Fölsk loforð í boði HMS Elín Káradóttir skrifar 4. september 2024 11:32 Jæja, hvað er að frétta af næstu úthlutun hlutdeildarlána HMS til fyrstu kaupenda? Einhverja hluta vegna benda allir hver á annan og enginn hefur svör. Og því spyr ég hér opinberlega – hvað er að frétta? Getur fjármálaráðherra, innviðaráðherra eða forstjóri HMS svarað? Hlutdeildarlán er lánaúrræði sem stjórnvöld settu á laggirnar fyrir fyrstu kaupendur, til að auðvelda fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Í fyrstu voru ekki margar umsóknir vegna þessara lána, þá aðallega vegna þess að íbúðir sem voru þá í byggingu féllu ekki undir skilyrðin sem voru sett, því bæði íbúðin þurfti að uppfylla ákveðin skilyrði og líka lántakandinn (kaupandinn). Þetta breyttist síðan, þar sem margir byggingaraðilar kusu að hanna íbúðir þannig að þær gætu fallið undir skilyrði um hlutdeildarlán og þannig gætu nýjar íbúðir orðið valkostur fyrir fyrstu kaupendur. Að mörgu leyti eru þessi lán góður valkostur fyrir marga fyrstu kaupendur. Í júní á þessu ári voru samþykkt fjáraukalög til að HMS gæti afgreitt þær umsóknir sem liggja fyrir. Núna í byrjun september er ekkert að frétta. Til eru dæmi þess að byggingarfyrirtæki voru búin að fá samþykki fyrir íbúðum áður en framkvæmdir hófust, með vilyrði fyrir lánveitingu til væntanlegra fyrstu kaupenda þegar húsið væri upprisið og fullbúið. En svo þegar húsið er uppkomið – þá er lokað fyrir lánaumsóknir. Þannig að HMS og stjórnvöld eru að búa til fölsk loforð til byggingarfyrirtækja og fyrstu kaupenda. HMS er búin að samþykkja íbúðirnar og staðfesta það með samningum við byggingarfyrirtækin að það verði veitt Hlutdeildarlán á þær íbúðir sem falla undir skilyrðin. Með þennan samning fyrirliggjandi hefjast framkvæmdir. Þegar húsin eru tilbúin – þá er staðan sú að peningurinn er ekki til. Þannig að HMS lofaði of mörgum og peningurinn kláraðist? Er þetta ásættanlegt? Og ekkert heyrist – enginn getur svarað. Húsnæðisskortur er staðreynd og varla er hægt að hlusta á fréttatíma, öðruvísi en fjallað sé um þau vandamál sem því fylgir. Það er margt ungt fólk sem getur keypt sína fyrstu fasteign með hlutdeildarláni og það eru íbúðir út um allt land, þá sérstalega á landsbyggðinni, að verða tilbúnar til afhendingar. Önnur staðreynd er sú, að margt fólk er að borga háa leigu og jafnvel tvöfalt á við það sem það myndi greiða af húsnæðisláni. Þó það sé efni í annan pistil. Allir benda hvor á annan og enginn skilur af hverju við erum að glíma við húsnæðisvanda. Fólk bendir strax á sveitarfélögin, en ég vil frekar taka saman vikurnar og MÁNUÐINA sem hið opinbera í heild tekur sér í að „samþykkja-skoða-greina“ gagnvart byggingarfélögum. Tíminn kostar byggingaraðila mest, enda eru þeir flestir nú þegar að greiða háa vexti af framkvæmdalánum og þegar hið opinbera býr bæði til fölsk loforð og tekur sér svo margar vikur við hvert samþykktarviðvik, þá er augljóst að byggingarkostnaður bara hækkar og hækkar vegna aukins fjármagnskostnaðar, jafnvel á fullbúnum íbúðum. Á sama tíma tala menn um „vandann“ tengdum hækkunum á fasteignaverði varðandi verðbólguþróun. Hver er fíllinn í herberginu? Finnst fólki þetta kannski bara allt í lagi? Höfundur er fasteignasali og eigandi Byr fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Jæja, hvað er að frétta af næstu úthlutun hlutdeildarlána HMS til fyrstu kaupenda? Einhverja hluta vegna benda allir hver á annan og enginn hefur svör. Og því spyr ég hér opinberlega – hvað er að frétta? Getur fjármálaráðherra, innviðaráðherra eða forstjóri HMS svarað? Hlutdeildarlán er lánaúrræði sem stjórnvöld settu á laggirnar fyrir fyrstu kaupendur, til að auðvelda fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Í fyrstu voru ekki margar umsóknir vegna þessara lána, þá aðallega vegna þess að íbúðir sem voru þá í byggingu féllu ekki undir skilyrðin sem voru sett, því bæði íbúðin þurfti að uppfylla ákveðin skilyrði og líka lántakandinn (kaupandinn). Þetta breyttist síðan, þar sem margir byggingaraðilar kusu að hanna íbúðir þannig að þær gætu fallið undir skilyrði um hlutdeildarlán og þannig gætu nýjar íbúðir orðið valkostur fyrir fyrstu kaupendur. Að mörgu leyti eru þessi lán góður valkostur fyrir marga fyrstu kaupendur. Í júní á þessu ári voru samþykkt fjáraukalög til að HMS gæti afgreitt þær umsóknir sem liggja fyrir. Núna í byrjun september er ekkert að frétta. Til eru dæmi þess að byggingarfyrirtæki voru búin að fá samþykki fyrir íbúðum áður en framkvæmdir hófust, með vilyrði fyrir lánveitingu til væntanlegra fyrstu kaupenda þegar húsið væri upprisið og fullbúið. En svo þegar húsið er uppkomið – þá er lokað fyrir lánaumsóknir. Þannig að HMS og stjórnvöld eru að búa til fölsk loforð til byggingarfyrirtækja og fyrstu kaupenda. HMS er búin að samþykkja íbúðirnar og staðfesta það með samningum við byggingarfyrirtækin að það verði veitt Hlutdeildarlán á þær íbúðir sem falla undir skilyrðin. Með þennan samning fyrirliggjandi hefjast framkvæmdir. Þegar húsin eru tilbúin – þá er staðan sú að peningurinn er ekki til. Þannig að HMS lofaði of mörgum og peningurinn kláraðist? Er þetta ásættanlegt? Og ekkert heyrist – enginn getur svarað. Húsnæðisskortur er staðreynd og varla er hægt að hlusta á fréttatíma, öðruvísi en fjallað sé um þau vandamál sem því fylgir. Það er margt ungt fólk sem getur keypt sína fyrstu fasteign með hlutdeildarláni og það eru íbúðir út um allt land, þá sérstalega á landsbyggðinni, að verða tilbúnar til afhendingar. Önnur staðreynd er sú, að margt fólk er að borga háa leigu og jafnvel tvöfalt á við það sem það myndi greiða af húsnæðisláni. Þó það sé efni í annan pistil. Allir benda hvor á annan og enginn skilur af hverju við erum að glíma við húsnæðisvanda. Fólk bendir strax á sveitarfélögin, en ég vil frekar taka saman vikurnar og MÁNUÐINA sem hið opinbera í heild tekur sér í að „samþykkja-skoða-greina“ gagnvart byggingarfélögum. Tíminn kostar byggingaraðila mest, enda eru þeir flestir nú þegar að greiða háa vexti af framkvæmdalánum og þegar hið opinbera býr bæði til fölsk loforð og tekur sér svo margar vikur við hvert samþykktarviðvik, þá er augljóst að byggingarkostnaður bara hækkar og hækkar vegna aukins fjármagnskostnaðar, jafnvel á fullbúnum íbúðum. Á sama tíma tala menn um „vandann“ tengdum hækkunum á fasteignaverði varðandi verðbólguþróun. Hver er fíllinn í herberginu? Finnst fólki þetta kannski bara allt í lagi? Höfundur er fasteignasali og eigandi Byr fasteignasölu.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun