Gaf dýrunum verðlaunaféð sitt frá Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2024 23:15 Yaroslava Mahuchikh varð Ólympíumeistari í hástökki í París og hún er einnig eigandi heimsmetsins síðan fyrr í sumar. Getty/Pascal Le Segretain Úkraínski Ólympíumeistarinn og heimsmethafinn Yaroslava Mahuchikh fór öðruvísi leið þegar kom að verðlaunafé hennar frá Ólympíuleikunum í París. Mahuchikh vann Ólympíugullið í hástökki eftir að hafa fengið brons á ÓL í Tókýó þremur árum fyrr. Hún er líka heimsmeistari síðan í Búdapest í fyrra. Mánuði fyrir Ólympíuleikana sló Mahuchikh eitt elsta heimsmetið í bókinni þegar hún hoppaði yfir 2,10 metra. Gamla metið var frá árinu 1987 eða fjórtán árum áður en hún sjálf fæddist. Mahuchikh fylgdi þessu svo eftir með sannfærandi sigri í hástökkinu á Ólympíuleikunum. Hún var ein af þremur gullverðlaunahöfum Úkraínu á leikunum. Að þessu sinni ákvað Alþjóða frjálsíþróttasambandið að gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum á leikunum í París fengu ekki aðeins verðlaunapening um hálsinn heldur einnig verðlaunafé. Allir gullverðlaunahafar á leikunum fengu fimmtíu þúsund Bandaríkjadali eða meira en 6,9 milljónir króna. Mahuchikh er mikill dýravinur og hún ákvað að dýrin fengju vænan skammt af verðlaunafé hennar frá París. Hún er aðeins 22 ára gömul en er með hjartað á réttum stað. „Það er mikið af flækingsdýrum í Úkraínu núna og dýraathvörfin þurfa stuðning til að geta séð um þau öll,“ sagði Yaroslava Mahuchikh í frétt á síðum UAnimals. Hún er mikill dýravinur og hefur sjálf tekið að sér flækingsdýr. Peningurinn fór því til dýraverndunarsamtaka og fjögurra dýraathvarfa. Hluti af peningunum fór svo líka til úkraínskra þjóðernissinna í baráttunni gegn innrás Rússa í landið. „Ég vil líka þakka liði mínu, úkraínska fólkinu og stuðningsaðilum mínum sem sáu öll til þess að ég gæti náð gullinu. Þess vegna vil ég líka gefa hluta af verðlaunafé mínu frá Ólympíuleikunum til hersins og í sjóð sem veitir fólki nauðsynlegan sálfræðistuðning á þessum erfiðu tímum,“ sagði Mahuchikh. Hún hefur talað opinskátt gegn innrásinni og það er líka ómetanlegt fyrir úkraínska fólkið að sjá hana vinna afrek á alþjóðlegum vettvangi. View this post on Instagram A post shared by Business | Motivation | Technology (@wealth) Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Sjá meira
Mahuchikh vann Ólympíugullið í hástökki eftir að hafa fengið brons á ÓL í Tókýó þremur árum fyrr. Hún er líka heimsmeistari síðan í Búdapest í fyrra. Mánuði fyrir Ólympíuleikana sló Mahuchikh eitt elsta heimsmetið í bókinni þegar hún hoppaði yfir 2,10 metra. Gamla metið var frá árinu 1987 eða fjórtán árum áður en hún sjálf fæddist. Mahuchikh fylgdi þessu svo eftir með sannfærandi sigri í hástökkinu á Ólympíuleikunum. Hún var ein af þremur gullverðlaunahöfum Úkraínu á leikunum. Að þessu sinni ákvað Alþjóða frjálsíþróttasambandið að gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum á leikunum í París fengu ekki aðeins verðlaunapening um hálsinn heldur einnig verðlaunafé. Allir gullverðlaunahafar á leikunum fengu fimmtíu þúsund Bandaríkjadali eða meira en 6,9 milljónir króna. Mahuchikh er mikill dýravinur og hún ákvað að dýrin fengju vænan skammt af verðlaunafé hennar frá París. Hún er aðeins 22 ára gömul en er með hjartað á réttum stað. „Það er mikið af flækingsdýrum í Úkraínu núna og dýraathvörfin þurfa stuðning til að geta séð um þau öll,“ sagði Yaroslava Mahuchikh í frétt á síðum UAnimals. Hún er mikill dýravinur og hefur sjálf tekið að sér flækingsdýr. Peningurinn fór því til dýraverndunarsamtaka og fjögurra dýraathvarfa. Hluti af peningunum fór svo líka til úkraínskra þjóðernissinna í baráttunni gegn innrás Rússa í landið. „Ég vil líka þakka liði mínu, úkraínska fólkinu og stuðningsaðilum mínum sem sáu öll til þess að ég gæti náð gullinu. Þess vegna vil ég líka gefa hluta af verðlaunafé mínu frá Ólympíuleikunum til hersins og í sjóð sem veitir fólki nauðsynlegan sálfræðistuðning á þessum erfiðu tímum,“ sagði Mahuchikh. Hún hefur talað opinskátt gegn innrásinni og það er líka ómetanlegt fyrir úkraínska fólkið að sjá hana vinna afrek á alþjóðlegum vettvangi. View this post on Instagram A post shared by Business | Motivation | Technology (@wealth)
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Sjá meira