Sóknarleikurinn blómstrar í nýju leikkerfi: „Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. september 2024 21:57 Katrín fékk að eiga boltann að leik loknum. breiðablik Katrín Ásbjörnsdóttir fór fremst í flokki Breiðabliks og skoraði þrjú mörk í 6-1 sigri gegn FC Minsk í undankeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Framundan er öllu erfiðara verkefni gegn Sporting en Katrín hefur fulla trú fyrir það á liðinu, leikkerfinu og þjálfaranum. „Mjög sátt, gott að skora sex mörk og heilt yfir var frammistaðan bara góð í dag. Það komu kaflar þar sem við vorum ekki líkar okkur sjálfum, sérstaklega í fyrri hálfleik og við töluðum um að það að koma út í seinni og gera betur. Mér fannst spilamennskan betri í seinni hálfleik, yfir heildina erum við bara ánægðar,“ sagði Katrín eftir leik. Andstæðingur kvöldsins reyndist Breiðablik ekki mikil fyrirstaða en framundan er erfitt verkefni gegn portúgalska liðinu Sporting, sem lagði Eintracht Frankfurt að velli fyrr í dag. Leikur liðanna fer fram næsta laugardag á Kópavogsvelli, klukkan fimm. „Þú veist ekkert um andstæðinginn. Þó við séum búnar að horfa á alls konar klippur og leiki þá er svo erfitt að sjá í hverju þær [í FC Minsk] eru góðar almennilega. Þú veist ekkert nákvæmlega… þannig að fyrstu mínúturnar fóru í að læra inn á þær. Mér fannst þær langt frá okkur, við hefðum átt að nýta það betur. Eins með liðið frá Portúgal þá vitum við í raun ekkert um þær, ég horfði ekki á leikinn í dag en veit að Nik [Chamberlain, þjálfari Breiðabliks] er búinn að leggjast yfir þetta lið og sýnir okkur það á morgun.“ Undirritaður var þá einmitt nýbúinn að ræða við þjálfarann um Sporting. Hann sagði að liðið spilaði með tígulmiðju, sama leikkerfi og Breiðablik hefur verið að reyna fyrir sér að undanförnu. Fá lið hér heima fyrir spila svoleiðis kerfi þannig að Katrín var spurð hvernig hún héldi að Blikar myndu bregðast við spegluninni. „Persónulega finnst mér þetta mjög gott kerfi. Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst því ég hafa alla tíð eiginlega spilað sama kerfi og nú er ég að verða 32ja. Að læra á kerfi tekur tíma en mér finnst við búnar að gera rosalega vel og drilla þetta bara endalaust. Ég veit bara hvernig var að mæta Þrótti, þegar þær voru í þessu kerfi, þannig ég veit ekki alveg hvernig er að mæta liði í eins kerfi og við. En ég hef engar áhyggjur af því, Nik á eftir að sýna okkur hvernig á að gera það,“ sagði Katrín að lokum, með fulla trú á þjálfaranum og liðinu fyrir næsta leik. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Mjög sátt, gott að skora sex mörk og heilt yfir var frammistaðan bara góð í dag. Það komu kaflar þar sem við vorum ekki líkar okkur sjálfum, sérstaklega í fyrri hálfleik og við töluðum um að það að koma út í seinni og gera betur. Mér fannst spilamennskan betri í seinni hálfleik, yfir heildina erum við bara ánægðar,“ sagði Katrín eftir leik. Andstæðingur kvöldsins reyndist Breiðablik ekki mikil fyrirstaða en framundan er erfitt verkefni gegn portúgalska liðinu Sporting, sem lagði Eintracht Frankfurt að velli fyrr í dag. Leikur liðanna fer fram næsta laugardag á Kópavogsvelli, klukkan fimm. „Þú veist ekkert um andstæðinginn. Þó við séum búnar að horfa á alls konar klippur og leiki þá er svo erfitt að sjá í hverju þær [í FC Minsk] eru góðar almennilega. Þú veist ekkert nákvæmlega… þannig að fyrstu mínúturnar fóru í að læra inn á þær. Mér fannst þær langt frá okkur, við hefðum átt að nýta það betur. Eins með liðið frá Portúgal þá vitum við í raun ekkert um þær, ég horfði ekki á leikinn í dag en veit að Nik [Chamberlain, þjálfari Breiðabliks] er búinn að leggjast yfir þetta lið og sýnir okkur það á morgun.“ Undirritaður var þá einmitt nýbúinn að ræða við þjálfarann um Sporting. Hann sagði að liðið spilaði með tígulmiðju, sama leikkerfi og Breiðablik hefur verið að reyna fyrir sér að undanförnu. Fá lið hér heima fyrir spila svoleiðis kerfi þannig að Katrín var spurð hvernig hún héldi að Blikar myndu bregðast við spegluninni. „Persónulega finnst mér þetta mjög gott kerfi. Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst því ég hafa alla tíð eiginlega spilað sama kerfi og nú er ég að verða 32ja. Að læra á kerfi tekur tíma en mér finnst við búnar að gera rosalega vel og drilla þetta bara endalaust. Ég veit bara hvernig var að mæta Þrótti, þegar þær voru í þessu kerfi, þannig ég veit ekki alveg hvernig er að mæta liði í eins kerfi og við. En ég hef engar áhyggjur af því, Nik á eftir að sýna okkur hvernig á að gera það,“ sagði Katrín að lokum, með fulla trú á þjálfaranum og liðinu fyrir næsta leik.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira