Íslendingar eiga met í fjölgun innflytjenda Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2024 19:20 Thomas Liebig aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda segir Íslands skera sig úr öðrum OECD ríkjum með ýmsum hætti. Stöð 2/Sigurjón Íslendingar hafa einstakt tækifæri til að koma að koma í veg fyrir menningarárekstra í framtíðinni með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Hvergi innan ríkja OECD hefur innflytjendum fjölgað jafn hratt og mikið og á Íslandi. Ný úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á stöðu innflytjenda á Íslandi er fyrsta úttekt sinnar tegundar hér á landi og dregur upp mjög forvitnilega mynd af þróun og stöðu mála. Thomas Liebig aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda segir Ísland skera sig úr á mörgum sviðum. „Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Þá er hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu hvergi hærra en á Íslandi,“ segir Liebig. Úttekt OECD á stöðu innflytjenda er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Úttekting var gerð að beiðni félags- og vinnumarkaðasráðherra.Stöð 2/Sigurjón Þannig tvöfaldaðist fjöldi innflytjenda á tíu ára tímabili frá 2011 til 2021 þegar innflytjendum fjölgaði úr tíu prósentum af mannfjöldanum í 20 prósent. Yfirgnæfandi meirihluti innflytjenda eða 80 prósent komi frá ríkjum Evrópusambandsins, í austur- og mið-Evrópu og komi hingað beinlínis til að vinna. „Í þriðja lagi kemur síðan á óvart er atvinnuþátttaka innflytjenda er mest á Íslandi innan OECD. Það á ekki aðeins við um karlmenn heldur einnig um konur. Þannig að kynjabilið hér er einnig mjög lítið,“ segir Liebig. Fæstir fái hins vegar störf sem hæfi menntun þeirra á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Íslendingar standi sig líka verst í að kenna innflytjendum tungumál heimaríkisins af öllum OECD ríkjunum. Aðeins 18 prósent innflytjenda segist hafa góða kunnáttu í tungumálinu en 60 prósent að meðaltali í OECD ríkjunum. Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og sérfræðingur hjá OECD, segir kunnáttu í tungumáli heimalandsins ráða miklu um velferð innflytjenda og inngildingu þeirra í samfélagið.Stöð 2/Sigurjón Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og ráðgjafi hjá OECD segir þetta skipta máli því um helmingur innflytjenda segist vilja setjast að á Íslandi til frambúðar. Einn þriðji væri óákveðin. „Tungumálafærni hefur mjög góð áhrif á möguleika innflytjenda til að finna starf sem er í samræmi við menntun þeirra. Sömuleiðis er ólíklegra fyrir þá sem eru góð í tungumálinu að upplifa mismunun. Þannig að það fylgja því alls konar áþreifanlegir kostir að læra tungumálið,“ segir Hlöðver Skúli. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp í innflytjendamálum í haust. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp um heildarstefnu í innflytjendamálum á haustþingi. Gera þurfi mun betur í íslenskukennslu fyrir börn og fullorðna innflytjendur. „Það er svo margt fólk sem hingað kemur sem ákveður síðan að setjast hér að. Þá erum við komin inn í allt annað samhengi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Innflytjendamál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Atvinnurekendur Tengdar fréttir Innflytjendur einsleitur og vannýttur hópur á Íslandi Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Þeir eru jafnframt með hæstu atvinnuþátttökuna og hærri atvinnuþátttöku en innfæddir á Íslandi. Þrátt fyrir hagstæðar aðstæður á vinnumarkaði þarf inngilding innflytjenda að vera ofar á stefnuskránni. Huga þarf að starfsgæðum, tungumálakennslu og stöfnun hagtalna. 4. september 2024 11:10 Kynntu tíðindi af málefnum innflytjenda á Íslandi Ný úttekt OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, um málefni innflytjenda á Íslandi verður kynnt á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum í dag. Fundurinn verður í beinni á Vísi. 4. september 2024 09:51 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Ný úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á stöðu innflytjenda á Íslandi er fyrsta úttekt sinnar tegundar hér á landi og dregur upp mjög forvitnilega mynd af þróun og stöðu mála. Thomas Liebig aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda segir Ísland skera sig úr á mörgum sviðum. „Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Þá er hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu hvergi hærra en á Íslandi,“ segir Liebig. Úttekt OECD á stöðu innflytjenda er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Úttekting var gerð að beiðni félags- og vinnumarkaðasráðherra.Stöð 2/Sigurjón Þannig tvöfaldaðist fjöldi innflytjenda á tíu ára tímabili frá 2011 til 2021 þegar innflytjendum fjölgaði úr tíu prósentum af mannfjöldanum í 20 prósent. Yfirgnæfandi meirihluti innflytjenda eða 80 prósent komi frá ríkjum Evrópusambandsins, í austur- og mið-Evrópu og komi hingað beinlínis til að vinna. „Í þriðja lagi kemur síðan á óvart er atvinnuþátttaka innflytjenda er mest á Íslandi innan OECD. Það á ekki aðeins við um karlmenn heldur einnig um konur. Þannig að kynjabilið hér er einnig mjög lítið,“ segir Liebig. Fæstir fái hins vegar störf sem hæfi menntun þeirra á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Íslendingar standi sig líka verst í að kenna innflytjendum tungumál heimaríkisins af öllum OECD ríkjunum. Aðeins 18 prósent innflytjenda segist hafa góða kunnáttu í tungumálinu en 60 prósent að meðaltali í OECD ríkjunum. Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og sérfræðingur hjá OECD, segir kunnáttu í tungumáli heimalandsins ráða miklu um velferð innflytjenda og inngildingu þeirra í samfélagið.Stöð 2/Sigurjón Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og ráðgjafi hjá OECD segir þetta skipta máli því um helmingur innflytjenda segist vilja setjast að á Íslandi til frambúðar. Einn þriðji væri óákveðin. „Tungumálafærni hefur mjög góð áhrif á möguleika innflytjenda til að finna starf sem er í samræmi við menntun þeirra. Sömuleiðis er ólíklegra fyrir þá sem eru góð í tungumálinu að upplifa mismunun. Þannig að það fylgja því alls konar áþreifanlegir kostir að læra tungumálið,“ segir Hlöðver Skúli. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp í innflytjendamálum í haust. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp um heildarstefnu í innflytjendamálum á haustþingi. Gera þurfi mun betur í íslenskukennslu fyrir börn og fullorðna innflytjendur. „Það er svo margt fólk sem hingað kemur sem ákveður síðan að setjast hér að. Þá erum við komin inn í allt annað samhengi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Innflytjendamál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Atvinnurekendur Tengdar fréttir Innflytjendur einsleitur og vannýttur hópur á Íslandi Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Þeir eru jafnframt með hæstu atvinnuþátttökuna og hærri atvinnuþátttöku en innfæddir á Íslandi. Þrátt fyrir hagstæðar aðstæður á vinnumarkaði þarf inngilding innflytjenda að vera ofar á stefnuskránni. Huga þarf að starfsgæðum, tungumálakennslu og stöfnun hagtalna. 4. september 2024 11:10 Kynntu tíðindi af málefnum innflytjenda á Íslandi Ný úttekt OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, um málefni innflytjenda á Íslandi verður kynnt á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum í dag. Fundurinn verður í beinni á Vísi. 4. september 2024 09:51 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Innflytjendur einsleitur og vannýttur hópur á Íslandi Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Þeir eru jafnframt með hæstu atvinnuþátttökuna og hærri atvinnuþátttöku en innfæddir á Íslandi. Þrátt fyrir hagstæðar aðstæður á vinnumarkaði þarf inngilding innflytjenda að vera ofar á stefnuskránni. Huga þarf að starfsgæðum, tungumálakennslu og stöfnun hagtalna. 4. september 2024 11:10
Kynntu tíðindi af málefnum innflytjenda á Íslandi Ný úttekt OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, um málefni innflytjenda á Íslandi verður kynnt á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum í dag. Fundurinn verður í beinni á Vísi. 4. september 2024 09:51
Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21