Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Lovísa Arnardóttir skrifar 9. september 2024 11:29 Reynir Traustason er ritstjóri Mannlífs. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlanefnd sektaði fjölmiðlafyrirtækið Sóltún, sem rekur fjölmiðilinn Mannlíf, um 250 þúsund krónur fyrir að brjóta á lögum um fjölmiðla með því að auglýsa bæði nikótín- og áfengisvörur á vef Mannlífs í keyptri umfjöllun á vef miðilsins. Í umfjölluninni var rætt um söluvörur fyrirtækisins Duflands ehf. sem eru meðal annars nikótínpúðategundirnar LOOP og VELO og víntegundirnar Marta Mate og The Chocolate Block. Við meðferð málsins komst Fjölmiðlanefnd að því að einnig ætti að leggja mat á hvort í umfjölluninni væri um að ræða brot á lögum um fjölmiðla vegna viðskiptaboða fyrir nikótínvörur. Til viðskiptaboða teljast meðal annars auglýsingar, kostun og vöruinnsetning. Í ákvörðun nefndarinnar kemur fram að málið hafi verið tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli ábendingarinnar sem barst í síma í ágúst árið 2023 en umfjöllunin var birt í júní sama ár. Fjölmiðlanefnd byrjaði samkvæmt ákvörðun sinni á því að óska eftir gögnum frá Sólartúni vegna umfjöllunarinnar, bæði var beðið um upplýsingar og þeirra sjónarmið á birtingunni. Kynning sem greitt var fyrir Í svari Sólartúns kom fram að um væri að ræða kynningu sem fyrirtækið hefði greitt fyrir. Umfjöllunin væri birt undir flokki kynninga á vef og að engin viðskiptaboð fælust í henni. Hún væri hluti af matar- og vínmenningu landsins og að ekki hefði verið greitt í neinu formi fyrir auglýsingar á áfengi. Í svörum fyrirtækisins til nefndarinnar kom jafnframt fram að kynningin fæli ekki í sér brot eða ásetning um að fara á svig við lög. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að niðurstaða þeirra sé að umfjöllunin teljist til viðskiptaboða fyrir nikótínvörur og áfengi og að með miðlun þeirra á vef Mannlífs umrætt sinn hafi Sólartún ehf. brotið gegn þeim hluta laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð. Umfjöllunin hafi ekki bara verið kynning á starfsemi fyrirtækisins heldur einnig á vörunum sem þau selja. Sem samkvæmt lögum má ekki auglýs. Fjölmiðlanefnd ákvað í kjölfarið að leggja stjórnvaldssekt á Sólartún ehf. Nefndin taldi hæfilegt að sektin næmi 250.000 krónum. Tekið var mið af eðli brotsins við ákvörðun fjárhæðarinnar sem og að fyrirtækið hafði ekki áður brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga um bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur og áfengi. Áfengi og tóbak Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Sekta Árvakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna auglýsinga Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. 11. maí 2024 23:57 Bæjarblaðið sektað fyrir að auglýsa nikótín fyrir Þjóðhátíð Útgefandi bæjarblaðs Vestmanneyinga, Tíguls, hefur verið sektað um 100 þúsund krónur vegna brots á fjölmiðlalögum, með því að birta viðskiptaboð fyrir nikótínpúða og rafsígarettur. Tígull er fyrsti fjölmiðillinn sem sektaður fyrir slíkt brot. Útgefandinn segist hafa prentað heilsíðuauglýsinguna fyrir mistök. 11. janúar 2024 14:28 Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. 18. desember 2023 10:57 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Í umfjölluninni var rætt um söluvörur fyrirtækisins Duflands ehf. sem eru meðal annars nikótínpúðategundirnar LOOP og VELO og víntegundirnar Marta Mate og The Chocolate Block. Við meðferð málsins komst Fjölmiðlanefnd að því að einnig ætti að leggja mat á hvort í umfjölluninni væri um að ræða brot á lögum um fjölmiðla vegna viðskiptaboða fyrir nikótínvörur. Til viðskiptaboða teljast meðal annars auglýsingar, kostun og vöruinnsetning. Í ákvörðun nefndarinnar kemur fram að málið hafi verið tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli ábendingarinnar sem barst í síma í ágúst árið 2023 en umfjöllunin var birt í júní sama ár. Fjölmiðlanefnd byrjaði samkvæmt ákvörðun sinni á því að óska eftir gögnum frá Sólartúni vegna umfjöllunarinnar, bæði var beðið um upplýsingar og þeirra sjónarmið á birtingunni. Kynning sem greitt var fyrir Í svari Sólartúns kom fram að um væri að ræða kynningu sem fyrirtækið hefði greitt fyrir. Umfjöllunin væri birt undir flokki kynninga á vef og að engin viðskiptaboð fælust í henni. Hún væri hluti af matar- og vínmenningu landsins og að ekki hefði verið greitt í neinu formi fyrir auglýsingar á áfengi. Í svörum fyrirtækisins til nefndarinnar kom jafnframt fram að kynningin fæli ekki í sér brot eða ásetning um að fara á svig við lög. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að niðurstaða þeirra sé að umfjöllunin teljist til viðskiptaboða fyrir nikótínvörur og áfengi og að með miðlun þeirra á vef Mannlífs umrætt sinn hafi Sólartún ehf. brotið gegn þeim hluta laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð. Umfjöllunin hafi ekki bara verið kynning á starfsemi fyrirtækisins heldur einnig á vörunum sem þau selja. Sem samkvæmt lögum má ekki auglýs. Fjölmiðlanefnd ákvað í kjölfarið að leggja stjórnvaldssekt á Sólartún ehf. Nefndin taldi hæfilegt að sektin næmi 250.000 krónum. Tekið var mið af eðli brotsins við ákvörðun fjárhæðarinnar sem og að fyrirtækið hafði ekki áður brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga um bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur og áfengi.
Áfengi og tóbak Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Sekta Árvakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna auglýsinga Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. 11. maí 2024 23:57 Bæjarblaðið sektað fyrir að auglýsa nikótín fyrir Þjóðhátíð Útgefandi bæjarblaðs Vestmanneyinga, Tíguls, hefur verið sektað um 100 þúsund krónur vegna brots á fjölmiðlalögum, með því að birta viðskiptaboð fyrir nikótínpúða og rafsígarettur. Tígull er fyrsti fjölmiðillinn sem sektaður fyrir slíkt brot. Útgefandinn segist hafa prentað heilsíðuauglýsinguna fyrir mistök. 11. janúar 2024 14:28 Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. 18. desember 2023 10:57 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Sekta Árvakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna auglýsinga Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. 11. maí 2024 23:57
Bæjarblaðið sektað fyrir að auglýsa nikótín fyrir Þjóðhátíð Útgefandi bæjarblaðs Vestmanneyinga, Tíguls, hefur verið sektað um 100 þúsund krónur vegna brots á fjölmiðlalögum, með því að birta viðskiptaboð fyrir nikótínpúða og rafsígarettur. Tígull er fyrsti fjölmiðillinn sem sektaður fyrir slíkt brot. Útgefandinn segist hafa prentað heilsíðuauglýsinguna fyrir mistök. 11. janúar 2024 14:28
Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. 18. desember 2023 10:57