Samið um kaup bankans á Arngrimsson Advisors Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2024 14:32 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Sigurður Arngrímsson, stjórnarformaður Arngrimsson Advisors. Arion banki Arion banki hefur gengið frá samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Arngrimsson Advisors Limited við hluthafa félagsins. Arngrimsson Advisors hefur sinnt eignastýringarráðgjöf með áherslu á erlenda fagfjárfestasjóði og sérhæfðar fjárfestingar frá árinu 2013. Frá þessu segir í tilkynningu frá Arion banka. Þar kemur fram að markmiðið með kaupunum sé að fjölga valkostum viðskiptavina bankans – fagfjárfesta og einstaklinga – þegar komi að fjárfestingum í erlendum sjóðum, sérstaklega á sviði sérhæfðra fjárfestinga. „Gangi kaupin eftir munu eignir í stýringu hjá Arion aukast um rúma 170 milljarða króna. Samningur Arion banka og hluthafa Arngrimsson Advisors Limited er óskuldbinandi en á næstu mánuðum verður gengið frá endanlegum kaupsamningi að fengnum niðurstöðum áreiðanleikakannana og samþykki eftirlitsaðila. Kaupverð er trúnaðarmál. Starfsfólk Arngrimsson Advisors, m.a. þeir Sigurður Arngrímsson, stofnandi og stjórnarformaður, og Bjarni Brynjólfsson, forstjóri, munu verða Arion banka til ráðgjafar um óákveðinn tíma. Arngrimsson Advisors Limited var stofnað í London í janúar 2013 af Sigurði Arngrímssyni sem starfaði áður hjá Morgan Stanley í 16 ár og þar áður hjá Kaupþingi. Bjarni Brynjólfsson, forstjóri félagsins, gekk til liðs við fyrirtækið síðar á árinu 2013 eftir að hafa byggt upp viðamikla reynslu á sviði fjárfestinga fyrir lífeyrissjóði, tryggingafélög og fjárfestingarfélög,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það sé ánægjulegt að auka enn við þjónustuframboð bankans með því að fá til liðs afar reynslumikla aðila á sviði eignastýringar og fjárfestinga í erlendum sjóðum. „Við getum nú boðið viðskiptavinum Arion enn fjölbreyttari fjárfestingarkosti og er um að ræða fjölbreytt úrval erlenda sjóða sem eiga langa og góða sögu hér á landi.“ Þá segir Sigurður Arngrímsson, stjórnarformaður Arngrimsson Advisors, að það sé mikill heiður að taka þátt í vegferð Arion á þessu sviði og fá tækifæri til að miðla áfram áratuga reynslu og þekkingu á þessum markaði. „Hjá Arngrimsson Advisors hefur byggst upp þekking á sérhæfðum erlendum fjárfestingum sem og þjónustu við fagfjárfesta allt frá upphafi þátttöku þeirra á erlendum markaði.“ Kaup og sala fyrirtækja Fjármálafyrirtæki Arion banki Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Arion banka. Þar kemur fram að markmiðið með kaupunum sé að fjölga valkostum viðskiptavina bankans – fagfjárfesta og einstaklinga – þegar komi að fjárfestingum í erlendum sjóðum, sérstaklega á sviði sérhæfðra fjárfestinga. „Gangi kaupin eftir munu eignir í stýringu hjá Arion aukast um rúma 170 milljarða króna. Samningur Arion banka og hluthafa Arngrimsson Advisors Limited er óskuldbinandi en á næstu mánuðum verður gengið frá endanlegum kaupsamningi að fengnum niðurstöðum áreiðanleikakannana og samþykki eftirlitsaðila. Kaupverð er trúnaðarmál. Starfsfólk Arngrimsson Advisors, m.a. þeir Sigurður Arngrímsson, stofnandi og stjórnarformaður, og Bjarni Brynjólfsson, forstjóri, munu verða Arion banka til ráðgjafar um óákveðinn tíma. Arngrimsson Advisors Limited var stofnað í London í janúar 2013 af Sigurði Arngrímssyni sem starfaði áður hjá Morgan Stanley í 16 ár og þar áður hjá Kaupþingi. Bjarni Brynjólfsson, forstjóri félagsins, gekk til liðs við fyrirtækið síðar á árinu 2013 eftir að hafa byggt upp viðamikla reynslu á sviði fjárfestinga fyrir lífeyrissjóði, tryggingafélög og fjárfestingarfélög,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það sé ánægjulegt að auka enn við þjónustuframboð bankans með því að fá til liðs afar reynslumikla aðila á sviði eignastýringar og fjárfestinga í erlendum sjóðum. „Við getum nú boðið viðskiptavinum Arion enn fjölbreyttari fjárfestingarkosti og er um að ræða fjölbreytt úrval erlenda sjóða sem eiga langa og góða sögu hér á landi.“ Þá segir Sigurður Arngrímsson, stjórnarformaður Arngrimsson Advisors, að það sé mikill heiður að taka þátt í vegferð Arion á þessu sviði og fá tækifæri til að miðla áfram áratuga reynslu og þekkingu á þessum markaði. „Hjá Arngrimsson Advisors hefur byggst upp þekking á sérhæfðum erlendum fjárfestingum sem og þjónustu við fagfjárfesta allt frá upphafi þátttöku þeirra á erlendum markaði.“
Kaup og sala fyrirtækja Fjármálafyrirtæki Arion banki Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira