Rausnarskapur Kiwanisklúbbsins Ölvers í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2024 15:05 .Kiwanismennirnir Björn Þór, Þráinn og Stefán, sem sáu meðal annars um matseldina fyrir hópinn af sinni alkunnu snilld. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólastjóri Grunnskóla Þorlákshafnar á ekki orð yfir rausnarskap félaga í Kiwanisklúbbnum Ölver í bæjarfélaginu, sem bauð nemendum í 8. og 9. bekk í vikunni í dagsferð í Landmannalaugar. Boðið var upp á fjölbreyttar veitingar í ferðinni, sem voru allar í boði klúbbsins, auk rútuferðarinnar. Eitt af gildum Kiwanishreyfingarinnar er að styðja við börn og ungmenni og bæta þannig samfélagið og það kunna Kiwanismenn í Þorlákshöfn sannarlega að gera en síðustu ár hafa þeir boðið nemendum í 8. og 9. bekk í Grunnskóla Þorlákshafnar í dagsferð, annað hvort í Landmannalaugar eða Þórsmörk, nú var það Landmannalaugar. Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri skólans. „Þeir sjá um ferðina frá A til Ö en ferðin er nemendum algjörlega að kostnaðarlausu og grillað ofan í mannskap, það er grillað lambalæri, samlokur og kakó og svo göngum við á fjöll með krakkana. Þetta er alveg frábær hefð og ofboðslegt að heyra og sjá krakkana njóta sín í svona fallegri náttúru en mörg hver hafa aldrei komið á þessa einstöku staði.” „Sjálfa” uppi á Brennisteinsöldu, Ólína skólastjóri og Erla deildarstjóri með hópi drengja úr 8. og 9. bekk.Aðsend Og Ólína á vart orð til að lýsa yfir þakklæti og höfðingsskap Kiwanismanna en eingöngu karlar eru í klúbbnum. „Já, þetta er algjörlega til fyrirmyndar. Við erum svo þakklát þeim Kiwanismönnum.” En eru krakkarnir að átta sig á og meta þetta sem er verið að gera fyrir þau, finnst henni það? „Já algjörlega, þau eru bara mjög þakklát og finnst þetta alls ekki sjálfsagt mál. Þetta er til dæmis mikill kostnaður eins og í rútuferðir og menn eru að taka sér frí í vinnu til að fara með okkur í þessar ferðir og smyrja og græja mat fyrir þau. Já, mér finnst þau mjög þakklát,” segir Ólína. Slakað á í heita læknum.Aðsend En hvað var þetta stór hópur? „Við fórum með um 60 krakka núna. Það er aðeins að fjölga hjá okkur í skólanum þannig að það er að fjölga á hverju ári, það er bara skemmtilegt en í dag eru nemendur skólans 270 og starfsmennirnir um 60,” segir Ólína. Stelpur úr 9. bekk - Ragnhildur Anna, Hrafnhildur Fjóla, Sólveig, Oliwia og Andrea Ösp.Aðsend Nemendur ganga af stað.Aðsend Ölfus Skóla- og menntamál Ferðalög Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Eitt af gildum Kiwanishreyfingarinnar er að styðja við börn og ungmenni og bæta þannig samfélagið og það kunna Kiwanismenn í Þorlákshöfn sannarlega að gera en síðustu ár hafa þeir boðið nemendum í 8. og 9. bekk í Grunnskóla Þorlákshafnar í dagsferð, annað hvort í Landmannalaugar eða Þórsmörk, nú var það Landmannalaugar. Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri skólans. „Þeir sjá um ferðina frá A til Ö en ferðin er nemendum algjörlega að kostnaðarlausu og grillað ofan í mannskap, það er grillað lambalæri, samlokur og kakó og svo göngum við á fjöll með krakkana. Þetta er alveg frábær hefð og ofboðslegt að heyra og sjá krakkana njóta sín í svona fallegri náttúru en mörg hver hafa aldrei komið á þessa einstöku staði.” „Sjálfa” uppi á Brennisteinsöldu, Ólína skólastjóri og Erla deildarstjóri með hópi drengja úr 8. og 9. bekk.Aðsend Og Ólína á vart orð til að lýsa yfir þakklæti og höfðingsskap Kiwanismanna en eingöngu karlar eru í klúbbnum. „Já, þetta er algjörlega til fyrirmyndar. Við erum svo þakklát þeim Kiwanismönnum.” En eru krakkarnir að átta sig á og meta þetta sem er verið að gera fyrir þau, finnst henni það? „Já algjörlega, þau eru bara mjög þakklát og finnst þetta alls ekki sjálfsagt mál. Þetta er til dæmis mikill kostnaður eins og í rútuferðir og menn eru að taka sér frí í vinnu til að fara með okkur í þessar ferðir og smyrja og græja mat fyrir þau. Já, mér finnst þau mjög þakklát,” segir Ólína. Slakað á í heita læknum.Aðsend En hvað var þetta stór hópur? „Við fórum með um 60 krakka núna. Það er aðeins að fjölga hjá okkur í skólanum þannig að það er að fjölga á hverju ári, það er bara skemmtilegt en í dag eru nemendur skólans 270 og starfsmennirnir um 60,” segir Ólína. Stelpur úr 9. bekk - Ragnhildur Anna, Hrafnhildur Fjóla, Sólveig, Oliwia og Andrea Ösp.Aðsend Nemendur ganga af stað.Aðsend
Ölfus Skóla- og menntamál Ferðalög Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira