Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis: Brettum upp ermar! Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar 8. september 2024 07:02 Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis, þann 8. september, hefur Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) sent upplýsingar til leik- og grunnskóla varðandi hvernig aðstoða má foreldra við að efla læsi barna sinna. Leikskólar fengu sendar upplýsingar, til að deila með foreldrum, um gildi þess að lesa fyrir börn frá unga aldri þar sem grunnur að góðum málþroska og læsi er lagður strax á fyrstu æviárum barnsins. Þar má einnig finna hugmyndir að því hvernig gera má lestrarstundirnar að gæðastundum. Að lesa fyrir börn eflir ekki aðeins málþroska og stuðlar að betri lesskilningi seinna meir, heldur ýta lestrarstundir undir tengslamyndun, þær örva ímyndunaraflið og bæta einbeitingu og athygli svo dæmi séu tekin. Grunnskólar fengu send tvenns konar upplýsingablöð til að deila með foreldrum en heimalestrarþjálfun í grunnskóla er eitthvað sem nær hvert einasta heimili í landinu hefur reynslu af. Mikilvægt er að skólar styðji við heimilin svo að sá tími sem varið er í heimalestur nýtist vel og hann sé ánægjulegur bæði fyrir barnið og þann sem þjálfar lesturinn. Við höfum tekið saman nokkrar aðferðir, fyrir yngstu börnin og foreldra þeirra, sem hægt er að nota til að gera heimalesturinn bæði fjölbreyttan og áhugaverðan en aðferðunum fylgja myndbönd og annað efni af netinu sem geta leiðbeint foreldrum hvernig best er að bera sig að. Undirstaða góðs lesskilnings er góður málþroski og góð lesfimi. Ástæða er til að hafa áhyggjur af dvínandi lesskilningi barna á Íslandi en það þýðir hins vegar lítið að velta sé upp úr áhyggjum án athafna. Nærtækara er að bretta upp ermar og kenna börnum að velta fyrir sér og ígrunda texta ásamt því að læra aðferðir sem hjálpa þeim að ná tökum á nýjum, framandi orðum. Gagnvirkur lestur er mikið rannsökuð og gagnleg aðferð í glímunni við texta. Við höfum tekið saman einfalda útfærslu sem foreldrar og börn geta tileinkað sér. Það getur tekið nokkur skipti að ná tökum á aðferðinni en hún mun skila barninu betri vinnubrögðum við lestur og þar af leiðandi betri lesskilningi. Þessi aðferð er gagnleg fyrir alla nemendur sem eru búnir að ná nokkuð góðum tökum á lestri og geta einbeitt sér að innihaldi texta sem hæfir aldri og þroska. Eins og áður segir hefur efnið þegar verið sent á alla leik- og grunnskóla landsins en gögnin má einnig finna á Læsisspjallinu sem FLÍS heldur úti á Facebook. Gleðilegan dag læsis! Höfundur er formaður FLÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis, þann 8. september, hefur Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) sent upplýsingar til leik- og grunnskóla varðandi hvernig aðstoða má foreldra við að efla læsi barna sinna. Leikskólar fengu sendar upplýsingar, til að deila með foreldrum, um gildi þess að lesa fyrir börn frá unga aldri þar sem grunnur að góðum málþroska og læsi er lagður strax á fyrstu æviárum barnsins. Þar má einnig finna hugmyndir að því hvernig gera má lestrarstundirnar að gæðastundum. Að lesa fyrir börn eflir ekki aðeins málþroska og stuðlar að betri lesskilningi seinna meir, heldur ýta lestrarstundir undir tengslamyndun, þær örva ímyndunaraflið og bæta einbeitingu og athygli svo dæmi séu tekin. Grunnskólar fengu send tvenns konar upplýsingablöð til að deila með foreldrum en heimalestrarþjálfun í grunnskóla er eitthvað sem nær hvert einasta heimili í landinu hefur reynslu af. Mikilvægt er að skólar styðji við heimilin svo að sá tími sem varið er í heimalestur nýtist vel og hann sé ánægjulegur bæði fyrir barnið og þann sem þjálfar lesturinn. Við höfum tekið saman nokkrar aðferðir, fyrir yngstu börnin og foreldra þeirra, sem hægt er að nota til að gera heimalesturinn bæði fjölbreyttan og áhugaverðan en aðferðunum fylgja myndbönd og annað efni af netinu sem geta leiðbeint foreldrum hvernig best er að bera sig að. Undirstaða góðs lesskilnings er góður málþroski og góð lesfimi. Ástæða er til að hafa áhyggjur af dvínandi lesskilningi barna á Íslandi en það þýðir hins vegar lítið að velta sé upp úr áhyggjum án athafna. Nærtækara er að bretta upp ermar og kenna börnum að velta fyrir sér og ígrunda texta ásamt því að læra aðferðir sem hjálpa þeim að ná tökum á nýjum, framandi orðum. Gagnvirkur lestur er mikið rannsökuð og gagnleg aðferð í glímunni við texta. Við höfum tekið saman einfalda útfærslu sem foreldrar og börn geta tileinkað sér. Það getur tekið nokkur skipti að ná tökum á aðferðinni en hún mun skila barninu betri vinnubrögðum við lestur og þar af leiðandi betri lesskilningi. Þessi aðferð er gagnleg fyrir alla nemendur sem eru búnir að ná nokkuð góðum tökum á lestri og geta einbeitt sér að innihaldi texta sem hæfir aldri og þroska. Eins og áður segir hefur efnið þegar verið sent á alla leik- og grunnskóla landsins en gögnin má einnig finna á Læsisspjallinu sem FLÍS heldur úti á Facebook. Gleðilegan dag læsis! Höfundur er formaður FLÍS.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun