Fölsk loforð í boði HMS Elín Káradóttir skrifar 4. september 2024 11:32 Jæja, hvað er að frétta af næstu úthlutun hlutdeildarlána HMS til fyrstu kaupenda? Einhverja hluta vegna benda allir hver á annan og enginn hefur svör. Og því spyr ég hér opinberlega – hvað er að frétta? Getur fjármálaráðherra, innviðaráðherra eða forstjóri HMS svarað? Hlutdeildarlán er lánaúrræði sem stjórnvöld settu á laggirnar fyrir fyrstu kaupendur, til að auðvelda fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Í fyrstu voru ekki margar umsóknir vegna þessara lána, þá aðallega vegna þess að íbúðir sem voru þá í byggingu féllu ekki undir skilyrðin sem voru sett, því bæði íbúðin þurfti að uppfylla ákveðin skilyrði og líka lántakandinn (kaupandinn). Þetta breyttist síðan, þar sem margir byggingaraðilar kusu að hanna íbúðir þannig að þær gætu fallið undir skilyrði um hlutdeildarlán og þannig gætu nýjar íbúðir orðið valkostur fyrir fyrstu kaupendur. Að mörgu leyti eru þessi lán góður valkostur fyrir marga fyrstu kaupendur. Í júní á þessu ári voru samþykkt fjáraukalög til að HMS gæti afgreitt þær umsóknir sem liggja fyrir. Núna í byrjun september er ekkert að frétta. Til eru dæmi þess að byggingarfyrirtæki voru búin að fá samþykki fyrir íbúðum áður en framkvæmdir hófust, með vilyrði fyrir lánveitingu til væntanlegra fyrstu kaupenda þegar húsið væri upprisið og fullbúið. En svo þegar húsið er uppkomið – þá er lokað fyrir lánaumsóknir. Þannig að HMS og stjórnvöld eru að búa til fölsk loforð til byggingarfyrirtækja og fyrstu kaupenda. HMS er búin að samþykkja íbúðirnar og staðfesta það með samningum við byggingarfyrirtækin að það verði veitt Hlutdeildarlán á þær íbúðir sem falla undir skilyrðin. Með þennan samning fyrirliggjandi hefjast framkvæmdir. Þegar húsin eru tilbúin – þá er staðan sú að peningurinn er ekki til. Þannig að HMS lofaði of mörgum og peningurinn kláraðist? Er þetta ásættanlegt? Og ekkert heyrist – enginn getur svarað. Húsnæðisskortur er staðreynd og varla er hægt að hlusta á fréttatíma, öðruvísi en fjallað sé um þau vandamál sem því fylgir. Það er margt ungt fólk sem getur keypt sína fyrstu fasteign með hlutdeildarláni og það eru íbúðir út um allt land, þá sérstalega á landsbyggðinni, að verða tilbúnar til afhendingar. Önnur staðreynd er sú, að margt fólk er að borga háa leigu og jafnvel tvöfalt á við það sem það myndi greiða af húsnæðisláni. Þó það sé efni í annan pistil. Allir benda hvor á annan og enginn skilur af hverju við erum að glíma við húsnæðisvanda. Fólk bendir strax á sveitarfélögin, en ég vil frekar taka saman vikurnar og MÁNUÐINA sem hið opinbera í heild tekur sér í að „samþykkja-skoða-greina“ gagnvart byggingarfélögum. Tíminn kostar byggingaraðila mest, enda eru þeir flestir nú þegar að greiða háa vexti af framkvæmdalánum og þegar hið opinbera býr bæði til fölsk loforð og tekur sér svo margar vikur við hvert samþykktarviðvik, þá er augljóst að byggingarkostnaður bara hækkar og hækkar vegna aukins fjármagnskostnaðar, jafnvel á fullbúnum íbúðum. Á sama tíma tala menn um „vandann“ tengdum hækkunum á fasteignaverði varðandi verðbólguþróun. Hver er fíllinn í herberginu? Finnst fólki þetta kannski bara allt í lagi? Höfundur er fasteignasali og eigandi Byr fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Jæja, hvað er að frétta af næstu úthlutun hlutdeildarlána HMS til fyrstu kaupenda? Einhverja hluta vegna benda allir hver á annan og enginn hefur svör. Og því spyr ég hér opinberlega – hvað er að frétta? Getur fjármálaráðherra, innviðaráðherra eða forstjóri HMS svarað? Hlutdeildarlán er lánaúrræði sem stjórnvöld settu á laggirnar fyrir fyrstu kaupendur, til að auðvelda fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Í fyrstu voru ekki margar umsóknir vegna þessara lána, þá aðallega vegna þess að íbúðir sem voru þá í byggingu féllu ekki undir skilyrðin sem voru sett, því bæði íbúðin þurfti að uppfylla ákveðin skilyrði og líka lántakandinn (kaupandinn). Þetta breyttist síðan, þar sem margir byggingaraðilar kusu að hanna íbúðir þannig að þær gætu fallið undir skilyrði um hlutdeildarlán og þannig gætu nýjar íbúðir orðið valkostur fyrir fyrstu kaupendur. Að mörgu leyti eru þessi lán góður valkostur fyrir marga fyrstu kaupendur. Í júní á þessu ári voru samþykkt fjáraukalög til að HMS gæti afgreitt þær umsóknir sem liggja fyrir. Núna í byrjun september er ekkert að frétta. Til eru dæmi þess að byggingarfyrirtæki voru búin að fá samþykki fyrir íbúðum áður en framkvæmdir hófust, með vilyrði fyrir lánveitingu til væntanlegra fyrstu kaupenda þegar húsið væri upprisið og fullbúið. En svo þegar húsið er uppkomið – þá er lokað fyrir lánaumsóknir. Þannig að HMS og stjórnvöld eru að búa til fölsk loforð til byggingarfyrirtækja og fyrstu kaupenda. HMS er búin að samþykkja íbúðirnar og staðfesta það með samningum við byggingarfyrirtækin að það verði veitt Hlutdeildarlán á þær íbúðir sem falla undir skilyrðin. Með þennan samning fyrirliggjandi hefjast framkvæmdir. Þegar húsin eru tilbúin – þá er staðan sú að peningurinn er ekki til. Þannig að HMS lofaði of mörgum og peningurinn kláraðist? Er þetta ásættanlegt? Og ekkert heyrist – enginn getur svarað. Húsnæðisskortur er staðreynd og varla er hægt að hlusta á fréttatíma, öðruvísi en fjallað sé um þau vandamál sem því fylgir. Það er margt ungt fólk sem getur keypt sína fyrstu fasteign með hlutdeildarláni og það eru íbúðir út um allt land, þá sérstalega á landsbyggðinni, að verða tilbúnar til afhendingar. Önnur staðreynd er sú, að margt fólk er að borga háa leigu og jafnvel tvöfalt á við það sem það myndi greiða af húsnæðisláni. Þó það sé efni í annan pistil. Allir benda hvor á annan og enginn skilur af hverju við erum að glíma við húsnæðisvanda. Fólk bendir strax á sveitarfélögin, en ég vil frekar taka saman vikurnar og MÁNUÐINA sem hið opinbera í heild tekur sér í að „samþykkja-skoða-greina“ gagnvart byggingarfélögum. Tíminn kostar byggingaraðila mest, enda eru þeir flestir nú þegar að greiða háa vexti af framkvæmdalánum og þegar hið opinbera býr bæði til fölsk loforð og tekur sér svo margar vikur við hvert samþykktarviðvik, þá er augljóst að byggingarkostnaður bara hækkar og hækkar vegna aukins fjármagnskostnaðar, jafnvel á fullbúnum íbúðum. Á sama tíma tala menn um „vandann“ tengdum hækkunum á fasteignaverði varðandi verðbólguþróun. Hver er fíllinn í herberginu? Finnst fólki þetta kannski bara allt í lagi? Höfundur er fasteignasali og eigandi Byr fasteignasölu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun