Hvatti þingmenn til málamiðlana og samninga Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2024 19:40 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Guðrún Karls Helgudóttir biskip Íslands ganga fremstar til þings að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni í dag. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands segir skipta miklu að stjórnmálaflokkar geti þrátt fyrir ólík sjónarmið og kapp um hylli kjósenda gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefðist málamiðlana. Við þingsetninguna í dag gerðist það í fyrsta skipti að konur gengdu bæði embætti forseta Íslands og biskups Íslands, en þær Halla Tómasdóttir forseti og Guðrún Karls Helgudóttir biskup, gengu fremstar frá Alþingi til guðsþjónustu í Dómkirkjunni fyrir þingsetninguna. Halla ræddi ýmsar hliðar samfélagsins en málefni barna í víðu samhengi voru henni hugleikin, staða þeirra sem höllum fæti standa og staða Íslands meðal þjóðanna. En hún ræddi einnig ofbeldi sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu að undanförnu. Halla Tómasdóttir forseti Íslands skoraði á þingheim að fara leið málamiðlana hagsmunum þjóðarinnar til heilla.Vísir/Vilhelm „Nú við þingsetningu ber þann skugga á að þjóðin er harmi slegin eftir hnífsstungu síðastliðna Menningarnótt sem hafði óbærilegar afleiðingar. Við fyllumst vanmætti við slíkar aðstæður. Því hvað er þýðingarmeira í samfélagi manna en fólkið okkar? Unga fólkið okkar í blóma lífsins? Líkt og þingið hefja skólar um land allt nú starf í skugga þessa harmleiks. Okkur hér – okkur ber að hlúa að börnum okkar.," sagði forsetinn. Halla vitnaði síðan til foreldra sem eiga um sárt að binda vegna nýlegra voðaverka. „Foreldrar Bryndísar Klöru Birgisdóttur hafa biðlað til okkar að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Hvernig ætlum við að verða við því ákalli? Okkur rennur blóðið til skyldunnar. Við verðum, og við skulum, komast fyrir ræturnar á slæmri þróun svo svona atburður endurtaki sig ekki," sagði Halla. Forsetinn ræddi einnig tug þúsundir útlendinga sem hingað koma til að vinna og samfélagið gæti ekki verið án. Leggja þyrfti rækt við að kenna þessu fólki íslensku og það þyrfti einnig þak yfir höfuðið sem yki eftirspurn á húsnæðismarkaði. Margir glímdu við mikla greiðslubyrði, ekki hvað síst ungt fólk. Þingmenn og aðrir gestir eins og sendiherrar erlendra ríkja með sendiráð í Reykjavík hlýddu á fyrstu setningarræðu forseta Íslands í dag með athygli.Vísir/Vilhelm Þá þyrfti að huga að íbúum Grindavíkur vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi en allt þetta skapaði álag á innviði landsins. Huga þyrfti að samverustundum barna og fullorðinna. „En í flóknum málum er ekkert eitt svar. Lausnin er marglaga. Hlustum eftir sjónarmiðum annarra og mætum hvert öðru í mildi; tölum saman af virðingu fyrir ólíkri lífsreynslu og skoðunum. Lyftum okkur upp yfir dægurþras." Halla sagði landsmenn horfa til þingsins með von um farsæl og árangursrík störf. „Þó að stjórnmálaflokkar eigi í harðri samkeppni í kosningum og hafi ólík sjónarmið, þá skiptir miklu að geta gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefst málamiðlana, samninga- og sáttaferla sem leiða til heppilegrar niðurstöðu fyrir þorra landsmanna án þess að gengið sé gegn sanngjörnum sjónarmiðum minnihlutahópa. Alþingi Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Svona var setning Alþingis með nýjum forseta og biskup Setningarathöfn Alþingis hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. 10. september 2024 12:49 „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. 10. september 2024 14:53 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Við þingsetninguna í dag gerðist það í fyrsta skipti að konur gengdu bæði embætti forseta Íslands og biskups Íslands, en þær Halla Tómasdóttir forseti og Guðrún Karls Helgudóttir biskup, gengu fremstar frá Alþingi til guðsþjónustu í Dómkirkjunni fyrir þingsetninguna. Halla ræddi ýmsar hliðar samfélagsins en málefni barna í víðu samhengi voru henni hugleikin, staða þeirra sem höllum fæti standa og staða Íslands meðal þjóðanna. En hún ræddi einnig ofbeldi sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu að undanförnu. Halla Tómasdóttir forseti Íslands skoraði á þingheim að fara leið málamiðlana hagsmunum þjóðarinnar til heilla.Vísir/Vilhelm „Nú við þingsetningu ber þann skugga á að þjóðin er harmi slegin eftir hnífsstungu síðastliðna Menningarnótt sem hafði óbærilegar afleiðingar. Við fyllumst vanmætti við slíkar aðstæður. Því hvað er þýðingarmeira í samfélagi manna en fólkið okkar? Unga fólkið okkar í blóma lífsins? Líkt og þingið hefja skólar um land allt nú starf í skugga þessa harmleiks. Okkur hér – okkur ber að hlúa að börnum okkar.," sagði forsetinn. Halla vitnaði síðan til foreldra sem eiga um sárt að binda vegna nýlegra voðaverka. „Foreldrar Bryndísar Klöru Birgisdóttur hafa biðlað til okkar að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Hvernig ætlum við að verða við því ákalli? Okkur rennur blóðið til skyldunnar. Við verðum, og við skulum, komast fyrir ræturnar á slæmri þróun svo svona atburður endurtaki sig ekki," sagði Halla. Forsetinn ræddi einnig tug þúsundir útlendinga sem hingað koma til að vinna og samfélagið gæti ekki verið án. Leggja þyrfti rækt við að kenna þessu fólki íslensku og það þyrfti einnig þak yfir höfuðið sem yki eftirspurn á húsnæðismarkaði. Margir glímdu við mikla greiðslubyrði, ekki hvað síst ungt fólk. Þingmenn og aðrir gestir eins og sendiherrar erlendra ríkja með sendiráð í Reykjavík hlýddu á fyrstu setningarræðu forseta Íslands í dag með athygli.Vísir/Vilhelm Þá þyrfti að huga að íbúum Grindavíkur vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi en allt þetta skapaði álag á innviði landsins. Huga þyrfti að samverustundum barna og fullorðinna. „En í flóknum málum er ekkert eitt svar. Lausnin er marglaga. Hlustum eftir sjónarmiðum annarra og mætum hvert öðru í mildi; tölum saman af virðingu fyrir ólíkri lífsreynslu og skoðunum. Lyftum okkur upp yfir dægurþras." Halla sagði landsmenn horfa til þingsins með von um farsæl og árangursrík störf. „Þó að stjórnmálaflokkar eigi í harðri samkeppni í kosningum og hafi ólík sjónarmið, þá skiptir miklu að geta gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefst málamiðlana, samninga- og sáttaferla sem leiða til heppilegrar niðurstöðu fyrir þorra landsmanna án þess að gengið sé gegn sanngjörnum sjónarmiðum minnihlutahópa.
Alþingi Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Svona var setning Alþingis með nýjum forseta og biskup Setningarathöfn Alþingis hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. 10. september 2024 12:49 „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. 10. september 2024 14:53 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Svona var setning Alþingis með nýjum forseta og biskup Setningarathöfn Alþingis hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. 10. september 2024 12:49
„Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. 10. september 2024 14:53