Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2024 10:39 Svona gæti Búrfellslundur litið út ef verkefnið gengur eftir. Landsvirkjun Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu dagana 21. til 28. ágúst, og voru svarendur 1.049 talsins. Í könnuninni var spurt hvort fólk teldi skipta miklu, litlu eða engu máli að afla aukinnar orku á Íslandi. Þar sögðust 32,9 prósent telja það skipta mjög miklu máli, en 32,1 prósent fremur miklu. Samanlagt voru þeir 11 prósent sem sögðust telja það skipta engu, mjög litlu eða fremur litlu máli, en 23 prósent sögðust telja það í meðallagi mikilvægt. Fólk var einnig spurt hversu hlynnt eða andvígt það væri fyrihugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Þar sögðust 20,5 prósent mjög hlynnt áformunum, en 29,2 prósent frekar hlynnt. Því eru rétt tæp 50 prósent hlynnt áformunum, en 26,8 prósent voru í meðallagi hlynnt eða andvíg, á meðan 23,4 prósent sögðust annað hvort fremur eða mjög andvíg áformunum. Loks var spurt hvort fólk teldi það skipta miklu, litlu eða engu máli að vindorkuframleiðsla væri í höndum opinberra aðila. Þar sögðust 50,8 prósent telja það skipta mjög miklu máli, og 24,9 prósent fremur miklu. Kjósendur VG mest á móti en Viðreisnarfólk með Samhliða könnuninni var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. Þeir sem nefndu Miðflokkinn voru hlutfallslega líklegastir til þess að segja aukna orkuöfnlun skipta mjög miklu máli, en þar á eftir komu kjósendur Sjálfstæðisflokks. Fólk sem gaf upp Pírata er hins vegar líklegast til að telja aukna orkuöflun engu máli skipta. Kjósendur VG voru hlutfallslega líklegastir til að vera mjög andvígir fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi, en stuðningsfólk Viðreisnar var líklegast til að vera mjög hlynnt áformunum. Þá er stuðningsfólk Sósíalistaflokksins mest áfram um að vindirkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, en 76,2 prósent þeirra sögðu það skipta mjög miklu máli. Úr hópi Sjálfstæðismanna sögðust 33,3 prósent telja það mjög mikilvægt, en 45,9 prósent Framsóknarmanna. Þegar kemur að öðrum flokkum var hlutfallið alltaf yfir 50 prósent. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita að kæra til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Vindorka Skoðanakannanir Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gangurinn sé að troða sér í norðaustur „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu dagana 21. til 28. ágúst, og voru svarendur 1.049 talsins. Í könnuninni var spurt hvort fólk teldi skipta miklu, litlu eða engu máli að afla aukinnar orku á Íslandi. Þar sögðust 32,9 prósent telja það skipta mjög miklu máli, en 32,1 prósent fremur miklu. Samanlagt voru þeir 11 prósent sem sögðust telja það skipta engu, mjög litlu eða fremur litlu máli, en 23 prósent sögðust telja það í meðallagi mikilvægt. Fólk var einnig spurt hversu hlynnt eða andvígt það væri fyrihugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Þar sögðust 20,5 prósent mjög hlynnt áformunum, en 29,2 prósent frekar hlynnt. Því eru rétt tæp 50 prósent hlynnt áformunum, en 26,8 prósent voru í meðallagi hlynnt eða andvíg, á meðan 23,4 prósent sögðust annað hvort fremur eða mjög andvíg áformunum. Loks var spurt hvort fólk teldi það skipta miklu, litlu eða engu máli að vindorkuframleiðsla væri í höndum opinberra aðila. Þar sögðust 50,8 prósent telja það skipta mjög miklu máli, og 24,9 prósent fremur miklu. Kjósendur VG mest á móti en Viðreisnarfólk með Samhliða könnuninni var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. Þeir sem nefndu Miðflokkinn voru hlutfallslega líklegastir til þess að segja aukna orkuöfnlun skipta mjög miklu máli, en þar á eftir komu kjósendur Sjálfstæðisflokks. Fólk sem gaf upp Pírata er hins vegar líklegast til að telja aukna orkuöflun engu máli skipta. Kjósendur VG voru hlutfallslega líklegastir til að vera mjög andvígir fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi, en stuðningsfólk Viðreisnar var líklegast til að vera mjög hlynnt áformunum. Þá er stuðningsfólk Sósíalistaflokksins mest áfram um að vindirkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, en 76,2 prósent þeirra sögðu það skipta mjög miklu máli. Úr hópi Sjálfstæðismanna sögðust 33,3 prósent telja það mjög mikilvægt, en 45,9 prósent Framsóknarmanna. Þegar kemur að öðrum flokkum var hlutfallið alltaf yfir 50 prósent. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita að kæra til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Vindorka Skoðanakannanir Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gangurinn sé að troða sér í norðaustur „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43
Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55