Lögreglukona bjargaði lífi NFL leikmannsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2024 23:31 Ricky Pearsall er á lífi og er kominn heim til sín. Hann hafði heppnina heldur betur með sér. Getty/Michael Zagaris NFL útherjinn Ricky Pearsall er ekki bara á lífi heldur líka útskrifaður af sjúkrahúsi þrátt fyrir að hafa verið skotinn í brjóstkassann um helgina. Í ljós hefur komið að snör viðbrögð lögreglukonu eiga mikinn þátt í því að ekki fór miklu verr. Ránsmaðurinn sautján ára Pearsall lenti í útistöðum við ungan strák sem reyndi að ræna hann á Union torginu í San Francisco. Ránsmaðurinn, sem var aðeins sautján ára, vildi komast yfir Rolex úrið hans. Þeir börðust um byssu ræningjans sem endaði með því að þeir urðu báðir fyrir skoti. Skotið fór í gegnum brjóstkassa Pearsall. Sem betur fer fyrir hann þá var lögreglukonan Joelle Harrell á svæðinu og hún kom honum fljótt til bjargar. Mögulega mikill blóðmissir „Mikill blóðmissir hefði getað orðið hans stærsta vandamál þarna ef lögreglukonan hefði ekki komið að þarna strax að og hlúð að honum,“ sagði Ian Casselberry hjá Yahoo Sports. Hún bæði veitti honum skyndihjálp en einnig andlega hjálp í erfiðum aðstæðum. „Vertu sterkur, eins og þú værir að spila inn á vellinum, sagði lögreglukonan við Pearsall. Blaðamaður San Francisco Chronicle hefur þetta eftir eiginmanni hennar. „Ég varð að nota hendina mína til að halda fyrir skotsárið svo að loft færi ekki inn í sárið,“ sagði Joelle sjálf við San Francisco Chronicle. Róaði hann niður Hún segir að leikmaðurinn hafi sagt að hann væri fótboltamaður og hann spurði hana að því hvort hann myndi deyja. Hún fullvissaði hann um það að það væri ekki að fara að gerast og tókst að róa hann niður samkvæmt fréttinni hjá Yahoo Sports. Pearsall var valinn af San Francisco 49ers í fyrstu umferð nýliðvalsins og það var því búist við miklu af honum á komandi tímabili. Það verður eitthvað í það að hann spili amerískan fótbolta aftur enda heppinn að vera á lífi. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Í ljós hefur komið að snör viðbrögð lögreglukonu eiga mikinn þátt í því að ekki fór miklu verr. Ránsmaðurinn sautján ára Pearsall lenti í útistöðum við ungan strák sem reyndi að ræna hann á Union torginu í San Francisco. Ránsmaðurinn, sem var aðeins sautján ára, vildi komast yfir Rolex úrið hans. Þeir börðust um byssu ræningjans sem endaði með því að þeir urðu báðir fyrir skoti. Skotið fór í gegnum brjóstkassa Pearsall. Sem betur fer fyrir hann þá var lögreglukonan Joelle Harrell á svæðinu og hún kom honum fljótt til bjargar. Mögulega mikill blóðmissir „Mikill blóðmissir hefði getað orðið hans stærsta vandamál þarna ef lögreglukonan hefði ekki komið að þarna strax að og hlúð að honum,“ sagði Ian Casselberry hjá Yahoo Sports. Hún bæði veitti honum skyndihjálp en einnig andlega hjálp í erfiðum aðstæðum. „Vertu sterkur, eins og þú værir að spila inn á vellinum, sagði lögreglukonan við Pearsall. Blaðamaður San Francisco Chronicle hefur þetta eftir eiginmanni hennar. „Ég varð að nota hendina mína til að halda fyrir skotsárið svo að loft færi ekki inn í sárið,“ sagði Joelle sjálf við San Francisco Chronicle. Róaði hann niður Hún segir að leikmaðurinn hafi sagt að hann væri fótboltamaður og hann spurði hana að því hvort hann myndi deyja. Hún fullvissaði hann um það að það væri ekki að fara að gerast og tókst að róa hann niður samkvæmt fréttinni hjá Yahoo Sports. Pearsall var valinn af San Francisco 49ers í fyrstu umferð nýliðvalsins og það var því búist við miklu af honum á komandi tímabili. Það verður eitthvað í það að hann spili amerískan fótbolta aftur enda heppinn að vera á lífi. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira