Tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum Lovísa Arnardóttir skrifar 10. september 2024 11:23 Wilum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir nýja bráðamóttöku á nýjum meðferðarkjarna á nýjum Landspítala en það séu um fimm ár í að sú móttaka opni. Vísir/Einar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum. Íslendingum hafi fjölgað hratt síðustu ár og móttakan ekki haldið í við þá þróun. Þá segir hann einnig til skoðunar að taka álag af bráðamóttöku með sérstakri smáslysamóttöku. Um helgina var á Vísi fjallað um veikindi Emblu Steindórsdóttur, landsliðskonu í handbolta, en hún þurfti að leita á bráðamóttökuna í ágúst og þurft að bíða lengi eftir aðstoð þrátt fyrir að vera með beiðni frá heimilislækni um tafarlausa innlögn. Willum Þór segir þetta eitt dæmi þess að bráðamóttakan sé sprungin. Hann ræddi stöðu heilbrigðiskerfisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þegar róðurinn er hvað þyngstur, á mestu álagspunktum, er bráðamóttakan sprungin,“ segir Willum. Hann segir starfsfólkið gera sitt besta og að spítalinn vilji bregðast við og breyta þegar fólk kvartar eða fær ekki góða þjónustu. Starfsfólk hafi, eftir þetta atvik, tekið verklag til skoðunar auk þess sem mæðgurnar hafi verið beðnar afsökunar. Íbúafjölgun hraðari Það sé þó tímabært að stækka bráðamóttökuna. Á síðustu árum hafi Íslendingum fjölgað um tíu prósent eða um fjögur þúsund og á sama tíma hafi móttakan ekki stækkað. Willum segir að hann hafi rætt þetta á fundi ríkisstjórnarinnar nýlega. Hann hafi sem dæmi lagt til að 25 matspláss séu á bráðamóttökunni sem séu fyrir þau sem eru í bráðasta vandanum. Það verði þá hægt að taka þessi pláss til hliðar og sinna þeim sérstaklega sem þar dvelja. Fimm ár í nýja meðferðarkjarnann Hann segir að áætlanir séu um að byggja við spítalann 400 fermetra byggingu. Það vanti um 60 legurými og staðan sé núna þannig að fólki sé dreift en að nýtingin sé orðin það mikil á mestu álagspunktunum að það þurfi að fjölga rýmum en frekar. Plássleysi sé þó ekki eini vandinn, einnig sé um að ræða skipulagsvandamál, innan og utan spítalans. Hann segir að það hefði þurft að byggja nýjan spítala fyrr en að okkur hafi líka fjölgað hraðar en spáð hafði verið. Þjóðin sé líka að eldast og að það hafi ekki verið nægilega vel séð fyrir því í áætlunum. Nýr spítali hefur nú verið í byggingu í nokkur ár en enn eru fimm ár í að nýr meðferðarkjarni verði opnaður. Þar verður að finna nýja bráðamótttöku sem á að leysa af hólmi bráðamóttökur sem í dag eru á mörgum fimm stöðum í Reykjavík. Willum segir að heilbrigðiskerfið hafi síðustu ár verið til gagngerrar skoðunar. Það sé búið að koma á fót fjarskiptalækni sem gagnist öllu landinu, það sé komin ný fjarskiptamiðstöð sem greiðir úr erindum til heilsugæslu og dregur úr álagi þar sem á að gera það að verkum að betur er hægt að vegvísa í gegnum kerfið. Hæg er að hlusta á viðtalið við Willum í heild sinni hér að ofan. Landspítalinn Bítið Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Um helgina var á Vísi fjallað um veikindi Emblu Steindórsdóttur, landsliðskonu í handbolta, en hún þurfti að leita á bráðamóttökuna í ágúst og þurft að bíða lengi eftir aðstoð þrátt fyrir að vera með beiðni frá heimilislækni um tafarlausa innlögn. Willum Þór segir þetta eitt dæmi þess að bráðamóttakan sé sprungin. Hann ræddi stöðu heilbrigðiskerfisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þegar róðurinn er hvað þyngstur, á mestu álagspunktum, er bráðamóttakan sprungin,“ segir Willum. Hann segir starfsfólkið gera sitt besta og að spítalinn vilji bregðast við og breyta þegar fólk kvartar eða fær ekki góða þjónustu. Starfsfólk hafi, eftir þetta atvik, tekið verklag til skoðunar auk þess sem mæðgurnar hafi verið beðnar afsökunar. Íbúafjölgun hraðari Það sé þó tímabært að stækka bráðamóttökuna. Á síðustu árum hafi Íslendingum fjölgað um tíu prósent eða um fjögur þúsund og á sama tíma hafi móttakan ekki stækkað. Willum segir að hann hafi rætt þetta á fundi ríkisstjórnarinnar nýlega. Hann hafi sem dæmi lagt til að 25 matspláss séu á bráðamóttökunni sem séu fyrir þau sem eru í bráðasta vandanum. Það verði þá hægt að taka þessi pláss til hliðar og sinna þeim sérstaklega sem þar dvelja. Fimm ár í nýja meðferðarkjarnann Hann segir að áætlanir séu um að byggja við spítalann 400 fermetra byggingu. Það vanti um 60 legurými og staðan sé núna þannig að fólki sé dreift en að nýtingin sé orðin það mikil á mestu álagspunktunum að það þurfi að fjölga rýmum en frekar. Plássleysi sé þó ekki eini vandinn, einnig sé um að ræða skipulagsvandamál, innan og utan spítalans. Hann segir að það hefði þurft að byggja nýjan spítala fyrr en að okkur hafi líka fjölgað hraðar en spáð hafði verið. Þjóðin sé líka að eldast og að það hafi ekki verið nægilega vel séð fyrir því í áætlunum. Nýr spítali hefur nú verið í byggingu í nokkur ár en enn eru fimm ár í að nýr meðferðarkjarni verði opnaður. Þar verður að finna nýja bráðamótttöku sem á að leysa af hólmi bráðamóttökur sem í dag eru á mörgum fimm stöðum í Reykjavík. Willum segir að heilbrigðiskerfið hafi síðustu ár verið til gagngerrar skoðunar. Það sé búið að koma á fót fjarskiptalækni sem gagnist öllu landinu, það sé komin ný fjarskiptamiðstöð sem greiðir úr erindum til heilsugæslu og dregur úr álagi þar sem á að gera það að verkum að betur er hægt að vegvísa í gegnum kerfið. Hæg er að hlusta á viðtalið við Willum í heild sinni hér að ofan.
Landspítalinn Bítið Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira