Kærur ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2024 19:01 Landsvirkjun áætlar að reisa 26 vindmyllur í Búrfellslundi sem framleiða um 120 megavött. Getty Deilur um tekjur af fasteignagjöldum af vindorkuveri í Búrfelli gætu tafið framkvæmdir Landsvirkjunar um allt að tvö ár. Umhverfis- og orkumálaráðherra segir kæruleiðir ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum. Orkustofnun gaf Landsvikrjun virkjanaleyfi fyrir fyrir vindorkuverinu Búrfellslundi fyrir þremur vikum. Undirbúningur hafði þá staðið yfir í rúman áratug að sögn forstjóra Landsvirkjunar. Þá bregður svo við að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ætlar að kæra virkjanaleyfið til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Skemmst er að minnast þess þegar Hvammsvirkjun var komin á sama stað í ferlinu fyrir rúmu ári. Þá felldi úrskuðrarnefndin nýútgefið virkjanaleyfið úr gildi. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir mikla ábyrgð hvíla á þeim sem ætli að stöðva frekari orkuöflun.Stöð 2/Einar Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir málið alvarlegt að allir þurfi að bera ábyrgð á því. „Kæruleiðirnar eru ekki hugsaðar til þess að ná fram einhverjum pólitískum markmiðum. Og það er grafalvarlegt mál ef við erum í þeirri stöðu að einhver, sama hver það er, er að koma í veg fyrir eitthvað sem er löngu búið að ákveða, allir hafa komið að. Koma þar að leiðandi í veg fyrir að þjóðin raforku sem hún þarf svo sannarlega á að halda,“ segir Guðlaugur Þór. Unnið hafi verið ötullega að því að koma raforkuframleiðslu aftur af stað eftir langt hlé. „Það er að fara að gerast núna. Það er mjög mikil ábyrgð sem hvílir á herðum þeirra sem ætla sér að bera ábyrgð á orkuskorti í landinu,“ segir ráðherra. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps sættis sig ekki við að fá ekkert af fasteignagjöldum Búrfellslundar rétt handan landamerkjanna við nágrannasveitarfélagið.Grafík/Hjalti Búrfellslundur á ekki að rísa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi heldur á milli Búrfellsvirkjunar og Sultartangavirkjunar í nágrannasveitarfélaginu Rangárþingi ytra. Þangað munu öll fasteignagjöld af vindorkuverinu renna og þar stendur hnífurinn kannski í kúnni. Gnúpverjar segja stjórnvöld hafa lofað að jafna tekjur sveitarfélaga af mannvirkjum virkjana. Þar til ný lög hafi verið samþykkt þar að lútandi, væri ekki hægt að halda áfram með Búrfellslund. Það er einn þingvetur eftir af kjörtímabilinu. Heldur þú að þetta umrædda þingmál rati inn í þingið á haustmánuðum? „Það er á þingmálaskrá og það fer inn í þingið. Það hefur alltaf legið fyrir og allir vita það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Landsvirkjun Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. 5. september 2024 12:16 Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39 Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Orkustofnun gaf Landsvikrjun virkjanaleyfi fyrir fyrir vindorkuverinu Búrfellslundi fyrir þremur vikum. Undirbúningur hafði þá staðið yfir í rúman áratug að sögn forstjóra Landsvirkjunar. Þá bregður svo við að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ætlar að kæra virkjanaleyfið til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Skemmst er að minnast þess þegar Hvammsvirkjun var komin á sama stað í ferlinu fyrir rúmu ári. Þá felldi úrskuðrarnefndin nýútgefið virkjanaleyfið úr gildi. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir mikla ábyrgð hvíla á þeim sem ætli að stöðva frekari orkuöflun.Stöð 2/Einar Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir málið alvarlegt að allir þurfi að bera ábyrgð á því. „Kæruleiðirnar eru ekki hugsaðar til þess að ná fram einhverjum pólitískum markmiðum. Og það er grafalvarlegt mál ef við erum í þeirri stöðu að einhver, sama hver það er, er að koma í veg fyrir eitthvað sem er löngu búið að ákveða, allir hafa komið að. Koma þar að leiðandi í veg fyrir að þjóðin raforku sem hún þarf svo sannarlega á að halda,“ segir Guðlaugur Þór. Unnið hafi verið ötullega að því að koma raforkuframleiðslu aftur af stað eftir langt hlé. „Það er að fara að gerast núna. Það er mjög mikil ábyrgð sem hvílir á herðum þeirra sem ætla sér að bera ábyrgð á orkuskorti í landinu,“ segir ráðherra. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps sættis sig ekki við að fá ekkert af fasteignagjöldum Búrfellslundar rétt handan landamerkjanna við nágrannasveitarfélagið.Grafík/Hjalti Búrfellslundur á ekki að rísa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi heldur á milli Búrfellsvirkjunar og Sultartangavirkjunar í nágrannasveitarfélaginu Rangárþingi ytra. Þangað munu öll fasteignagjöld af vindorkuverinu renna og þar stendur hnífurinn kannski í kúnni. Gnúpverjar segja stjórnvöld hafa lofað að jafna tekjur sveitarfélaga af mannvirkjum virkjana. Þar til ný lög hafi verið samþykkt þar að lútandi, væri ekki hægt að halda áfram með Búrfellslund. Það er einn þingvetur eftir af kjörtímabilinu. Heldur þú að þetta umrædda þingmál rati inn í þingið á haustmánuðum? „Það er á þingmálaskrá og það fer inn í þingið. Það hefur alltaf legið fyrir og allir vita það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Landsvirkjun Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. 5. september 2024 12:16 Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39 Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. 5. september 2024 12:16
Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39
Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43
Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42