Einkunnir Íslands: Orri öflugastur í sigrinum á Svartfjallalandi Íþróttadeild Vísis skrifar 6. september 2024 20:39 Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrra mark Íslands í leiknum. vísir / hulda margrét Ísland vann 2-0 gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar. Einkunnir strákanna okkar má sjá hér fyrir neðan. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [8] Ekki út á neitt við hans leik að setja. Hélt markinu hreinu. Átti nokkrar góðar vörslur en þurfti ekkert að hafa mjög mikið fyrir hlutunum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður [6] vísir / hulda margrét Traustur varnarlega og hélt sóknum upp vinstri væng Svartfellinga í algjöru lágmarki. Skilaði litlu sóknarframlagi og var feiminn við að fara utan á vængmanninn. Hjörtur Hermannsson, miðvörður [7] vísir / hulda margrét Kom sér fyrir fast skot og leysti þannig vel úr fyrstu vandræðunum sem liðið lenti í. Fylgdi því eftir með öruggri frammistöðu allan leikinn. Svartfellingar ógnuðu ekki mjög mikið en létu alveg hafa svolítið fyrir sér. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður [7] Myndaði öruggt miðvarðapar með Hirti. Saman leystu þeir allt sem að íslenska markinu bar. Ekkert út á að setja en engar marklínubjarganir eða stórkostlegar tæklingar til að segja frá heldur. Logi Tómasson, vinstri bakvörður [6] Duglegri í sóknarleiknum en Alfons. Átti ekki marga eftirminnilega spretti samt. En líkt og öll íslenska vörnin, öruggur og hélt hreinu, yfir því verður ekki kvartað. Stefán Teitur Þórðarsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Áræðinn og öflugur á miðjunni. Framsækinn og oft með góð hlaup upp völlinn þegar plássið gafst. Gefur góð löng innköst, einkennismerki íslenska landsliðsins og gríðar mikilvægur hluti af leik liðsins. Beið aftastur í hornspyrnum og stöðvaði, að minnsta kosti eina, hættulega skyndisókn. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Mikilvægasti leikmaður liðsins, fyrirliðinn og drifkrafturinn, eilíft áreiðanlegur. Frábær hornspyrna á Orra Stein sem skilaði fyrra markinu. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Hefur engu gleymt. Flott önnur endurkoma í landsliðið eftir árs fjarveru. Stýrði öllu spili og dreifði boltanum vel. Negldi góðri hornspyrnu inn á Jón Dag áður en þeir fóru af velli. Mikael Neville Anderson, hægri kantmaður [6] vísir / hulda margrét Tókst í upphafi leiks, með smá stælum, að reita manninn sem var að dekka hann til reiði. Alltaf góð taktík. Annars ágætis leikur hjá honum. Ekkert út á dugnaðinn að setja en úrslitasendingar fóru oft úrskeiðis. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [8] vísir / hulda margrét Hefur alltaf liðið vel í landsliðstreyjunni og á því varð engin breyting í kvöld. Fantagóð frammistaða og skoraði frábært mark. Óhræddur við taka menn á og ógnar sífellt en skilar alltaf varnarvinnu þegar þess þarf. Orri Steinn Óskarsson, framherji og maður leiksins [9] vísir / hulda margrét Langhættulegasti maður liðsins í leiknum. Alltaf leitað að honum þegar Ísland sótti upp völlinn. Þvílíkur stökkkraftur sem hann sýndi í markinu. Gott hlaup, tróndi yfir alla og stýrði boltanum í netið af mikilli snilld. Illviðráðanlegur augljóslega. Alltaf hægt að finna hann í lappir og batta boltann. Ógnaði með góðum hlaupum inn á teiginn. Maður leiksins í kvöld. Varamenn Arnór Sigurðsson [7] kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 65. mínútu. Fín skipting. Jón Dagur skilaði gríðarlegri vinnslu og gott að fá ferskar lappir inn á þessum tímapunkti. Willum Þór Willumsson [6] kom inn á fyrir Mikael Neville Anderson á 77. mínútu. Hefði hæglega getað komist á blað. Fékk frábært færi einn gegn markmanni en klikkaði. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 87. Mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Svartfjallaland | Strákarnir okkar hefja nýtt tímabil Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann sögulegan 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld og hóf því nýja leiktíð í Þjóðadeildinni með besta hætti. 6. september 2024 20:32 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Fleiri fréttir Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Sjá meira
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [8] Ekki út á neitt við hans leik að setja. Hélt markinu hreinu. Átti nokkrar góðar vörslur en þurfti ekkert að hafa mjög mikið fyrir hlutunum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður [6] vísir / hulda margrét Traustur varnarlega og hélt sóknum upp vinstri væng Svartfellinga í algjöru lágmarki. Skilaði litlu sóknarframlagi og var feiminn við að fara utan á vængmanninn. Hjörtur Hermannsson, miðvörður [7] vísir / hulda margrét Kom sér fyrir fast skot og leysti þannig vel úr fyrstu vandræðunum sem liðið lenti í. Fylgdi því eftir með öruggri frammistöðu allan leikinn. Svartfellingar ógnuðu ekki mjög mikið en létu alveg hafa svolítið fyrir sér. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður [7] Myndaði öruggt miðvarðapar með Hirti. Saman leystu þeir allt sem að íslenska markinu bar. Ekkert út á að setja en engar marklínubjarganir eða stórkostlegar tæklingar til að segja frá heldur. Logi Tómasson, vinstri bakvörður [6] Duglegri í sóknarleiknum en Alfons. Átti ekki marga eftirminnilega spretti samt. En líkt og öll íslenska vörnin, öruggur og hélt hreinu, yfir því verður ekki kvartað. Stefán Teitur Þórðarsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Áræðinn og öflugur á miðjunni. Framsækinn og oft með góð hlaup upp völlinn þegar plássið gafst. Gefur góð löng innköst, einkennismerki íslenska landsliðsins og gríðar mikilvægur hluti af leik liðsins. Beið aftastur í hornspyrnum og stöðvaði, að minnsta kosti eina, hættulega skyndisókn. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Mikilvægasti leikmaður liðsins, fyrirliðinn og drifkrafturinn, eilíft áreiðanlegur. Frábær hornspyrna á Orra Stein sem skilaði fyrra markinu. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður [8] vísir / hulda margrét Hefur engu gleymt. Flott önnur endurkoma í landsliðið eftir árs fjarveru. Stýrði öllu spili og dreifði boltanum vel. Negldi góðri hornspyrnu inn á Jón Dag áður en þeir fóru af velli. Mikael Neville Anderson, hægri kantmaður [6] vísir / hulda margrét Tókst í upphafi leiks, með smá stælum, að reita manninn sem var að dekka hann til reiði. Alltaf góð taktík. Annars ágætis leikur hjá honum. Ekkert út á dugnaðinn að setja en úrslitasendingar fóru oft úrskeiðis. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [8] vísir / hulda margrét Hefur alltaf liðið vel í landsliðstreyjunni og á því varð engin breyting í kvöld. Fantagóð frammistaða og skoraði frábært mark. Óhræddur við taka menn á og ógnar sífellt en skilar alltaf varnarvinnu þegar þess þarf. Orri Steinn Óskarsson, framherji og maður leiksins [9] vísir / hulda margrét Langhættulegasti maður liðsins í leiknum. Alltaf leitað að honum þegar Ísland sótti upp völlinn. Þvílíkur stökkkraftur sem hann sýndi í markinu. Gott hlaup, tróndi yfir alla og stýrði boltanum í netið af mikilli snilld. Illviðráðanlegur augljóslega. Alltaf hægt að finna hann í lappir og batta boltann. Ógnaði með góðum hlaupum inn á teiginn. Maður leiksins í kvöld. Varamenn Arnór Sigurðsson [7] kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 65. mínútu. Fín skipting. Jón Dagur skilaði gríðarlegri vinnslu og gott að fá ferskar lappir inn á þessum tímapunkti. Willum Þór Willumsson [6] kom inn á fyrir Mikael Neville Anderson á 77. mínútu. Hefði hæglega getað komist á blað. Fékk frábært færi einn gegn markmanni en klikkaði. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 87. Mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Svartfjallaland | Strákarnir okkar hefja nýtt tímabil Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann sögulegan 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld og hóf því nýja leiktíð í Þjóðadeildinni með besta hætti. 6. september 2024 20:32 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Fleiri fréttir Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Sjá meira
Í beinni: Ísland - Svartfjallaland | Strákarnir okkar hefja nýtt tímabil Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann sögulegan 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld og hóf því nýja leiktíð í Þjóðadeildinni með besta hætti. 6. september 2024 20:32