„Þetta er auðvitað bara einhver bull nálgun“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. september 2024 17:44 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Vísir/Einar „Við þurfum að vera með kerfi hér sem að tryggir að við sköpum sem mest verðmæti fyrir þjóðarbúið sem heild. Ef það gerist þannig að hér eru sjávarútvegsfyrirtæki sem að geta með hagnaði sínum fjárfest í öðrum atvinnugreinum. Ég bara lít ekki á það sem vandamál því ég lít á þetta sem hvern annan atvinnurekstur. Menn hafa enga sérstaka skyldu til að taka alla verðmætasköpun sem verður til í greininni og fjárfesta henni alltaf nauðsynlega bara inn í sama rekstur. Þetta er auðvitað bara einhver bull nálgun. Það verður að horfa á þetta sem alvöru rekstur.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á opnum fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sem fór fram í dag. Yfirskrift fundarins var: „Veiðigjald - skattur í nútíð, skerðing í framtíð“. Ýmsir aðilar komu fram til að ræða mögulega aukin veiðigjöld á sjávarútveginn, þar á meðal Bjarni, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem mættust í pallborði. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, stýrði fundinum og pallborði. Vilja frið og grið frá pólitíkinni Á fundinum óskaði sjávarútvegurinn eftir frið frá pólitíkinni og að fallið yrði frá fyrirhugaðri hækkun veiðigjalda í frumvarpi matvælaráðherra til laga um sjávarútveg. Frumvarpið hefur verið lagt til í samráðsgátt en er þó ekki orðið að stjórnarfrumvarpi enn sem komið er. Í frumvarpinu eins og það lítur út núna er lagt til að veiðigjald á uppsjávarfiski hækki úr 33 prósentum í 45 prósent og samhliða því fellt niður tíu prósenta álag á uppsjávarfisk. „Þetta hvílir á vinnu Auðlindarinnar okkar sem að Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra setti af stað í upphafi kjörtímabilsins í mjög breiðri samvinnu greinarinnar og ýmissa hagsmunaaðila. Með mjög breiðri pólitískri samstöðu sömuleiðis og var ætlað að leiða fram tækifæri sem við vorum spennt fyrir bæði fyrir sjávarútveginn og þar með talið fiskeldi í landinu,“ sagði Bjarni spurður um frumvarpið. „Þetta slær mig ekki vel“ Heiðrún benti á að í frumvarpinu er lagt til breyting þar sem veiðigjald yrði ekki frádráttarbært frá tekjuskatti. „Þetta þýðir að virkur tekjuskattur fari úr 58 prósentum upp í jafnvel yfir 70 prósent í botnfiskveiðum og yfir 80 prósent í uppsjávarveiðum. Er Sjálfstæðisflokkurinn hlynntur þessum tillögum?“ Bjarni svaraði þessu neitandi og sagði: „Þetta slær mig ekki vel og þetta slær mig ekki sem sannfærandi tillaga ef ég ætla að segja alveg eins og er.“ Ekki rætt innan ríkisstjórnarinnar Heiðrún spurði hvort að breytingar er varða veiðigjöld í frumvarpinu umdeilda væru sameiginleg sýn ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagði að frumvarpið hafi í raun aldrei verið rætt innan ríkisstjórnarinnar. „Það er í samráðsgátt einmitt til að kalla fram sjónarmið þannig að hægt sé að undirbyggja betur umræðu um frumvarpið í endanlegum búningi. Þú nefndir það að ekki hafi verið farið í samanburðarrannsókn við sjávarútveg í öðrum löndum. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra.Vísir/Vilhelm Nálgunin í stjórnarsáttmálanum var sú að draga betur fram en oft hefur tekist í almennri umræðu um sjávarútvegsins hver staða íslensk sjávarútvegs sé í samanburði þjóðanna. Niðurstaðan var sú að þetta hafi verið gert með fullnægjandi hætti í skýrslunni frá fyrra kjörtímabili og að það hefði ekki haft mikið upp á sig að draga það aftur fram að nýju.“ Bjarni tók sérstaklega fram að hugmyndin með veiðigjaldinu hafi verið að skapa betri sátt og tryggja að ríkið myndi fá til baka í ríkiskassann það sem væri verið að leggja fram í eftirlit og rannsóknir. Langt frá því að baráttan snúist bara um veiðigjöld Bjarni ítrekaði að hækkun á veiðigjöldum væri ekki orðið að stjórnarfrumvarpi og að tíminn þyrfti að leiða í ljós hvaða atriði úr frumvarpinu myndu skila sér til atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Þú spyrð, er ekki kominn tími til þess að gefa sjávarútveginum einhvern grið eða einhvern frið? Baráttan hefur ekki bara snúist um veiðigjaldið. Langt frá því. Þessi barátta sem hefur staðið núna í tvo áratugi hefur snúist um alla helstu grundvallarþætti greinarinnar. Fyrir mér eru það verulega mikil tíðindi ef öll þessi mikla vinna sem ráðist var í skili þeirri megin niðurstöðu að sjálft kerfið sé að skila sínum tilgangi og sé gott fyrir þjóðina til lengri tíma.“ Átta til tíu milljarðar í rannsóknir og eftirlit Bjarni benti á að lítið hafi verið hreyft við skattlagningu á fyrirtæki í sjávarútvegi síðasta áratug og ítrekaði að það væri ákveðinn tilgangur með veiðigjöldunum. Hann tók sérstaklega fram að ríkið veitti átta til tíu milljörðum í rannsóknir og eftirlit með greininni á ári hverju. „Ég er ekki að leita eftir því að auka álögur á greinina sérstaklega og ég skil vel þessi hagrænu gögn. Ég held hins vegar að ef menn horfa með einhverri sanngirni til þess sem hefur verið gert undanfarin áratug, þá höfum við verið að ýta frá okkur vondum hugmyndum um breytingar. Við höfum náð framförum í ákveðnum breytingum á veiðigjaldinu. Slagurinn stendur enn þá um önnur grundvallaratriði.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Menn hafa enga sérstaka skyldu til að taka alla verðmætasköpun sem verður til í greininni og fjárfesta henni alltaf nauðsynlega bara inn í sama rekstur. Þetta er auðvitað bara einhver bull nálgun. Það verður að horfa á þetta sem alvöru rekstur.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á opnum fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sem fór fram í dag. Yfirskrift fundarins var: „Veiðigjald - skattur í nútíð, skerðing í framtíð“. Ýmsir aðilar komu fram til að ræða mögulega aukin veiðigjöld á sjávarútveginn, þar á meðal Bjarni, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem mættust í pallborði. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, stýrði fundinum og pallborði. Vilja frið og grið frá pólitíkinni Á fundinum óskaði sjávarútvegurinn eftir frið frá pólitíkinni og að fallið yrði frá fyrirhugaðri hækkun veiðigjalda í frumvarpi matvælaráðherra til laga um sjávarútveg. Frumvarpið hefur verið lagt til í samráðsgátt en er þó ekki orðið að stjórnarfrumvarpi enn sem komið er. Í frumvarpinu eins og það lítur út núna er lagt til að veiðigjald á uppsjávarfiski hækki úr 33 prósentum í 45 prósent og samhliða því fellt niður tíu prósenta álag á uppsjávarfisk. „Þetta hvílir á vinnu Auðlindarinnar okkar sem að Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra setti af stað í upphafi kjörtímabilsins í mjög breiðri samvinnu greinarinnar og ýmissa hagsmunaaðila. Með mjög breiðri pólitískri samstöðu sömuleiðis og var ætlað að leiða fram tækifæri sem við vorum spennt fyrir bæði fyrir sjávarútveginn og þar með talið fiskeldi í landinu,“ sagði Bjarni spurður um frumvarpið. „Þetta slær mig ekki vel“ Heiðrún benti á að í frumvarpinu er lagt til breyting þar sem veiðigjald yrði ekki frádráttarbært frá tekjuskatti. „Þetta þýðir að virkur tekjuskattur fari úr 58 prósentum upp í jafnvel yfir 70 prósent í botnfiskveiðum og yfir 80 prósent í uppsjávarveiðum. Er Sjálfstæðisflokkurinn hlynntur þessum tillögum?“ Bjarni svaraði þessu neitandi og sagði: „Þetta slær mig ekki vel og þetta slær mig ekki sem sannfærandi tillaga ef ég ætla að segja alveg eins og er.“ Ekki rætt innan ríkisstjórnarinnar Heiðrún spurði hvort að breytingar er varða veiðigjöld í frumvarpinu umdeilda væru sameiginleg sýn ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagði að frumvarpið hafi í raun aldrei verið rætt innan ríkisstjórnarinnar. „Það er í samráðsgátt einmitt til að kalla fram sjónarmið þannig að hægt sé að undirbyggja betur umræðu um frumvarpið í endanlegum búningi. Þú nefndir það að ekki hafi verið farið í samanburðarrannsókn við sjávarútveg í öðrum löndum. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra.Vísir/Vilhelm Nálgunin í stjórnarsáttmálanum var sú að draga betur fram en oft hefur tekist í almennri umræðu um sjávarútvegsins hver staða íslensk sjávarútvegs sé í samanburði þjóðanna. Niðurstaðan var sú að þetta hafi verið gert með fullnægjandi hætti í skýrslunni frá fyrra kjörtímabili og að það hefði ekki haft mikið upp á sig að draga það aftur fram að nýju.“ Bjarni tók sérstaklega fram að hugmyndin með veiðigjaldinu hafi verið að skapa betri sátt og tryggja að ríkið myndi fá til baka í ríkiskassann það sem væri verið að leggja fram í eftirlit og rannsóknir. Langt frá því að baráttan snúist bara um veiðigjöld Bjarni ítrekaði að hækkun á veiðigjöldum væri ekki orðið að stjórnarfrumvarpi og að tíminn þyrfti að leiða í ljós hvaða atriði úr frumvarpinu myndu skila sér til atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Þú spyrð, er ekki kominn tími til þess að gefa sjávarútveginum einhvern grið eða einhvern frið? Baráttan hefur ekki bara snúist um veiðigjaldið. Langt frá því. Þessi barátta sem hefur staðið núna í tvo áratugi hefur snúist um alla helstu grundvallarþætti greinarinnar. Fyrir mér eru það verulega mikil tíðindi ef öll þessi mikla vinna sem ráðist var í skili þeirri megin niðurstöðu að sjálft kerfið sé að skila sínum tilgangi og sé gott fyrir þjóðina til lengri tíma.“ Átta til tíu milljarðar í rannsóknir og eftirlit Bjarni benti á að lítið hafi verið hreyft við skattlagningu á fyrirtæki í sjávarútvegi síðasta áratug og ítrekaði að það væri ákveðinn tilgangur með veiðigjöldunum. Hann tók sérstaklega fram að ríkið veitti átta til tíu milljörðum í rannsóknir og eftirlit með greininni á ári hverju. „Ég er ekki að leita eftir því að auka álögur á greinina sérstaklega og ég skil vel þessi hagrænu gögn. Ég held hins vegar að ef menn horfa með einhverri sanngirni til þess sem hefur verið gert undanfarin áratug, þá höfum við verið að ýta frá okkur vondum hugmyndum um breytingar. Við höfum náð framförum í ákveðnum breytingum á veiðigjaldinu. Slagurinn stendur enn þá um önnur grundvallaratriði.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira