„Þær eiga ekki eftir að koma okkur á óvart“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2024 10:01 Nik og Ásta eru klár í slaginn í kvöld. Vísir/arnar Kvennalið Blika á fyrir höndum mikilvægan Evrópuleik í kvöld þegar liðið mætir FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi. Um er að ræða forkeppni í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið spilar til undanúrslita og mætir síðan annað hvort Frankfurt eða Sporting í úrslitaleik um það að komast í umspil um sæti í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er ekkert öðruvísi en deildarleikur í augnablikinu. Það er auðvitað aðeins meiri fjölmiðlaumfjöllun. En tilfinningin er góð, sjálfsöryggið er gott og við höfum spilað vel í síðustu leikjum og skorað mörk. Svo við förum í þetta full sjálfstraust,“ segir Nik Chamberlain, þjálfari Blika, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Nik eyddi allri helginni að horfa á myndefni af FC Minsk. „Ég þekki þær vel og hef sýnt leikmönnunum klippur líka. Svo þær eiga ekki eftir að koma okkur á óvart, nema þær breyti uppstillingunni sem getur gerst, en tel það ólíklegt. Þær eru með sama þjálfara í Meistaradeildinni í fyrra þegar þær spiluðu á móti Bröndby og Vålerenga og ég held að þær muni spila svipað. Við verðum eins vel undirbúin og hægt er.“ „Það er gaman að vera fara aftur í Evrópukeppnina og við erum bara mjög spenntar að mæta nýjum andstæðingum,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Blika, og heldur áfram. „Það er alveg munur að spila svona leiki en venjulegan deildarleik en við erum samt ekki að fara breyta okkar leik. Undirbúningurinn og greiningarnar eru öðruvísi og kannski erfitt að nálgast hin liðin. En það er það sem er gaman í þessu.“ Hér að neðan má sjá viðtölin við Nik og Ástu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18:50. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Sjá meira
Um er að ræða forkeppni í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið spilar til undanúrslita og mætir síðan annað hvort Frankfurt eða Sporting í úrslitaleik um það að komast í umspil um sæti í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er ekkert öðruvísi en deildarleikur í augnablikinu. Það er auðvitað aðeins meiri fjölmiðlaumfjöllun. En tilfinningin er góð, sjálfsöryggið er gott og við höfum spilað vel í síðustu leikjum og skorað mörk. Svo við förum í þetta full sjálfstraust,“ segir Nik Chamberlain, þjálfari Blika, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Nik eyddi allri helginni að horfa á myndefni af FC Minsk. „Ég þekki þær vel og hef sýnt leikmönnunum klippur líka. Svo þær eiga ekki eftir að koma okkur á óvart, nema þær breyti uppstillingunni sem getur gerst, en tel það ólíklegt. Þær eru með sama þjálfara í Meistaradeildinni í fyrra þegar þær spiluðu á móti Bröndby og Vålerenga og ég held að þær muni spila svipað. Við verðum eins vel undirbúin og hægt er.“ „Það er gaman að vera fara aftur í Evrópukeppnina og við erum bara mjög spenntar að mæta nýjum andstæðingum,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Blika, og heldur áfram. „Það er alveg munur að spila svona leiki en venjulegan deildarleik en við erum samt ekki að fara breyta okkar leik. Undirbúningurinn og greiningarnar eru öðruvísi og kannski erfitt að nálgast hin liðin. En það er það sem er gaman í þessu.“ Hér að neðan má sjá viðtölin við Nik og Ástu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18:50.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Sjá meira