Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Bjarki Sigurðsson skrifar 3. september 2024 12:32 Auður Alfa Ólafsdóttir er sérfræðingu hjá ASÍ. vísir/ívar fannar Sérfræðingur hjá Alþýðusambandinu telur frumvarp fjármálaráðherra um upptöku kílómetragjalds koma verst niður á tekjulægri hópum. Þá hefur hún áhyggjur af því að olíufélögin nýti tækifærið til að auka gróðann. Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fram á þingi í haust og kílómetragjaldið taki þá gildi 1. janúar 2025. Gjaldið verður föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra á ökutæki með leyfða heildarþyngd sem nemur þremur og hálfu tonni eða minna. Því myndi ökumaður Toyota Yaris greiða sama gjald og ökumaður Toyota Land Cruiser fyrir hvern kílómetra. Ekki er tekið sérstakt tillit til þyngdar bíla nema þeir séu yfir þremur og hálfu tonni. Í samráðsgátt barst 61 umsögn um frumvarpið, langflestar neikvæðar. Meðal þeirra sem gagnrýna það er Alþýðusamband Íslands. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum hjá ASÍ, segir gjaldið koma verst niður á tekjulægri hópum. Þeir sem séu á stærri og dýrari bílum komi til með að greiða það sama og þeir sem eru á smærri, sparneytnari og ódýrari bílum. Þá sé verið að tefja fyrir orkuskiptunum. „Á meðan við erum að auka þessa gjaldtöku, sem kemur verst niður á þeim tekjulægri, eiga þeir erfiðast með að skipta yfir í rafbíl og á sama tíma hafa ekki þann valkost sem góðar, skilvirkar almenningssamgöngu gætu verið. Tekjulægri hópar eru einhvern veginn fastir í þessu kerfi og komast ekki undan þessari auknu gjaldtöku,“ segir Auður. Samhliða upptöku kílómetragjaldsins er áformað að afnema olíu- og bensíngjöld. Auður telur það geta haft slæm áhrif. „Við erum vön að sjá bensínverðið vera á ákveðnu bili en svona mikil og hröð lækkun getur gert það að verkum að fólk átti sig síður á hvað sé eðlilegt verð fyrir bensínið og mun þá skapa mögulegt svigrúm fyrir olíufélögin að auka álagningu á bensín,“ segir Auður. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Bílar Orkumál Orkuskipti Bensín og olía Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fram á þingi í haust og kílómetragjaldið taki þá gildi 1. janúar 2025. Gjaldið verður föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra á ökutæki með leyfða heildarþyngd sem nemur þremur og hálfu tonni eða minna. Því myndi ökumaður Toyota Yaris greiða sama gjald og ökumaður Toyota Land Cruiser fyrir hvern kílómetra. Ekki er tekið sérstakt tillit til þyngdar bíla nema þeir séu yfir þremur og hálfu tonni. Í samráðsgátt barst 61 umsögn um frumvarpið, langflestar neikvæðar. Meðal þeirra sem gagnrýna það er Alþýðusamband Íslands. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum hjá ASÍ, segir gjaldið koma verst niður á tekjulægri hópum. Þeir sem séu á stærri og dýrari bílum komi til með að greiða það sama og þeir sem eru á smærri, sparneytnari og ódýrari bílum. Þá sé verið að tefja fyrir orkuskiptunum. „Á meðan við erum að auka þessa gjaldtöku, sem kemur verst niður á þeim tekjulægri, eiga þeir erfiðast með að skipta yfir í rafbíl og á sama tíma hafa ekki þann valkost sem góðar, skilvirkar almenningssamgöngu gætu verið. Tekjulægri hópar eru einhvern veginn fastir í þessu kerfi og komast ekki undan þessari auknu gjaldtöku,“ segir Auður. Samhliða upptöku kílómetragjaldsins er áformað að afnema olíu- og bensíngjöld. Auður telur það geta haft slæm áhrif. „Við erum vön að sjá bensínverðið vera á ákveðnu bili en svona mikil og hröð lækkun getur gert það að verkum að fólk átti sig síður á hvað sé eðlilegt verð fyrir bensínið og mun þá skapa mögulegt svigrúm fyrir olíufélögin að auka álagningu á bensín,“ segir Auður.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Bílar Orkumál Orkuskipti Bensín og olía Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira