Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar unnu leik liðanna í Danmörku með 13 marka mun og því má segja að leikur dagsins hafi verið formsatriði, sem hann og var. Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum þegar honum var lokið, staðan þá 20-16.
Í þeim síðari voru yfirburðirnir enn meiri og vann Gummersbach á endanum níu marka sigur, lokatölur 39-30.
Teitur Örn Einarsson fór hamförum í leiknum en hann skoraði sjö mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Þá skorað Elliði Snær Viðarsson tvö mörk.
Það er þegar ljóst í hvaða riðli Gummersbach spilar og kemur Íslendingaliðið í Kaplakrika til að mæta FH í haust. Í riðlinum eru einnig Sävehof frá Svíþjóð og Fenix Toulouse frá Frakklandi.
Þá skoraði Díana Dögg Magnúsdóttir tvö mörk þegar Blomberg-Lippe tapaði fyrir Zwickau á útivelli í 1. umferð þýsku úrvalsdeildar kvenna, lokatölur 27-21. Tapið hefur verið extra súrt fyrir Díönu Dögg sem samdi við Blomberg-Lippe í sumar eftir að hafa leikið með Zwickau þar áður.