Jason hélt að klefamenningin yrði grófari í Grimsby Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2024 11:31 Jason Daði Svanþórsson samdi við Grimsby í sumar. Vísir / Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Jason Daði Svanþórsson hefur það gott í Grimsby en hann var hetja liðsins í ensku D-deildinni um helgina. Jason skoraði seinna mark Grimsby í 2-1 heimasigri á Bradford City. Jason kom sínu liði í 2-0 á 47. mínútu og á endanum var það markið sem skildi á milli liðanna. Bradford minnkaði muninn tólf mínútum fyrir leikslok. „Það er auðvitað besta tilfinning í heimi að skora mörk þannig að þetta var eiginlega betra en ég átti von á ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Jason í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Jason fór frá Blikum til félagsins í júlí og er hann fyrstu Íslendingurinn sem spilar fyrir félagið. „Það kom mér eiginlega skemmtilega á óvart hversu vel þeir tóku á móti mér, og ekki endilega bara leikmennirnir sjálfir heldur allir í kringum klúbbinn,“ segir Jason sem er eini útlendingurinn í liðinu. Þarna er alvöru bresk menning og stundum er talað um nokkuð harða klefamenningu í slíkum liðum. „Ég hélt að þetta yrði grófara, ég viðurkenni það alveg. Þeir eru allavega mjög skemmtilegir og ég hef gaman af þessu.“ Hann lék alls 82 deildarleiki með Blikum og skoraði 26 mörk. Fimm þeirra komu í Bestu deildinni í sumar. Hann fylgist vel með Blikunum í Bestu-deildinni og missir helst ekki af leik. Breiðablik er sem stendur í efsta sæti deildarinnar. „Þeir eru að standa sig hrikalega vel og ógeðslega gaman að horfa á þá. Þeir eru jafnvel betri eftir að ég fór sem er frábært,“ segir Jason og hlær. Breiðablik Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Leik lokið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Jason skoraði seinna mark Grimsby í 2-1 heimasigri á Bradford City. Jason kom sínu liði í 2-0 á 47. mínútu og á endanum var það markið sem skildi á milli liðanna. Bradford minnkaði muninn tólf mínútum fyrir leikslok. „Það er auðvitað besta tilfinning í heimi að skora mörk þannig að þetta var eiginlega betra en ég átti von á ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Jason í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Jason fór frá Blikum til félagsins í júlí og er hann fyrstu Íslendingurinn sem spilar fyrir félagið. „Það kom mér eiginlega skemmtilega á óvart hversu vel þeir tóku á móti mér, og ekki endilega bara leikmennirnir sjálfir heldur allir í kringum klúbbinn,“ segir Jason sem er eini útlendingurinn í liðinu. Þarna er alvöru bresk menning og stundum er talað um nokkuð harða klefamenningu í slíkum liðum. „Ég hélt að þetta yrði grófara, ég viðurkenni það alveg. Þeir eru allavega mjög skemmtilegir og ég hef gaman af þessu.“ Hann lék alls 82 deildarleiki með Blikum og skoraði 26 mörk. Fimm þeirra komu í Bestu deildinni í sumar. Hann fylgist vel með Blikunum í Bestu-deildinni og missir helst ekki af leik. Breiðablik er sem stendur í efsta sæti deildarinnar. „Þeir eru að standa sig hrikalega vel og ógeðslega gaman að horfa á þá. Þeir eru jafnvel betri eftir að ég fór sem er frábært,“ segir Jason og hlær.
Breiðablik Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Leik lokið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira