Sveik 1,3 milljarða úr streymisveitum með gervispilunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. september 2024 22:00 Streymisrisinn Spotify hefur glímt við gervispilanir um nokkurt skeið. getty Karlmaður í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir stórfelld fjársvik sem fólust í því að framleiða urmul laga með hjálp gervigreindar og nýta vélmenni til að falsa spilanir á streymisveitum. Með þessum hætti fékk hann greidd höfundalaun sem námu hátt í 1,3 milljörðum króna. Frá ákærunni er greint á vef ríkissaksóknara Bandaríkjanna. Haft er eftir Damian Williams saksóknara í New York að maðurinn, sem heitir Michael Smith, hafi verið handtekinn í vikunni grunaður um fjársvikin. „Með þessum hætti fékk Smith milljónir dala í höfundalaun sem hefðu með réttu átt að greiðast til tónlistarmanna og höfunda sem hafa fengið raunverulegar spilanir frá hlustendum. Þökk sé vinnu rannsakenda alríkislögreglunnar, þarf Smith nú svara fyrir gjörðir sínar,“ er haft eftir Williams. Alríkislögreglan muni nú gera atlögu að því að finna fleiri streymissvikara. Vísir hefur þegar fjallað um sambærilegar gervispilanir sem hafa að undanförnu tröllriðið íslenska vinsældarlista Spotify. Framkvæmdastjóri íslenska útgáfufélagsins Öldu music sagði að um stórt vandamál að ræða þar sem íslenskir tónlistarmenn verði af tekjum vegna þessa. Í tilkynningu saksóknara kemur fram að umræddur Smith hafi passað sig á því að hvert lag fengi ekki of margar spilanir, til að vekja ekki grunsemdir meðal forsvarsmanna streymisveitna. Þess í stað framleiddi hann óhemju mikið magn laga sem hvert um sig var spilað nokkrum þúsund sinnum. Hann hafi, með hjálp vélmenna (e. bots), getað fengið allt að 660 þúsund spilanir á dag. Frá árinu 2018 hafi hann nýtt gervigreind til þess að framleiða lög. Vísir hefur sömuleiðis fjallað um þess háttar framleiðslu tónlistar, sem virðist vera að ryðja sér til rúms. Skemmtikrafturinn Maggi Mix hefur til að mynda framleitt mikið magn laga með þeim hætti. Framundan eru réttarhöld gegn Smith sem yfir vofir þungur fangelsisdómur. Fyrir fyrrgreind svik er hámarksrefsing tuttugu ára fangelsi, en ofan á bætist tuttugu ára hámarksrefsing fyrir svik með fulltingi fjarskiptatækja, auk refsingar fyrir peningaþvætti. Tónlist Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Frá ákærunni er greint á vef ríkissaksóknara Bandaríkjanna. Haft er eftir Damian Williams saksóknara í New York að maðurinn, sem heitir Michael Smith, hafi verið handtekinn í vikunni grunaður um fjársvikin. „Með þessum hætti fékk Smith milljónir dala í höfundalaun sem hefðu með réttu átt að greiðast til tónlistarmanna og höfunda sem hafa fengið raunverulegar spilanir frá hlustendum. Þökk sé vinnu rannsakenda alríkislögreglunnar, þarf Smith nú svara fyrir gjörðir sínar,“ er haft eftir Williams. Alríkislögreglan muni nú gera atlögu að því að finna fleiri streymissvikara. Vísir hefur þegar fjallað um sambærilegar gervispilanir sem hafa að undanförnu tröllriðið íslenska vinsældarlista Spotify. Framkvæmdastjóri íslenska útgáfufélagsins Öldu music sagði að um stórt vandamál að ræða þar sem íslenskir tónlistarmenn verði af tekjum vegna þessa. Í tilkynningu saksóknara kemur fram að umræddur Smith hafi passað sig á því að hvert lag fengi ekki of margar spilanir, til að vekja ekki grunsemdir meðal forsvarsmanna streymisveitna. Þess í stað framleiddi hann óhemju mikið magn laga sem hvert um sig var spilað nokkrum þúsund sinnum. Hann hafi, með hjálp vélmenna (e. bots), getað fengið allt að 660 þúsund spilanir á dag. Frá árinu 2018 hafi hann nýtt gervigreind til þess að framleiða lög. Vísir hefur sömuleiðis fjallað um þess háttar framleiðslu tónlistar, sem virðist vera að ryðja sér til rúms. Skemmtikrafturinn Maggi Mix hefur til að mynda framleitt mikið magn laga með þeim hætti. Framundan eru réttarhöld gegn Smith sem yfir vofir þungur fangelsisdómur. Fyrir fyrrgreind svik er hámarksrefsing tuttugu ára fangelsi, en ofan á bætist tuttugu ára hámarksrefsing fyrir svik með fulltingi fjarskiptatækja, auk refsingar fyrir peningaþvætti.
Tónlist Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira