Veraldarleiðtogum ber að endurræsa alþjóðlega samvinnu António Guterres skrifar 4. september 2024 17:02 Sameinuðu þjóðirnar hafa boðað til þessa einstaka leiðtogafundar vegna þeirrar alvarlegu staðreyndar að hnattræn vandamál aukast hraðar en þær stofnanir, sem ætlað er að takast á við þau, ráða við. Við sjáum þetta allt í kringum okkur. Ógnarátök og ofbeldisverk valda skelfilegum þjáningum. Sundrung ríkir á alþjóðavettvangi, ójöfnuður og óréttlæti eru hvarvetna, sem grefur undan trausti, elur á erjum, og ýtir undir lýðskrum og öfgastefnur. Aldagömul óáran á borð við fátækt, hungur, mismunun, kven- og kynþáttahatur tekur á sig nýjar myndir. Á sama tíma og við þurfum að glíma við nýjar ógnir svo sem loftslagsglundroða og umhverfisspjöll, þróast ný tækni á borð við gervigreind í siðferðilegu og lagalegu tómarúmi. Á okkar valdi Leiðtogafundur um framtíðina er haldinn í þeirri vissu að lausnirnar séu á okkar valdi. En við þurfum á endurnýjun kerfisins að halda og slíkt er eingöngu á færi veraldarleiðtoga. Þessi kona tapaði lífsviðurværi sínu þegar fellibylur herjaði á Mósambík 2019.UN Photo/Eskinder Debebe Alþjóðleg ákvarðanataka er föst í fortíðinni. Margar alþjóðlegar stofnanir og úrræði eiga rætur að rekja til fimmta áratugar tuttugustu aldar. Þá var nýlendustefnan enn við lýði og hnattvæðing ekki til. Mannréttindi og jafnrétti kynjanna höfðu ekki rutt sér til rúms og mannkynið hafði ekki náð út í geim hvað þá netheim. Þróunarríki föst í skuldafeni Sigurvegarar Heimsstyrjaldarinnar síðari hafa enn tögl og hagldir í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en þar á meginland Afríku ekkert fast sæti. Þróunarlönd eiga undir högg að sækja í fjármálakerfi heimsins. Það tryggir þeim ekki öryggisnet þegar þau lenda í erfiðleikum, með þeim afleiðingum að þau sökkva í skuldafen og geta ekki fjárfest í sínu fólki. Hornsteinn lagður að höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 1949.UN Photo Og alþjóðastofnanir bjóða mörgum þýðingarmiklum gerendum í heimsmálum, svo sem borgaralegu samfélagi eða einkageiranum, takmarkað rými. Ungt fólk, sem erfir framtíðina, er nánast ósýnilegt og komandi kynslóðir eiga sér engan málsvara. Kerfi afa og ömmu dugar ekki lengur Skilaboðin eru einföld: við getum ekki skapað framtíð fyrir barnabörn okkar með kerfi sem var hannað fyrir afa okkar og ömmur. Leiðtogafundurinn um frmatíðina er tækifæri til að endurræsa fjölþjóðlega samvinnu með það í hug að hún henti 21.öldinni. Á meðal þeirra lausna, sem við höfum lagt til eru Ný friðaráætlun (New Agenda for Peace), sem miðar að því að uppfæra alþjóðastofnanir- og úrræði til að koma í veg fyrir og binda enda á átök, þar á meðal Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Konur af sómölsku kyni í austurhluta Eþíópíu.UN Photo/Eskinder Debebe Einnig er í henni hvatt til nýs átaks til að losa heiminn við kjarnorkuvopn og önnur gereyðingarvopn. Ný skilgreining á öryggi Þá er lagt til að útvíkka skilgreiningu á öryggis-hugtakinu til að það nái til kynbundins ofbeldis og myrkraverka glæpagengja. Öryggisógn framtíðarinnar er tekin með í reikninginn og tillit tekið til breytinga á stríðsrekstri og hættunni af því að nýrri tækni verði beitt í hernaði. Við þurfum til dæmis nýtt samkomulag til að banna svokölluð banvæn sjálfvirk vopn, sem geta tekið ákvarðanir upp á líf og dauða án aðkomu mannsins. Nýtt viðskiptamódel Alþjóða fjármálakerfinu ber að endurspegla heiminn eins og hann er í dag. Nauðsyn krefur að það sé betur í stakk búið til að taka forystu í að takast á við áskoranir samtímans á borð við skuldir, sjálfbæra þróun og loftslagsaðgerðir. Þetta felur í sér raunhæfar aðgerðir til að takast á við skuldavanda og auka möguleika fjölþjóða-þróunarbanka til lánveitinga. Breyta þarf viðskiptamódeli þeirra til þess að þróunarríki hafi meiri aðgang að einkafjármagni á viðráðanlegum vöxtum. Kejetia markaðurinn í Kumasi, Ashanti héraði í Gana.Adam Jones Án fjármögnunar munu þróunarríki ekki geta tekist á við helstu framtíðarógnina: loftslagskreppuna. Þau þurfa á fjármagni að halda fyrir orkuskipti; til að snúa baki við eyðandi jarðefnaeldsneyti og nota þess í stað hreina, endurnýjanlega orku. Og eins og leiðtogar lögðu áherslu á á síðasta ári, eru umbætur á alþjóðlega fjármálakerfinu lykilatriði í því að þoka áleiðis hinum brýnu Heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun, en árangur hefur látið á sér standa. Áhættumat um gervigreind Leiðtogafundurinn mun einnig brjóta til mergjar nýja tækni sem hefur hnattræn áhrif. Leita þarf leiða til að brúa stafræna bilið. Semja þarf um sameiginleg grundallarsjónarmið um opna, frjálsa og örugga stafræna framtíð fyrir alla. Ný tækni á borð við gervigreind er í deiglunni á leiðtogafundinum.Shahadat Rahman Við erum rétt að byrja að skilja þá möguleika og áhættu sem fylgir gervigreind, sem er byltingarkennd ný tækni. Við höfum lagt fram sérstakar tillögur um með hvaða hætti ríkisstjórnir, ásamt tæknifyrirtækjum, fræðasamfélaginu og borgaralegu samfélagi, geti unnið að áhættumati um gervigreind. Fylgjast þarf með og milda skaða, auk þess að dreifa þeim ávinningi sem af henni hlýst. Ekki má eftirláta hinum ríku stjórnun gervigreindar. Öllum ríkjum ber að vera með og Sameinuðu þjóðirnar eru reiðubúnar að útvega vettvang til að þess að stefna fólki saman. Virðing fyrir mannréttindum Mannréttindi og jafnrétti kynjanna eru rauður þráður í öllum þessum tillögum. Umbætur á hnattrænni ákvarðanatöku eru óhugsandi án virðingar fyrir öllum mannréttindum og menningarlegri fjölbreytni, sem tryggir fulla þátttöku og forystu kvenna og stúlkna. Við förum fram á endurnýjaða viðleitni til að fjarlægja sögulegar hindranir -lagalegar-, félagslegar og efnahagslegar- sem útiloka konur frá völdum. Nýr heimur Friðflytjendur fimmta áratugarins sköpuðu stofnanir sem áttu þátt í að hindra að Þriðja heimsstyrjöldin brytist út og greiddu götu nýlenduríkja til sjálfstæðis. En þeir myndu ekki þekkja aðstæðurnar í heimimnum í dag. Leiðtogafundurinn um framtíðina er tækifæri til að byggja upp skilvirkari stofnanir hnattrænnar samvinnu með aukinni þátttöku og í takt við 21.öldina og fjölpóla veröld. Ég eggja leiðtoga til að grípa tækifærið. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa boðað til þessa einstaka leiðtogafundar vegna þeirrar alvarlegu staðreyndar að hnattræn vandamál aukast hraðar en þær stofnanir, sem ætlað er að takast á við þau, ráða við. Við sjáum þetta allt í kringum okkur. Ógnarátök og ofbeldisverk valda skelfilegum þjáningum. Sundrung ríkir á alþjóðavettvangi, ójöfnuður og óréttlæti eru hvarvetna, sem grefur undan trausti, elur á erjum, og ýtir undir lýðskrum og öfgastefnur. Aldagömul óáran á borð við fátækt, hungur, mismunun, kven- og kynþáttahatur tekur á sig nýjar myndir. Á sama tíma og við þurfum að glíma við nýjar ógnir svo sem loftslagsglundroða og umhverfisspjöll, þróast ný tækni á borð við gervigreind í siðferðilegu og lagalegu tómarúmi. Á okkar valdi Leiðtogafundur um framtíðina er haldinn í þeirri vissu að lausnirnar séu á okkar valdi. En við þurfum á endurnýjun kerfisins að halda og slíkt er eingöngu á færi veraldarleiðtoga. Þessi kona tapaði lífsviðurværi sínu þegar fellibylur herjaði á Mósambík 2019.UN Photo/Eskinder Debebe Alþjóðleg ákvarðanataka er föst í fortíðinni. Margar alþjóðlegar stofnanir og úrræði eiga rætur að rekja til fimmta áratugar tuttugustu aldar. Þá var nýlendustefnan enn við lýði og hnattvæðing ekki til. Mannréttindi og jafnrétti kynjanna höfðu ekki rutt sér til rúms og mannkynið hafði ekki náð út í geim hvað þá netheim. Þróunarríki föst í skuldafeni Sigurvegarar Heimsstyrjaldarinnar síðari hafa enn tögl og hagldir í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en þar á meginland Afríku ekkert fast sæti. Þróunarlönd eiga undir högg að sækja í fjármálakerfi heimsins. Það tryggir þeim ekki öryggisnet þegar þau lenda í erfiðleikum, með þeim afleiðingum að þau sökkva í skuldafen og geta ekki fjárfest í sínu fólki. Hornsteinn lagður að höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 1949.UN Photo Og alþjóðastofnanir bjóða mörgum þýðingarmiklum gerendum í heimsmálum, svo sem borgaralegu samfélagi eða einkageiranum, takmarkað rými. Ungt fólk, sem erfir framtíðina, er nánast ósýnilegt og komandi kynslóðir eiga sér engan málsvara. Kerfi afa og ömmu dugar ekki lengur Skilaboðin eru einföld: við getum ekki skapað framtíð fyrir barnabörn okkar með kerfi sem var hannað fyrir afa okkar og ömmur. Leiðtogafundurinn um frmatíðina er tækifæri til að endurræsa fjölþjóðlega samvinnu með það í hug að hún henti 21.öldinni. Á meðal þeirra lausna, sem við höfum lagt til eru Ný friðaráætlun (New Agenda for Peace), sem miðar að því að uppfæra alþjóðastofnanir- og úrræði til að koma í veg fyrir og binda enda á átök, þar á meðal Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Konur af sómölsku kyni í austurhluta Eþíópíu.UN Photo/Eskinder Debebe Einnig er í henni hvatt til nýs átaks til að losa heiminn við kjarnorkuvopn og önnur gereyðingarvopn. Ný skilgreining á öryggi Þá er lagt til að útvíkka skilgreiningu á öryggis-hugtakinu til að það nái til kynbundins ofbeldis og myrkraverka glæpagengja. Öryggisógn framtíðarinnar er tekin með í reikninginn og tillit tekið til breytinga á stríðsrekstri og hættunni af því að nýrri tækni verði beitt í hernaði. Við þurfum til dæmis nýtt samkomulag til að banna svokölluð banvæn sjálfvirk vopn, sem geta tekið ákvarðanir upp á líf og dauða án aðkomu mannsins. Nýtt viðskiptamódel Alþjóða fjármálakerfinu ber að endurspegla heiminn eins og hann er í dag. Nauðsyn krefur að það sé betur í stakk búið til að taka forystu í að takast á við áskoranir samtímans á borð við skuldir, sjálfbæra þróun og loftslagsaðgerðir. Þetta felur í sér raunhæfar aðgerðir til að takast á við skuldavanda og auka möguleika fjölþjóða-þróunarbanka til lánveitinga. Breyta þarf viðskiptamódeli þeirra til þess að þróunarríki hafi meiri aðgang að einkafjármagni á viðráðanlegum vöxtum. Kejetia markaðurinn í Kumasi, Ashanti héraði í Gana.Adam Jones Án fjármögnunar munu þróunarríki ekki geta tekist á við helstu framtíðarógnina: loftslagskreppuna. Þau þurfa á fjármagni að halda fyrir orkuskipti; til að snúa baki við eyðandi jarðefnaeldsneyti og nota þess í stað hreina, endurnýjanlega orku. Og eins og leiðtogar lögðu áherslu á á síðasta ári, eru umbætur á alþjóðlega fjármálakerfinu lykilatriði í því að þoka áleiðis hinum brýnu Heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun, en árangur hefur látið á sér standa. Áhættumat um gervigreind Leiðtogafundurinn mun einnig brjóta til mergjar nýja tækni sem hefur hnattræn áhrif. Leita þarf leiða til að brúa stafræna bilið. Semja þarf um sameiginleg grundallarsjónarmið um opna, frjálsa og örugga stafræna framtíð fyrir alla. Ný tækni á borð við gervigreind er í deiglunni á leiðtogafundinum.Shahadat Rahman Við erum rétt að byrja að skilja þá möguleika og áhættu sem fylgir gervigreind, sem er byltingarkennd ný tækni. Við höfum lagt fram sérstakar tillögur um með hvaða hætti ríkisstjórnir, ásamt tæknifyrirtækjum, fræðasamfélaginu og borgaralegu samfélagi, geti unnið að áhættumati um gervigreind. Fylgjast þarf með og milda skaða, auk þess að dreifa þeim ávinningi sem af henni hlýst. Ekki má eftirláta hinum ríku stjórnun gervigreindar. Öllum ríkjum ber að vera með og Sameinuðu þjóðirnar eru reiðubúnar að útvega vettvang til að þess að stefna fólki saman. Virðing fyrir mannréttindum Mannréttindi og jafnrétti kynjanna eru rauður þráður í öllum þessum tillögum. Umbætur á hnattrænni ákvarðanatöku eru óhugsandi án virðingar fyrir öllum mannréttindum og menningarlegri fjölbreytni, sem tryggir fulla þátttöku og forystu kvenna og stúlkna. Við förum fram á endurnýjaða viðleitni til að fjarlægja sögulegar hindranir -lagalegar-, félagslegar og efnahagslegar- sem útiloka konur frá völdum. Nýr heimur Friðflytjendur fimmta áratugarins sköpuðu stofnanir sem áttu þátt í að hindra að Þriðja heimsstyrjöldin brytist út og greiddu götu nýlenduríkja til sjálfstæðis. En þeir myndu ekki þekkja aðstæðurnar í heimimnum í dag. Leiðtogafundurinn um framtíðina er tækifæri til að byggja upp skilvirkari stofnanir hnattrænnar samvinnu með aukinni þátttöku og í takt við 21.öldina og fjölpóla veröld. Ég eggja leiðtoga til að grípa tækifærið. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun