Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2024 08:34 Um 80 tonn af bleikju töpuðust í skjálftunum í nóvember 2023, vatnsflæði í áframeldinu fór úr skorðum og stórir eldistankar skemmdust. Matorka Héraðsdómur Reykjaness hefur samþykkt beiðni landeldisfyrirtækisins Matorku um greiðslustöðvun. Fyrirtækið fór fram á greiðslustöðvun til að tryggja sanngirni gagnvart öllum kröfuhöfum í yfirstandandi samningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem fjallað erum fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins sem ætlað er að tryggja að fyrirtækið haldi áfram starfsemi og nái aftur sínum fyrri styrk þrátt fyrir verulegar áskoranir í kjölfar eldsumbrota á svæðinu. „Matorka, sem rekur viðamikið landeldi á bleikju nálægt Grindavík, hefur orðið fyrir verulegum áhrifum vegna jarðskjálfta á svæðinu, en um 80 tonn af bleikju töpuðust í skjálftunum í nóvember 2023, vatnsflæði í áframeldinu fór úr skorðum og stórir eldistankar skemmdust. Heildarmagn bleikju hjá fyrirtækinu er nú um 450 tonn. Rýmingar, endurtekið rafmagnsleysi og flutningur starfsfólks sem bjó í Grindavík hefur einnig haft neikvæð áhrif. Þá hefur fyrirtækið þurft að flytja vinnslu sína til Hafnarfjarðar fyrir sölu og útflutning. Til að koma fyrirtækinu í gegnum þennan skafl hafa hluthafar fyrirtækisins lagt verulegt fé í reksturinn og birgjar þess sem og lánveitendur hafa sýnt aðstæðum mikinn skilning. Matorka stefnir nú að því að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu til að tryggja verðmætabjörgun í Grindavík og tryggja rekstrarhæfi fyrirtækisins. Með henni verður fjármagn til áframhaldandi starfsemi tryggt og hafin sú vegferð að ná á ný fullri 3.000 tonna árlegri bleikjuframleiðslu . Endurskipulagningin felur í sér umtalsvert fjármagn frá hluthöfum, umbreytingu lána í hlutafé og samkomulag við kröfuhafa. Samkomulag þess efnis hefur náðst við stærstu hluthafa og samningaviðræður við stærstu kröfuhafa og banka eru jafnframt langt komnar. Fyrirtækið fór því fram á greiðslustöðvun til að tryggja sanngirni gagnvart öllum kröfuhöfum í yfirstandandi samningum og var hún samþykkt,“ segir í tilkynningunni. Grindavík Fiskeldi Landeldi Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hvað er greiðslustöðvun? Gríðarlega athygli vakti í gær þegar Árni Oddur Þórðarson, sem lengi hefur verið einn farsælasti viðskiptamaður landsins, tilkynnti að hann hafði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Greiðslustöðvun er alls ekki algengt fyrirbæri og því vaknar spurningin: Hvað er greiðslustöðvun? 9. nóvember 2023 14:21 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem fjallað erum fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins sem ætlað er að tryggja að fyrirtækið haldi áfram starfsemi og nái aftur sínum fyrri styrk þrátt fyrir verulegar áskoranir í kjölfar eldsumbrota á svæðinu. „Matorka, sem rekur viðamikið landeldi á bleikju nálægt Grindavík, hefur orðið fyrir verulegum áhrifum vegna jarðskjálfta á svæðinu, en um 80 tonn af bleikju töpuðust í skjálftunum í nóvember 2023, vatnsflæði í áframeldinu fór úr skorðum og stórir eldistankar skemmdust. Heildarmagn bleikju hjá fyrirtækinu er nú um 450 tonn. Rýmingar, endurtekið rafmagnsleysi og flutningur starfsfólks sem bjó í Grindavík hefur einnig haft neikvæð áhrif. Þá hefur fyrirtækið þurft að flytja vinnslu sína til Hafnarfjarðar fyrir sölu og útflutning. Til að koma fyrirtækinu í gegnum þennan skafl hafa hluthafar fyrirtækisins lagt verulegt fé í reksturinn og birgjar þess sem og lánveitendur hafa sýnt aðstæðum mikinn skilning. Matorka stefnir nú að því að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu til að tryggja verðmætabjörgun í Grindavík og tryggja rekstrarhæfi fyrirtækisins. Með henni verður fjármagn til áframhaldandi starfsemi tryggt og hafin sú vegferð að ná á ný fullri 3.000 tonna árlegri bleikjuframleiðslu . Endurskipulagningin felur í sér umtalsvert fjármagn frá hluthöfum, umbreytingu lána í hlutafé og samkomulag við kröfuhafa. Samkomulag þess efnis hefur náðst við stærstu hluthafa og samningaviðræður við stærstu kröfuhafa og banka eru jafnframt langt komnar. Fyrirtækið fór því fram á greiðslustöðvun til að tryggja sanngirni gagnvart öllum kröfuhöfum í yfirstandandi samningum og var hún samþykkt,“ segir í tilkynningunni.
Grindavík Fiskeldi Landeldi Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hvað er greiðslustöðvun? Gríðarlega athygli vakti í gær þegar Árni Oddur Þórðarson, sem lengi hefur verið einn farsælasti viðskiptamaður landsins, tilkynnti að hann hafði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Greiðslustöðvun er alls ekki algengt fyrirbæri og því vaknar spurningin: Hvað er greiðslustöðvun? 9. nóvember 2023 14:21 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Sjá meira
Hvað er greiðslustöðvun? Gríðarlega athygli vakti í gær þegar Árni Oddur Þórðarson, sem lengi hefur verið einn farsælasti viðskiptamaður landsins, tilkynnti að hann hafði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Greiðslustöðvun er alls ekki algengt fyrirbæri og því vaknar spurningin: Hvað er greiðslustöðvun? 9. nóvember 2023 14:21
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent