Þið mótmælið... afleiðingum eigin gjörða Kristófer Már Maronsson skrifar 10. september 2024 14:33 Þingmaður og verkalýðsforingi birtu 1500 orða grein í gær sem ber nafnið „Við mótmælum…”. Greinin byrjar á að reyna að færa lesendur í spor einstæðrar móður á örorkubótum sem hefur náð að eignast íbúð, var með fasta vexti í nokkur ár en nú hefur greiðslubyrði hennar meira en tvöfaldast. Hún getur samkvæmt þeim hvorki borgað af láninu lengur né skipt yfir í verðtryggt lán. Það vantar auðvitað fjölmargar forsendur í þessa sögu og þá sérstaklega ráðstöfunartekjurnar, en gefum okkur nokkrar forsendur og sjáum hvort einstæða móðirin, sem hefur verið að eignast íbúðina sína hratt vegna neikvæðra raunvaxta og hækkunar húsnæðisverðs, ráði við þessa hækkun. Gefum okkur að hún hafi orðið öryrki 30 ára og hafi aldrei greitt í lífeyrissjóð, eigi tvö börn í grunnskóla og hafi engar aðrar tekjur. Samkvæmt reiknivél TR eru ráðstöfunartekjur tæplega 688 þús. á mánuði eftir skatt. Við það bætast barna- og vaxtabætur, um 87 þús. á mánuði sem gera ráðstöfunartekjur heimilisins 775 þús. á mánuði. Þar af er afborgun af láni 155 þús. (20% af ráðstöfunartekjum) ef hún skiptir í verðtryggt eða 270 þús. (35%) haldi hún sig við óverðtryggða lánið. Dæmi nú hver fyrir sig um hvort þetta sé glæpsamlegt ofbeldi eins og tvímenningarnir kalla það. Það má taka undir að vextir séu mjög háir og eðlilegt að fólki finnist vaxtastigið óþolandi. Þetta er óþolandi, en lausnin er ekki að fara tyrknesku leiðina eins og sama fólk lagði til áður. Vert er að benda á að verðbólga í Tyrklandi er nýlega farin niður í 52% (fimmtíu-og-tvö prósent), en var 75% (sjötíu-og-fimm prósent) í maí sl. Þar hefur Erdogan viðhaft svipaðan málflutning, að háir vextir valdi verðbólgu og hann hefur beitt sér fyrir því að vextir séu ekki hækkaðir, m.a. með því að reka Seðlabankastjórann og skipa nýjan sem hlýðir hans stefnu. Sem betur fer búum við ekki við það á Íslandi og hér er velferðarkerfið sterkt - það á að grípa þá sem lenda í alvarlegum vandræðum. Hvað stuðlar að hjöðnun verðbólgu? Tvímenningarnir halda áfram að spila á tilfinningar fólks og upphefja sig, nefna marga hópa sem þau „berjast” fyrir gegn ríkisstjórn og Seðlabanka sem ekki hafa snefil af sómakennd, að þeirra sögn. Markmiðið er að skapa reiði í brjósti fólks og fá það til að mæta á Austurvöll í dag að mótmæla við þingsetningu „fyrir okkur sjálf, framtíðina og börnin okkar”. Þau kalla vaxtahækkanir Seðlabankans ofbeldi eða glæp og telja að verið sé að níðast á heimilum landsins. Það er alvarlegt að fólk í áhrifastöðu misnoti slík orð, enda ef fólk verður fyrir ofbeldi eða glæpum getur það leitað réttar síns í dómskerfinu. Ég hvet Ragnar og Ásthildi til þess að leita réttar síns ef þau telja á sér brotið og treysti dómskerfinu til að skera úr um málið. Þau gagnrýna einnig að raunvextir séu orðnir jákvæðir (loksins), en gleyma að minnast á að þeir hafi verið neikvæðir um fjögurra ára skeið. Í nýlegri rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á 100 verðbólguskotum koma fram áhugaverðar upplýsingar um baráttu við verðbólgu. Þar á meðal eru tveir punktar sem vert er að hafa í huga hérlendis: Lönd sem unnu á verðbólgu höfðu hærri raunvexti (meira peningalegt aðhald). Lönd sem unnu á verðbólgu bjuggu við minni nafnlaunahækkanir. Þessi rannsókn AGS ætti að vera tilefni til þess að verkalýðshreyfingin hætti að gagnrýna jákvætt raunvaxtastig Seðlabankans, sem mun að öllum líkindum skila langþráðri vaxtalækkun bráðlega, og byrji að líta í eigin barm - því háir vextir eru óþolandi. Ég er einn af þeim sem borga svívirðilega háa fjárhæð í vexti. Það eru tvær leiðir til að bregðast við hærri kostnaði, að neyta minna eða vinna meira. Launahækkanir á Íslandi eru síst hóflegar Verkalýðshreyfingin hefur barið sér á brjóst undanfarið fyrir hóflegar launahækkanir. Það er mikil gaslýsing því síðustu kjarasamningum fylgdi heilmikil aðkoma ríkisins sem má líkja við launahækkanir. Ítrekað hafa laun hér verið hækkuð umfram svigrúm. Það er gert grín að okkur fyrir þetta erlendis. Að við séum í alvörunni ekki búin að fatta að þetta leiði af sér hærri verðbólgu. Verkalýðshreyfingin beitir einnig af mikilli hörku valdi sínu til að knýja ríkið að borðinu við kjarasamningagerð. Stjórnmálamönnum er tilkynnt að ekki verði gerðir kjarasamningar nema til komi tugmilljarða framlög ríkisins og/eða að lögum verði breytt. Svo bregðast verkalýðsfélögin jafnvel ókvæða við ef lögin eru ekki nákvæmlega eins og þau vildu og gagnrýna það að alþingismenn skuli voga sér að hafa skoðun á þeim lögum sem þeim er falin sú ábyrgð að setja, eða setja ekki. Samkvæmt lögum má ekki fara í verkfall til að neyða löggjafann til athafna eða athafnaleysis. Það er spilað á þetta ákvæði með því að gera óraunhæfar kröfur til annarra atriða en segja ríkisstjórninni að létt verði á kröfunum ef ríkisstjórnin „liðkar til fyrir kjarasamningum”. Það skiptir engu máli hvort auknar ráðstöfunartekjur koma í formi beinna launahækkana eða óbeinna (t.d. styttri vinnuviku eða bóta frá ríkinu). Aukist peningamagn í umferð of hratt verða meiri peningar til staðar til að kaupa sömu vörurnar og mun það að öllum líkindum koma fram í verðbólgu. Það er mjög áhugavert að skoða tengsl launahækkana og verðbólgu hjá OECD löndunum. Það sem grafið sýnir okkur er að það eru engin lönd með háar launahækkanir og litla verðbólgu og engin lönd með lágar launahækkanir og mikla verðbólgu. Of háar launahækkanir eru alls ekki eini orsakavaldur verðbólgu, en spila stórt hlutverk sem óábyrgt er að tala niður. Lærum af þessu og gerum betur Að berjast fyrir of háum launahækkunum er eins og að krefjast þess að fá að vaka fram eftir á hverju kvöldi. Að kenna ríkisstjórninni í kjölfarið um að verðbólga sé ekki hófleg er eins og að kenna foreldrum sínum um að maður sé þreyttur á hverjum morgni. Þetta bara gengur ekki upp. En það hefðu allir getað gert betur. Verkalýðshreyfingin gæti krafist hóflegra launahækkana án aðkomu ríkisins, hið opinbera getur farið enn betur með fé og einfaldað regluverk og Seðlabankinn hefði getað hækkað vexti fyrr og hraðar, en hann hefði ekki endilega þurft þess ef öðruvísi væri staðið að málum. Þessu verðum við að breyta fyrir okkur sjálf, framtíðina og börnin okkar. Höfundur er hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Útreikningarnir í greininni voru rangir vegna galla í reiknivél Tryggingastofnunar Ríkisisn sem Kristófer notfærði sér. Hann hefur skrifað greinina „Gögn sem er ekki hægt að TReysta“ til að leiðrétta þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Verðlag Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þingmaður og verkalýðsforingi birtu 1500 orða grein í gær sem ber nafnið „Við mótmælum…”. Greinin byrjar á að reyna að færa lesendur í spor einstæðrar móður á örorkubótum sem hefur náð að eignast íbúð, var með fasta vexti í nokkur ár en nú hefur greiðslubyrði hennar meira en tvöfaldast. Hún getur samkvæmt þeim hvorki borgað af láninu lengur né skipt yfir í verðtryggt lán. Það vantar auðvitað fjölmargar forsendur í þessa sögu og þá sérstaklega ráðstöfunartekjurnar, en gefum okkur nokkrar forsendur og sjáum hvort einstæða móðirin, sem hefur verið að eignast íbúðina sína hratt vegna neikvæðra raunvaxta og hækkunar húsnæðisverðs, ráði við þessa hækkun. Gefum okkur að hún hafi orðið öryrki 30 ára og hafi aldrei greitt í lífeyrissjóð, eigi tvö börn í grunnskóla og hafi engar aðrar tekjur. Samkvæmt reiknivél TR eru ráðstöfunartekjur tæplega 688 þús. á mánuði eftir skatt. Við það bætast barna- og vaxtabætur, um 87 þús. á mánuði sem gera ráðstöfunartekjur heimilisins 775 þús. á mánuði. Þar af er afborgun af láni 155 þús. (20% af ráðstöfunartekjum) ef hún skiptir í verðtryggt eða 270 þús. (35%) haldi hún sig við óverðtryggða lánið. Dæmi nú hver fyrir sig um hvort þetta sé glæpsamlegt ofbeldi eins og tvímenningarnir kalla það. Það má taka undir að vextir séu mjög háir og eðlilegt að fólki finnist vaxtastigið óþolandi. Þetta er óþolandi, en lausnin er ekki að fara tyrknesku leiðina eins og sama fólk lagði til áður. Vert er að benda á að verðbólga í Tyrklandi er nýlega farin niður í 52% (fimmtíu-og-tvö prósent), en var 75% (sjötíu-og-fimm prósent) í maí sl. Þar hefur Erdogan viðhaft svipaðan málflutning, að háir vextir valdi verðbólgu og hann hefur beitt sér fyrir því að vextir séu ekki hækkaðir, m.a. með því að reka Seðlabankastjórann og skipa nýjan sem hlýðir hans stefnu. Sem betur fer búum við ekki við það á Íslandi og hér er velferðarkerfið sterkt - það á að grípa þá sem lenda í alvarlegum vandræðum. Hvað stuðlar að hjöðnun verðbólgu? Tvímenningarnir halda áfram að spila á tilfinningar fólks og upphefja sig, nefna marga hópa sem þau „berjast” fyrir gegn ríkisstjórn og Seðlabanka sem ekki hafa snefil af sómakennd, að þeirra sögn. Markmiðið er að skapa reiði í brjósti fólks og fá það til að mæta á Austurvöll í dag að mótmæla við þingsetningu „fyrir okkur sjálf, framtíðina og börnin okkar”. Þau kalla vaxtahækkanir Seðlabankans ofbeldi eða glæp og telja að verið sé að níðast á heimilum landsins. Það er alvarlegt að fólk í áhrifastöðu misnoti slík orð, enda ef fólk verður fyrir ofbeldi eða glæpum getur það leitað réttar síns í dómskerfinu. Ég hvet Ragnar og Ásthildi til þess að leita réttar síns ef þau telja á sér brotið og treysti dómskerfinu til að skera úr um málið. Þau gagnrýna einnig að raunvextir séu orðnir jákvæðir (loksins), en gleyma að minnast á að þeir hafi verið neikvæðir um fjögurra ára skeið. Í nýlegri rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á 100 verðbólguskotum koma fram áhugaverðar upplýsingar um baráttu við verðbólgu. Þar á meðal eru tveir punktar sem vert er að hafa í huga hérlendis: Lönd sem unnu á verðbólgu höfðu hærri raunvexti (meira peningalegt aðhald). Lönd sem unnu á verðbólgu bjuggu við minni nafnlaunahækkanir. Þessi rannsókn AGS ætti að vera tilefni til þess að verkalýðshreyfingin hætti að gagnrýna jákvætt raunvaxtastig Seðlabankans, sem mun að öllum líkindum skila langþráðri vaxtalækkun bráðlega, og byrji að líta í eigin barm - því háir vextir eru óþolandi. Ég er einn af þeim sem borga svívirðilega háa fjárhæð í vexti. Það eru tvær leiðir til að bregðast við hærri kostnaði, að neyta minna eða vinna meira. Launahækkanir á Íslandi eru síst hóflegar Verkalýðshreyfingin hefur barið sér á brjóst undanfarið fyrir hóflegar launahækkanir. Það er mikil gaslýsing því síðustu kjarasamningum fylgdi heilmikil aðkoma ríkisins sem má líkja við launahækkanir. Ítrekað hafa laun hér verið hækkuð umfram svigrúm. Það er gert grín að okkur fyrir þetta erlendis. Að við séum í alvörunni ekki búin að fatta að þetta leiði af sér hærri verðbólgu. Verkalýðshreyfingin beitir einnig af mikilli hörku valdi sínu til að knýja ríkið að borðinu við kjarasamningagerð. Stjórnmálamönnum er tilkynnt að ekki verði gerðir kjarasamningar nema til komi tugmilljarða framlög ríkisins og/eða að lögum verði breytt. Svo bregðast verkalýðsfélögin jafnvel ókvæða við ef lögin eru ekki nákvæmlega eins og þau vildu og gagnrýna það að alþingismenn skuli voga sér að hafa skoðun á þeim lögum sem þeim er falin sú ábyrgð að setja, eða setja ekki. Samkvæmt lögum má ekki fara í verkfall til að neyða löggjafann til athafna eða athafnaleysis. Það er spilað á þetta ákvæði með því að gera óraunhæfar kröfur til annarra atriða en segja ríkisstjórninni að létt verði á kröfunum ef ríkisstjórnin „liðkar til fyrir kjarasamningum”. Það skiptir engu máli hvort auknar ráðstöfunartekjur koma í formi beinna launahækkana eða óbeinna (t.d. styttri vinnuviku eða bóta frá ríkinu). Aukist peningamagn í umferð of hratt verða meiri peningar til staðar til að kaupa sömu vörurnar og mun það að öllum líkindum koma fram í verðbólgu. Það er mjög áhugavert að skoða tengsl launahækkana og verðbólgu hjá OECD löndunum. Það sem grafið sýnir okkur er að það eru engin lönd með háar launahækkanir og litla verðbólgu og engin lönd með lágar launahækkanir og mikla verðbólgu. Of háar launahækkanir eru alls ekki eini orsakavaldur verðbólgu, en spila stórt hlutverk sem óábyrgt er að tala niður. Lærum af þessu og gerum betur Að berjast fyrir of háum launahækkunum er eins og að krefjast þess að fá að vaka fram eftir á hverju kvöldi. Að kenna ríkisstjórninni í kjölfarið um að verðbólga sé ekki hófleg er eins og að kenna foreldrum sínum um að maður sé þreyttur á hverjum morgni. Þetta bara gengur ekki upp. En það hefðu allir getað gert betur. Verkalýðshreyfingin gæti krafist hóflegra launahækkana án aðkomu ríkisins, hið opinbera getur farið enn betur með fé og einfaldað regluverk og Seðlabankinn hefði getað hækkað vexti fyrr og hraðar, en hann hefði ekki endilega þurft þess ef öðruvísi væri staðið að málum. Þessu verðum við að breyta fyrir okkur sjálf, framtíðina og börnin okkar. Höfundur er hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Útreikningarnir í greininni voru rangir vegna galla í reiknivél Tryggingastofnunar Ríkisisn sem Kristófer notfærði sér. Hann hefur skrifað greinina „Gögn sem er ekki hægt að TReysta“ til að leiðrétta þá.
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar