Zirkzee með mark í frumraun og Þjóðverjar magnaðir Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 20:44 Jamal Musiala fagnar marki gegn Ungverjum í kvöld en hann átti stóran þátt í risasigri Þjóðverja. Getty/Bernd Thissen Þjóðverjar hófu nýja leiktíð í Þjóðadeildinni á stórsigri, 5-0, gegn Ungverjalandi í kvöld á meðan að Holland vann Bosníu 4-2 í sama riðli, í A-deildinni. Niclas Füllkrug, nú framherji West Ham, kom Þýskalandi yfir gegn Ungverjum á 27. mínútu, eftir góða sókn og stutta sendingu frá Jamal Musiala. Musiala skoraði svo sjálfur annað markið eftir að hann slapp einn gegn markverði. Musiala þurfti reyndar að taka langan sprett og fékk á endanum varnarmenn í sig en náði þó að skora, á 57. mínútu. Florian Wirtz bætti svo við þriðja markinu á 66. mínútu, eftir aðra stoðsendingu Musiala, og gerði út um leikinn. Hinn tvítugi Aleksandar Pavlovic gerði fjórða mark Þjóðverja, í sínum fyrsta mótsleik fyrir þýska landsliðið. Þjóðverjar voru mikið betri og til að mynda átti Kai Havertz tvær frábærar tilraunir, skalla og skot, í þverslá og niður en í hvorugt skiptið fór boltinn inn fyrir línuna. Hann skoraði hins vegar fimmta mark leiksins úr vítaspyrnu sem hann náði í sjálfur, tíu mínútum fyrir leikslok. Joshua Zirkzee fagnar sínu fyrsta marki fyrir hollenska landsliðið, gegn Bosníu í kvöld.Getty/Angelo Blankespoor Joshua Zirkzee, framherji Manchester United, fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Hollands þegar liðið mætti Bosníu í Eindhoven og var aðeins tólf mínútur að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Ermedin Demirovic jafnaði fyrir Bosníu en Tijjani Reijnders, miðjumaður AC Milan, kom Hollandi yfir á nýjan leik rétt fyrir hálfleik. Liverpool-maðurinn Cody Gakpo skoraði svo þriðja mark Hollands snemma í seinni hálfleik en hinn 38 ára gamli Edin Dzeko kom Bosníu aftur inn í leikinn með marki á 73. mínútu. Það dugði þó ekki til og þeir Wout Weghorst og Xavi Simons innsigluðu sigur Hollendinga með mörkum í lokin. Heimir glímir við heita Grikki Í B-deildinni unnu næstu andstæðingar Heimis Hallgrímssonar og írska landsliðsins, Grikkir, öruggan 3-0 sigur gegn Finnum. Írland og Grikkland mætast á þriðjudagskvöld og þá mæta Finnar liði Englands, sem vann Íra 2-0 í kvöld. Georgía vann 4-1 gegn Tékklandi og Albanía hafði betur gegn Úkraínu, 2-1, í riðli 1 í B-deildinni. Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gömlu Írarnir léku Heimi grátt Heimir Hallgrímsson varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Englandi, silfurliði EM, í fyrsta leiknum sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta í dag. 7. september 2024 16:13 Færeyjar byrja Þjóðadeildina á sterku stigi Frændur vorir frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Makedóníu í fyrsta leik liðanna í C-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. 7. september 2024 15:31 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Niclas Füllkrug, nú framherji West Ham, kom Þýskalandi yfir gegn Ungverjum á 27. mínútu, eftir góða sókn og stutta sendingu frá Jamal Musiala. Musiala skoraði svo sjálfur annað markið eftir að hann slapp einn gegn markverði. Musiala þurfti reyndar að taka langan sprett og fékk á endanum varnarmenn í sig en náði þó að skora, á 57. mínútu. Florian Wirtz bætti svo við þriðja markinu á 66. mínútu, eftir aðra stoðsendingu Musiala, og gerði út um leikinn. Hinn tvítugi Aleksandar Pavlovic gerði fjórða mark Þjóðverja, í sínum fyrsta mótsleik fyrir þýska landsliðið. Þjóðverjar voru mikið betri og til að mynda átti Kai Havertz tvær frábærar tilraunir, skalla og skot, í þverslá og niður en í hvorugt skiptið fór boltinn inn fyrir línuna. Hann skoraði hins vegar fimmta mark leiksins úr vítaspyrnu sem hann náði í sjálfur, tíu mínútum fyrir leikslok. Joshua Zirkzee fagnar sínu fyrsta marki fyrir hollenska landsliðið, gegn Bosníu í kvöld.Getty/Angelo Blankespoor Joshua Zirkzee, framherji Manchester United, fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Hollands þegar liðið mætti Bosníu í Eindhoven og var aðeins tólf mínútur að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Ermedin Demirovic jafnaði fyrir Bosníu en Tijjani Reijnders, miðjumaður AC Milan, kom Hollandi yfir á nýjan leik rétt fyrir hálfleik. Liverpool-maðurinn Cody Gakpo skoraði svo þriðja mark Hollands snemma í seinni hálfleik en hinn 38 ára gamli Edin Dzeko kom Bosníu aftur inn í leikinn með marki á 73. mínútu. Það dugði þó ekki til og þeir Wout Weghorst og Xavi Simons innsigluðu sigur Hollendinga með mörkum í lokin. Heimir glímir við heita Grikki Í B-deildinni unnu næstu andstæðingar Heimis Hallgrímssonar og írska landsliðsins, Grikkir, öruggan 3-0 sigur gegn Finnum. Írland og Grikkland mætast á þriðjudagskvöld og þá mæta Finnar liði Englands, sem vann Íra 2-0 í kvöld. Georgía vann 4-1 gegn Tékklandi og Albanía hafði betur gegn Úkraínu, 2-1, í riðli 1 í B-deildinni.
Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gömlu Írarnir léku Heimi grátt Heimir Hallgrímsson varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Englandi, silfurliði EM, í fyrsta leiknum sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta í dag. 7. september 2024 16:13 Færeyjar byrja Þjóðadeildina á sterku stigi Frændur vorir frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Makedóníu í fyrsta leik liðanna í C-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. 7. september 2024 15:31 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Gömlu Írarnir léku Heimi grátt Heimir Hallgrímsson varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Englandi, silfurliði EM, í fyrsta leiknum sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta í dag. 7. september 2024 16:13
Færeyjar byrja Þjóðadeildina á sterku stigi Frændur vorir frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Makedóníu í fyrsta leik liðanna í C-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. 7. september 2024 15:31