Fresta tónlistarhátíð eftir tilmæli frá lögreglu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. september 2024 22:07 „Þetta er auðvitað leiðinlegt en svona er þetta bara. Svo höldum við þessa hátíð bara seinna,“ segir Kristján Sturla. Stíflan Stíflunni, tónlistarhátíð sem átti að fara fram í Árbæ um helgina, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Einn skipuleggjenda segir að ákveðið hafi verið að fresta Stíflunni eftir tilmæli frá lögreglu. Hátíðin átti að fara fram í þriðja skipti á útisvæðinu fyrir ofan Árbæjarlaug á laugardaginn. Birnir, Aron Can og Mammaðín eru meðal þeirra sem áttu að koma fram. „Við fengum tilmæli frá lögreglunni og áttum gott samtal við þau og eftir það samtal ákváðum við að það besta í stöðunni væri að fresta þessu aðeins,“ segir Kristján Sturla Bjarnason einn skipuleggjenda Stíflunnar í samtali við fréttastofu. „Og það voru allir sammála því. Þetta er auðvitað leiðinlegt en svona er þetta bara,“ segir Kristján Sturla. Á Facebook viðburði stíflunnar stendur að tilgangurinn með hátíðinni sé að efla tónlistarmenninguna í úthverfum Reykjavíkur ásamt því að gefa ungu listafólki tækifæri á að koma fram. „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel og verið mjög skemmtileg hátíð. Þannig að við stefnum á að halda hana fljótlega, vonandi,“ segir Kristján Sturla. Aukinn vopnaburður ungmenna hefur verið til umfjöllunar síðustu daga eftir að sautján ára stúlka lét lífið í stunguárás sextán ára pilts á menningarnótt. Fyrr í dag kynnti ríkisstjórnin hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og hefur skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Tónlist Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Mugison og Floni á meðal flytjenda á Stíflunni í Elliðaárdal um helgina Tónlistarhátíðin Stíflan verður endurvakin í Árbænum þann 27. ágúst en um er að ræða risa útitónleika í Árbænum á vegum Tónhyls í samstarfi við Fylki og Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2022 11:32 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Hátíðin átti að fara fram í þriðja skipti á útisvæðinu fyrir ofan Árbæjarlaug á laugardaginn. Birnir, Aron Can og Mammaðín eru meðal þeirra sem áttu að koma fram. „Við fengum tilmæli frá lögreglunni og áttum gott samtal við þau og eftir það samtal ákváðum við að það besta í stöðunni væri að fresta þessu aðeins,“ segir Kristján Sturla Bjarnason einn skipuleggjenda Stíflunnar í samtali við fréttastofu. „Og það voru allir sammála því. Þetta er auðvitað leiðinlegt en svona er þetta bara,“ segir Kristján Sturla. Á Facebook viðburði stíflunnar stendur að tilgangurinn með hátíðinni sé að efla tónlistarmenninguna í úthverfum Reykjavíkur ásamt því að gefa ungu listafólki tækifæri á að koma fram. „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel og verið mjög skemmtileg hátíð. Þannig að við stefnum á að halda hana fljótlega, vonandi,“ segir Kristján Sturla. Aukinn vopnaburður ungmenna hefur verið til umfjöllunar síðustu daga eftir að sautján ára stúlka lét lífið í stunguárás sextán ára pilts á menningarnótt. Fyrr í dag kynnti ríkisstjórnin hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og hefur skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum.
Tónlist Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Mugison og Floni á meðal flytjenda á Stíflunni í Elliðaárdal um helgina Tónlistarhátíðin Stíflan verður endurvakin í Árbænum þann 27. ágúst en um er að ræða risa útitónleika í Árbænum á vegum Tónhyls í samstarfi við Fylki og Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2022 11:32 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Mugison og Floni á meðal flytjenda á Stíflunni í Elliðaárdal um helgina Tónlistarhátíðin Stíflan verður endurvakin í Árbænum þann 27. ágúst en um er að ræða risa útitónleika í Árbænum á vegum Tónhyls í samstarfi við Fylki og Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2022 11:32