Uppgjörið: Valur - ÍBV 31-31 | Allt jafnt í opnunarleiknum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2024 17:45 Valur og ÍBV mættust í bikarúrslitaleiknum á síðasta tímabili og þar höfðu Valsmenn betur. vísir/Hulda Margrét Valur og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli er liðin mættust í opnunarleik Olís-deildar karla í kvöld. Haustbragurinn frægi lét sjá sig í upphafi leiks og bæði lið klikkuðu á hörkufærum í sínum fyrstu sóknum. Þau fundu þó bæði taktinn nokkuð fljótlega og héldust í hendur framan af leik. Eyjamenn virtust þó hafa betri tök á leiknum og gestirnir náðu upp smá forskoti. Liðið náði þriggja marka forystu í stöðunni 9-12, en Valsliðið jafnaði metin á ný skömmu seinna eftir að Óskar Bjarni hafði tekið leikhlé. Gestirnir í ÍBV voru þó enn skrefinu framar og náðu aftur þriggja marka forystu í stöðunni 16-19 þegar stutt var eftir af fyrri hálfleik. Það var hins vegar Færeyingurinn Bjarni Selvindi skoraði síðasta mark hálfleiksins og munurinn því tvö mörk þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 17-19, Eyjamönnum í vil. Síðari hálfleikur var svo keimlíkur þeim fyrri. Liðin skiptust að miklu leyti á að skora, en áfram voru það Eyjamenn sem virtust skrefinu framar. ÍBV hélt tveggja til þriggja marka forskoti og þegar síðari hálfleikur var um það bil hálfnaðir urðu Valsmenn fyrir áfalli þegar Svartfellingurinn Miodrag Corsovic fékk að líta beint rautt spjald fyrir brot á Andra Erlingssyni. Corsovic reif þá aftan í skothönd Andra og lítið annað fyrir þá Anton Gylfa Pálsson og Jónas Elíasson að gera en að senda hann í sturtu. Eyjamenn náðu svo þriggja marka forskoti á ný í stöðunni 27-30 þegar rétt rúmar átta mínútur voru eftir. Valsmenn létu það þó ekki á sig fá, skoruðu næstu fjögur mörk og komust yfir í fyrsta skitpi í leiknum þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Kári Kristján Kristjánsson jafnaði hins vegar metin fyrir Eyjamenn stuttu síðar og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir beggja liða það sem eftir lifði leiks reyndist það síðasta mark leiksins. Niðurstaðan því 31-31 jafntefli og liðin skipta stigunum á milli sín. Atvik leiksins Atvik leiksins átti sér eiginlega stað löngu áður en leikur kvöldsins hófst. Leikskýrslan barst seint upp í blaðamannastúkuna og þar kom í ljós að það vantaði tvo leikmenn í lið ÍBV. Markvörðurinn Petar Jokanovic og vinstri skyttan Marino Gabrieri ferðuðust með liðinu upp á land, en voru utan hóps. Ástæða þess að þessir tveir voru ekki með var líklega sú að ÍBV hafði gleymt að staðfesta félagsskiptin á heimasíðu HSÍ. Petar skrifaði undir nýjan samning við félagið í apríl og Marino gekk til liðs við félagið í maí, en þrátt fyrir það eru þessir tveir leikmenn samningslausir. Stjörnur og skúrkar Pavel Miskevich átti fínasta leik í marki Eyjamanna í fjarveru Petars Jokanovic. Pavel varði 13 skot, þar af eitt víti undir lok leiks og kom þar með í veg fyrir að Valsmenn myndu stela sigrinum. Þá átti Kári Kristján Kristjánsson að mestu gott kvöld fyrir Eyjamenn, ef frá er talið vítaklikk seint í leiknum, og skoraði sjö mörk. Úlfar Páll Monsi Þórðarson var einnig öflugur fyrir Valsliðið og skoraði fimm mörk eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í upphafi leiks. Hins vegar eru einnig nokkrir sem gera tilkall til þess að vera skúrkar kvöldsins. Ísak Gústafsson klikkaði á tveimur vítum fyrir Valsmenn í kvöld og skoraði aðeins fjögur mörk úr ellefu skotum. Bjarni Selvindi þurfti einnig 16 skot til að skora sjö mörk og Miodrag Corsovic gerði sínum mönnum engan greiða með því að næla sér í rautt spjald. Dómararnir Þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson áttu heilt yfir gott kvöld í N1-höllinni í kvöld. Rauða spjaldið á Corsovic var líklega hárréttur dómur og flest vafaatriðin voru þeir félagar með á hreinu. Stemning og umgjörð Umgjörðin í N1-höllinni er alltaf til fyrirmyndar, og á því varð engin breyting í kvöld. Hins vegar var stemningin langt frá því að vera upp á marga fiska. Miðað við að hér var að fara fram opnunarleikur Olís-deildarinnar milli tveggja stórliða í íslenskum handbolta var mætingin slök og lítið sem ekkert heyrðist í áhorfendum á meðan leik stóð. Við vonum að það hafi verið haustbragur á áhorfendum og að þetta muni batna eftir því sem líður á tímabilið. Olís-deild karla Valur ÍBV
Valur og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli er liðin mættust í opnunarleik Olís-deildar karla í kvöld. Haustbragurinn frægi lét sjá sig í upphafi leiks og bæði lið klikkuðu á hörkufærum í sínum fyrstu sóknum. Þau fundu þó bæði taktinn nokkuð fljótlega og héldust í hendur framan af leik. Eyjamenn virtust þó hafa betri tök á leiknum og gestirnir náðu upp smá forskoti. Liðið náði þriggja marka forystu í stöðunni 9-12, en Valsliðið jafnaði metin á ný skömmu seinna eftir að Óskar Bjarni hafði tekið leikhlé. Gestirnir í ÍBV voru þó enn skrefinu framar og náðu aftur þriggja marka forystu í stöðunni 16-19 þegar stutt var eftir af fyrri hálfleik. Það var hins vegar Færeyingurinn Bjarni Selvindi skoraði síðasta mark hálfleiksins og munurinn því tvö mörk þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 17-19, Eyjamönnum í vil. Síðari hálfleikur var svo keimlíkur þeim fyrri. Liðin skiptust að miklu leyti á að skora, en áfram voru það Eyjamenn sem virtust skrefinu framar. ÍBV hélt tveggja til þriggja marka forskoti og þegar síðari hálfleikur var um það bil hálfnaðir urðu Valsmenn fyrir áfalli þegar Svartfellingurinn Miodrag Corsovic fékk að líta beint rautt spjald fyrir brot á Andra Erlingssyni. Corsovic reif þá aftan í skothönd Andra og lítið annað fyrir þá Anton Gylfa Pálsson og Jónas Elíasson að gera en að senda hann í sturtu. Eyjamenn náðu svo þriggja marka forskoti á ný í stöðunni 27-30 þegar rétt rúmar átta mínútur voru eftir. Valsmenn létu það þó ekki á sig fá, skoruðu næstu fjögur mörk og komust yfir í fyrsta skitpi í leiknum þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Kári Kristján Kristjánsson jafnaði hins vegar metin fyrir Eyjamenn stuttu síðar og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir beggja liða það sem eftir lifði leiks reyndist það síðasta mark leiksins. Niðurstaðan því 31-31 jafntefli og liðin skipta stigunum á milli sín. Atvik leiksins Atvik leiksins átti sér eiginlega stað löngu áður en leikur kvöldsins hófst. Leikskýrslan barst seint upp í blaðamannastúkuna og þar kom í ljós að það vantaði tvo leikmenn í lið ÍBV. Markvörðurinn Petar Jokanovic og vinstri skyttan Marino Gabrieri ferðuðust með liðinu upp á land, en voru utan hóps. Ástæða þess að þessir tveir voru ekki með var líklega sú að ÍBV hafði gleymt að staðfesta félagsskiptin á heimasíðu HSÍ. Petar skrifaði undir nýjan samning við félagið í apríl og Marino gekk til liðs við félagið í maí, en þrátt fyrir það eru þessir tveir leikmenn samningslausir. Stjörnur og skúrkar Pavel Miskevich átti fínasta leik í marki Eyjamanna í fjarveru Petars Jokanovic. Pavel varði 13 skot, þar af eitt víti undir lok leiks og kom þar með í veg fyrir að Valsmenn myndu stela sigrinum. Þá átti Kári Kristján Kristjánsson að mestu gott kvöld fyrir Eyjamenn, ef frá er talið vítaklikk seint í leiknum, og skoraði sjö mörk. Úlfar Páll Monsi Þórðarson var einnig öflugur fyrir Valsliðið og skoraði fimm mörk eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í upphafi leiks. Hins vegar eru einnig nokkrir sem gera tilkall til þess að vera skúrkar kvöldsins. Ísak Gústafsson klikkaði á tveimur vítum fyrir Valsmenn í kvöld og skoraði aðeins fjögur mörk úr ellefu skotum. Bjarni Selvindi þurfti einnig 16 skot til að skora sjö mörk og Miodrag Corsovic gerði sínum mönnum engan greiða með því að næla sér í rautt spjald. Dómararnir Þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson áttu heilt yfir gott kvöld í N1-höllinni í kvöld. Rauða spjaldið á Corsovic var líklega hárréttur dómur og flest vafaatriðin voru þeir félagar með á hreinu. Stemning og umgjörð Umgjörðin í N1-höllinni er alltaf til fyrirmyndar, og á því varð engin breyting í kvöld. Hins vegar var stemningin langt frá því að vera upp á marga fiska. Miðað við að hér var að fara fram opnunarleikur Olís-deildarinnar milli tveggja stórliða í íslenskum handbolta var mætingin slök og lítið sem ekkert heyrðist í áhorfendum á meðan leik stóð. Við vonum að það hafi verið haustbragur á áhorfendum og að þetta muni batna eftir því sem líður á tímabilið.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti