið efst í huga. Það skiptir hann ekki máli hvort hann þurfi að sofa á gólfinu eða fái ekki nóg að borða. Hann hugsar bara um það að verða meistari,“ sagði Rezaeigarkani. VIDEO: Morteza Mehrzad, the 'giant' lynchpin of Iran's sitting volleyball team.At an imposing 2.46 metres (8 ft 0.85 in), Mehrzad is the second tallest living man in the world and the tallest athlete ever to compete in the Paralympics, according to the International Paralympic… pic.twitter.com/XCl0vYUnJb— AFP News Agency (@AFP) August 30, 2024 Íran hefur haft algjöra yfirburði í sitjandi blaki því liðið hefur unnið til gullverðlauna á sjö af níu Ólympíumótum fatlaðra frá því að það tók fyrst þátt í Seúl 1988. Mehrzad vann fyrst gull árið 2016 í Ríó, og varð þar með hávaxnasti ólympíumótsmeistari sögunnar. Með æsavöxt og slasaðist í reiðhjólaslysi Hann greindist með æsavöxt (e. acromegaly), sjaldgæfan sjúkdóm sem stafar af offramleiðslu vaxtarhormóns á fullorðinsárum. Hann lenti í reiðhjólaslysi sem unglingur sem hefti vöxt hægri fótleggsins, sem nú er 15 sentímetrum styttri en sá vinstri og því þarf þessi 36 ára íþróttamaður stundum að nota hjólastól. Morteza Mehrzad er tvöfaldur ólympíumótsmeistari og var valinn bestur í Tókýó á síðasta móti.Getty/Jens Büttner Lokaði sig inni en er nú íþróttastjarna Landsliðsþjálfarinn uppgötvaði Mehrzad þegar hann sá hann í raunveruleikasjónvarpsþætti árið 2011, og gleðst yfir því að hann sé nú orðinn að íþróttastjörnu. „Ég held að Morteza hafi verið inni í herberginu sínu í ellefu ár, án þess að fara út. Af því að hann er hæstur allra þá vildi hann ekki fara út og kunni ekki við að allir væru að stara á hann. En núna horfa allir á hann sem meistara,“ sagði Rezaeigarkani. Eftir sigurinn í Ríó vann Mehrzad aftur í Tókýó 2021 og var valinn verðmætasti leikmaðurinn. Þjálfarinn segir hann mikilvægasta leikmann íranska liðsins en vill ekki ganga svo langt að telja hann þann besta í sögunni. Mikilvægustu skilaboðin séu hins vegar þau að allir í heiminum hafi yfir hæfileikum að búa og það þurfi bara að leita eftir þeim. Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Mehrzad keppir fyrir Íran í sitjandi blaki og þar gefur hæðin honum vissulega ákveðna kosti. Mehrzad er enda tvöfaldur ólympíumótsmeistari og stefnir á þriðja titilinn í París. En einn galli við það að vera svo hávaxinn er að rúmin í ólympíuþorpinu í París eru ekki nægilega stór og því þarf Mehrzad hreinlega að sofa á gólfinu. Fékk sérútbúið rúm í Tókýó „Í Tókýó [á ÓL 2021] voru þeir með sérútbúið rúm fyrir hann en því miður er það ekki þannig hérna,“ sagði Hadi Rezaeigarkani, aðalþjálfari íranska liðsins, við Olympics.com. „Þess vegna verður hann að sofa á gólfinu.“ „Hann er ekki með sérútbúið rúm en hann er með aðalmarkmiðið efst í huga. Það skiptir hann ekki máli hvort hann þurfi að sofa á gólfinu eða fái ekki nóg að borða. Hann hugsar bara um það að verða meistari,“ sagði Rezaeigarkani. VIDEO: Morteza Mehrzad, the 'giant' lynchpin of Iran's sitting volleyball team.At an imposing 2.46 metres (8 ft 0.85 in), Mehrzad is the second tallest living man in the world and the tallest athlete ever to compete in the Paralympics, according to the International Paralympic… pic.twitter.com/XCl0vYUnJb— AFP News Agency (@AFP) August 30, 2024 Íran hefur haft algjöra yfirburði í sitjandi blaki því liðið hefur unnið til gullverðlauna á sjö af níu Ólympíumótum fatlaðra frá því að það tók fyrst þátt í Seúl 1988. Mehrzad vann fyrst gull árið 2016 í Ríó, og varð þar með hávaxnasti ólympíumótsmeistari sögunnar. Með æsavöxt og slasaðist í reiðhjólaslysi Hann greindist með æsavöxt (e. acromegaly), sjaldgæfan sjúkdóm sem stafar af offramleiðslu vaxtarhormóns á fullorðinsárum. Hann lenti í reiðhjólaslysi sem unglingur sem hefti vöxt hægri fótleggsins, sem nú er 15 sentímetrum styttri en sá vinstri og því þarf þessi 36 ára íþróttamaður stundum að nota hjólastól. Morteza Mehrzad er tvöfaldur ólympíumótsmeistari og var valinn bestur í Tókýó á síðasta móti.Getty/Jens Büttner Lokaði sig inni en er nú íþróttastjarna Landsliðsþjálfarinn uppgötvaði Mehrzad þegar hann sá hann í raunveruleikasjónvarpsþætti árið 2011, og gleðst yfir því að hann sé nú orðinn að íþróttastjörnu. „Ég held að Morteza hafi verið inni í herberginu sínu í ellefu ár, án þess að fara út. Af því að hann er hæstur allra þá vildi hann ekki fara út og kunni ekki við að allir væru að stara á hann. En núna horfa allir á hann sem meistara,“ sagði Rezaeigarkani. Eftir sigurinn í Ríó vann Mehrzad aftur í Tókýó 2021 og var valinn verðmætasti leikmaðurinn. Þjálfarinn segir hann mikilvægasta leikmann íranska liðsins en vill ekki ganga svo langt að telja hann þann besta í sögunni. Mikilvægustu skilaboðin séu hins vegar þau að allir í heiminum hafi yfir hæfileikum að búa og það þurfi bara að leita eftir þeim.
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira